Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 2
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNSÝSLA Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara á Akranesi, sem vikið var frá störfum í vikunni fyrir jól, hefur verið veittur andmælafrestur til 7. janúar á næsta ári. Jón Pálmi var leystur frá vinnuskyldu til 7. janúar. „Þegar andmælin liggja fyrir meta menn það hvort málunum sé þannig háttað að viðeigandi sé, það er bara þannig,“ sagði Sveinn Kristins son, forseti bæjarstjórnar Akraness, í gær. Jón Pálmi hefur sinnt skyldum bæjarstjóra síðan í byrjun nóvem- ber þegar Árni Múli Jónsson lét af störfum sem bæjarstjóri. Hann var leystur frá vinnuskyldum sínum þegar grunur vaknaði um að hann hefði ekki uppfyllt starfsskyldur sínar í embættinu. „Þar sem um yfirmann er að ræða getur hann eðli málsins samkvæmt ekki verið á vinnu- staðnum,“ segir Sveinn, „vegna þess að það er verið að kalla eftir gögnum sem eru á vinnustaðnum.“ Samkvæmt lögum á Jón Pálmi rétt á því að andmæla ákvörðun bæjarstjórnarinnar. Hann hefur fengið í hendur greinargerð sem unnin hefur verið til rannsóknar á málavöxtum. - bþh Þar sem yfirmann er að ræða þá getur hann eðli málsins samkvæmt ekki verið á vinnustaðnum. Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Akraness. NEYTENDUR Bandaríski tölvuleikjarisinn Electronic Arts (EA) markaðssetti stríðsleikinn Medal of Honor Warfighter í október með því að vísa beint af vefsíðu leiksins á vefsíður byssu- framleiðenda. Tenglarnir hafa nú verið fjarlægðir og EA segir þá hafa verið setta upp fyrir mistök. Frá þessu greinir vefmiðill dagblaðsins New York Times. Ofbeldistölvuleikir komust í umræðuna eftir skotárásirnar í Newtown í Connecticut þegar samtök byssueigenda í Bandaríkjunum kenndu tölvuleikjunum um árásina og sögðu þá hvetja fólk til að beita ofbeldi. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að tölvuleikir hvetji til ofbeldis. Tengingin á milli vefja tölvuleiksins og byssu- framleiðenda er sögð til marks um markaðsleg hagsmunatengsl þessara aðila. Byssuframleiðendur eru helstu bakhjarlar samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum og koma einnig að markaðssetningu tölvuleikja sem inni- halda vörur frá þeim, eins og Medal of Honor. - bþh Byssuframleiðendur styðja við útgáfu ofbeldistölvuleikja og öfugt: EA vísaði á byssuframleiðendur MEDAL OF HONOR Í tölvuleiknum geta spilarar valið vopn úr miklum fjölda vopna sem til eru í raunveruleikanum. KÍNA, AP Lengsta háhraðalestarleið heims var tekin í notkun í Kína í gær, og er ekið frá höfuðborginni Beijing til viðskiptastórborgarinnar Guangzhou, sem er skammt frá Hong Kong. Vegalengdin milli borganna er nærri 2.300 kílómetrar, og tekur ferðin nú aðeins átta klukkustundir í stað 20 stunda áður, jafnvel þótt stoppað sé í stærri borgum á leiðinnni. Kínverskir ráðamenn hafa gert mikið úr þessum viðburði, sem sýni hvers Kínverjar eru megnugir. Á ýmsu hefur þó gengið í aðdragandan- um, meðal annars hrundi hluti lestarleiðarinnar í kjölfar mikilla rign- inga í mars. Þá kostaði slys í annarri kínverskri háhraðalest fjörutíu manns lífið sumarið 2011. - gb Lengsta háhraðalestarleið heims tekin í notkun: Ferðin tekur átta tíma í stað 20 BRUNAR MILLI STAÐA Stolt kínverskra stjórnvalda tekið í notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Benedikt, hefðuð þið viljað fá fréttirnar fyrr? „Simmi er alls ekki nógu snar í snúningum.“ Benedikt Valsson er annar Hraðfréttamanna ásamt Fannari Sveinssyni. Fyrir jól fengu þeir að vita að þeir fengju að halda áfram með Hraðfréttir í Kastljósi fram á næsta sumar. Sigmar Guðmundsson er ritstjóri Kastljóss. Sigmar B. Hauksson, fjölmiðla- maður og fyrrverandi formað- ur Skotveiði- félags Íslands, er látinn. Hann lést á Landspít- alanum aðfara- nótt aðfanga- dags eftir stutt veikindi og bar- áttu við krabbamein. Hann var 62 ára. Sigmar hóf störf hjá Ríkis- útvarpinu árið 1970. Hann starfaði í útvarpi og sjónvarpi og varð þjóðþekktur fyrir dag- skrárgerð sína. Sigmar var einnig formaður Skotveiði- félags Íslands til margra ára. Sigmar lætur eftir sig tvo uppkomna syni og barnabörn. Sigmar B. Hauksson látinn EGYPTALAND Ferðamenn óttast Sölumenn við píramídana miklu í Egyptalandi eru orðnir svo aðgangs- harðir að ferðafólk er tekið að óttast þá. Undanfarin misseri hefur ferðafólki fækkað, og hópast sölumenn nú ógnandi að bílum þeirra sem koma. ÍSRAEL Fleiri byggingar leyfðar Ísraelsstjórn hefur gefið leyfi fyrir þús- und nýjum byggingum landtökumanna á herteknum svæðum í Jerúsalem. Þar með hafa verið veitt leyfi fyrir nærri fimm þúsund nýjum íbúðum. SUÐUR-AFRÍKA Mandela af sjúkrahúsi Nelson Mandela, 94 ára fyrrverandi forseti Suður-Afríku, fékk að fara heim af sjúkrahúsi í gær, eftir nærri þriggja vikna legu þar vegna lungnasýkingar. Hrísranar eru útbreiddir um mestallan heim- inn en eru taldir vera upprunir í ræktunar- löndum hrísgrjóna í Austur-Asíu, samkvæmt upplýsingum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hrísrani lifir alfarið innanhúss og finnst þar allan ársins hring. Hann lifir fyrst og fremst á hrísgrjónum, maís og annarri harðri og grófri kornvöru. Kvendýrin naga holur og verpa eggjum sínum inni í hrísgrjónin og lirfurnar sem klekjast út halda áfram að éta grjónin innan frá þangað til þær hafa náð fullum vexti. Þá púpa þær sig þar. Undir 17 gráðu hita stöðvast allur þroski þeirra og við frostmark deyja þær. Hrísranar fundust fyrst á Íslandi í Reykjavík árið 1931 í ómöluðum maís, en þeir berast reglulega til landsins í kornvörupakkningum. SPURNING DAGSINS NÁTTÚRA „Við keyptum fyrsta pokann seint í sumar og það varð allt morandi þá. Allt í einu voru komnir svartir maurar út um allt,“ segir Sandra Clausen. Hún keypti hamstrafóður fyrir hamstur fjölskyldunnar í sumar og geymdi það inni í skáp. Skömmu seinna höfðu hrísranar, litlar bjöllur, fjölgað sér gríðar- lega um allt eldhúsið. Bjöllurn- ar éta hrísgrjón og ýmsa korn- vöru og kvendýrin verpa í þessar vörur. „Þetta var í tugatali, sérstak- lega inni í þvottaherbergi þar sem er góður raki og hiti. Svo náðum við tökum á þessu í októ- ber, við höfðum reynt það sjálf en það var ekkert að ganga,“ segir Sandra, en hún fékk mein- dýraeyði til að eyða dýrunum. „Svo núna í desember byrjaði þetta að koma aftur upp, en í mun minna magni. En ég skaust þá út með matinn, það var frost og þeir drepast við frostmark.“ Þær bjöllur höfðu að öllum lík- indum komið upp úr matardalli hamstursins. Steindór Aðalsteinsson hjá Dýralandi, sem flutti inn umrætt fóður, segir því miður ómögulegt að koma algjörlega í veg fyrir að skordýr af þessu tagi berist hing- að til lands í fóðri. „Þetta getur alltaf komið upp á en við lend- um ekki oft í þessu. Þetta ger- ist vegna þess að fóðrið er ekki geislað, sem er merki um að fóðr- ið sé ferskt,“ segir Steindór. „Þetta hefur fylgt fóðri sem flutt hefur verið inn til lands- ins frá því að innflutningur hófst. Þetta er ekkert hættulegt Verpa eggjum í hrísgrjón og bæði bjöllurnar og lirfurnar deyja í frosti á tveimur sólar- hringum. Þetta kemur bara upp á sumrin vegna þess að bjöllurn- ar klekjast út við talsvert mikinn hita,“ segir Steindór. Þess vegna sé best að geyma fóður ekki á heitum eða rökum stað. „Það er best að geyma aldrei fóður nálægt matvælum, og geyma það í alveg lokuðum umbúðum.“ thorunn@frettabladid.is HAMSTUR Í hamstrafóðri geta leynst skordýr eins og ranabjöllur. Ranabjöllur flugu út úr skápunum Hrísranar gerðu fjölskyldu lífið leitt í haust, en þær bárust á heimili hennar með hamstrafóðri í sumar. Innflytjandi segir aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að skordýr berist til landsins með þessum hætti en það sé þó mjög sjaldgæft. Bæjarstjórn veitir bæjarritara á Akranesi frest til að andmæla ákvörðun bæjarstjórnar: Jón Pálmi fær tvær vikur til andmæla AKRANES Starfandi bæjarstjóri var leystur frá vinnuskyldu sinni í síðustu viku til 7. janúar 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA hátíðarkalkúnn – umvafinn ferskleika gottimatinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.