Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 6
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 100.000 krónur kostar metrinn af nýrri öryggisgirðingu um Litla-Hraun. Girðingin verður 1.500 metra löng. FANGELSISMÁL Fangelsismálayfir- völd hafa lengi talað fyrir úrbót- um í öryggismálum í kringum Litla-Hraun og þörfin átti að vera öllum ljós. Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Fréttablaðið og vísar í margar skýrslur þessi efnis. Ef farið hefði verið eftir þeim hefði atvik eins og flótti Matthíasar Mána Erlings- sonar a ldrei getað átt sér stað. Páll segir að ekki sé hægt að rekja flóttann til mannlegra mistaka. Matthías slapp frá Litla-Hrauni með því að klifra yfir girðinguna í kringum fangelsið. Hann var við vinnu innan girðing- arinnar, ásamt þreumr öðrum föng- um, undir yfirsjón eins fangavarðar þegar hann laumaðist í burtu. Páll segir að girðingin sé ekki nægjan- lega góð en að þessu sinni hafi myndavélabúnaður við girðinguna heldur ekki virkað sem skyldi. „Hann átti að sjást um leið og hann kom við girðinguna. Þetta átti þá að koma upp í eftirlitskerfinu og kalla á viðbrögð. Maður á ekki að geta hlaupið í gegnum girðingu í öryggisfangelsi. Þess vegna skrifa ég ekki upp á að þetta hafi verið mannleg mistök.“ Páll segir átak í öryggismálum hafa hafist á Litla-Hrauni í ár með uppsetningu móttökuhúss þar sem allur búnaður og allir gestir fari í gegnum skanna áður en farið er inn í fangelsið. Fé til þess hafi fengist á fjárlögum, en næsta skref sé að skipta girðingunum út fyrir nýjar sem séu sérútbúnar þannig að ekki sé hægt að klifra yfir þær. „Það er hins vegar meira en að segja það. Við fáum 50 milljónir til viðbótar á næsta ári, en metrinn af VEISTU SVARIÐ? VELFERÐARMÁL Ekki hefur enn verið gengið frá samningum milli velferðarráðuneytisins og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs vegna nýlegra lagabreytinga um atvinnu- tengda starfsendurhæfingu. Ríkis- endurskoðun gagnrýnir stjórnvöld í nýrri úttekt á einstaklingsmiðaðri starfsendurhæfingu í landinu. Þar kemur meðal annars fram að stjórnvöld þurfi að marka heild- stæða stefnu um málefni einstak- linga með skerta starfsgetu og efla samstarf sitt við aðila vinnu- markaðarins á þessu sviði, sér í lagi í ljósi lagabreytingarinnar, sem gerir það að verkum að Virk og aðrir sambærilegir starfsendur- hæfingarsjóðir taki við umsýslu fjármagns frá ráðuneytinu til að ráðstafa til starfsendurhæfingar- stöðva á landinu öllu. Fréttablaðið greindi frá því í vik- unni að forsvarsmenn starfsendur- hæfingarstöðva væru áhyggjufullir vegna lagabreytinganna. Ríkis- endurskoðun tekur einnig fram í skýrslu sinni að mikilvægt sé að auka stuðning við þá sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda, en tæplega 15.200 Íslendingar fengu greiddan örorkulífeyri í árslok 2011, sem gerir um það bil fimm prósent af heildaríbúafjölda landsins. Hlut- fallið hefur farið hækkandi síðustu ár. Eins fengu um 1.100 einstakling- ar greiddan endurhæfingarlífeyri árið 2011. Bótagreiðslur til hópanna námu um 31 milljarði króna, þar af voru bætur til endurhæfingar- lífeyrisþega rúmlega 2,3 milljarðar. - sv Ríkisendurskoðun gagnrýnir stjórnvöld vegna laga um einstaklingsmiðaða starfsendurhæfingu: Stjórnvöld þurfa að ganga frá samningum 1 Hvaða sveitarfélög ætla að lækka útsvar árið 2013? 2 Hvaða íslenska kvikmynd var dýr- asta myndin framleidd á árinu? 3 Hvaða íslenska hlaupastúlka hafn- aði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á HM 19 ára og yngri á þessu ári? SVÖR BÓTAGREIÐSLUM HEFUR FJÖLGAÐ Alls fengu um 1.100 einstaklingar greiddan endurhæfingarlífeyri á síðasta ári, sem samsvaraði um 2,3 milljörðum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN, AP „Ég er ekki viss um að við munum nokkurn tímann átta okkur á því hvað hann var að hugsa,“ segir Gerald Pickering, lögreglustjóri í bænum Webster í New York- ríki, um William Spengler, 62 ára mann sem kveikti í húsi sínu á aðfangadag. Spengler beið eftir slökkvi- liðinu, vopnaður hríðskotariffli og drjúgum birgðum af skot- færum, og hóf skothríð sem varð tveimur slökkviliðsmönnum að bana. Tveir aðrir særðust og liggja á sjúkrahúsi. Sex önnur hús í nágrenninu brunnu vegna þess að slökkviliðið gat ekki athafnað sig. Spengler skildi eftir þriggja blaðsíðna bréf, þar sem sagði meðal annars: „Ég á enn eftir að búa mig undir að sjá hve mikið af nágrenninu ég get brennt niður, og gera það sem mér líkar best, sem er að drepa fólk.“ Í húsi Pickerings fannst brunnið lík af konu, sem talið er af systur hans. Spengler myrti ömmu sína með hamri árið 1980 og sat þess vegna í fangelsi í sautján ár. Hann hefur haft hægt um sig síðan, en móðir hans lést í október. Að sögn nágranna þótti honum afar vænt um móður sína en var ákaflega illa við systur sína. - gb Kveikti í húsi sínu, beið eftir slökkviliði vopnaður hríðskotarif li og skaut tvo til bana: Sjúkur maður sagðist vilja drepa sem flesta ELDUR Á AÐFANGADAG Alls brunnu sjö hús í nágrenninu vegna þess að slökkvilið gat ekki athafnað sig. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. Seltjarnarneskaupstaður og Grindavíkur- bær. 2. Djúpið eftir Baltasar Kormák. 3. Aníta Hinriksdóttir. Selfoss Litla-Hraun Árnes Ásólfsstaðir Ekki mannleg mistök að Matthías náði að strjúka Fangelsismálastjóri segir flótta Matthíasar Mána Erlingssonar mega rekja til bilunar í tækjabúnaði og ófull- nægjandi girðingar umhverfis Litla-Hraun. Úrbætur í öryggismálum eru hafnar en fjárskortur tefur fyrir. Matthías Máni flúði frá Litla-Hrauni upp úr hádegi mánudaginn 17. desember. Að sögn fangelsismála- stjóra var Matthías við vinnu innan girðingar ásamt þremur öðrum föngum í umsjá eins fangavarðar. Á milli 45 mínútur og klukkutími leið þar til uppgötvaðist að hann var á bak og burt. Leit stóð yfir í tæpa viku áður en Matthías gaf sig fram á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal snemma á aðfangadagsmorgun. Ásólfsstaðir eru í tæplega 70 kílómetra akstursfjarlægð frá Litla-Hrauni, en talið er að Matthías hafi haft viðkomu í sumarhúsum í Árnesi á flóttanum. Þegar Matthías kom fram hafði hann með- ferðis riffil, öxi og hnífa sem hann er talinn hafa rænt. Matthías er 24 ára gamall. Hann var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa ráðist á fyrrverandi eiginkonu föður síns aðfaranótt 1. apríl. Heimildir fjölmiðla herma að hann hafi haft í hótunum við konuna skömmu fyrir flóttann, en hún fór af landi brott með börnum sínum á meðan Matthías gekk enn laus. Gekk tugi kílómetra á flóttanum MATTHÍAS MÁNI ERLINGSSON PÁLL WINKEL svona girðingu kostar um hundrað þúsund og girðingin utan um Litla- Hraun er um einn og hálfur kíló- metri á lengd.“ Páll segir því um hundrað millj- ónir vanta til að klára girðinguna. Verklok velti á fjárveitingum. „Við munum gera þetta í áföngum eftir því sem fjármagn fæst.“ Páll tekur fram að þó séu fanga- flóttar sjaldgæfir hér á landi, síð- asti alvarlegi flóttinn fyrir þennan sé flótti Donalds Feeney árið 1993. Þróunin sé umfram allt á réttri leið. „Úrbæturnar hefðu þó mátt eiga sér stað tíu árum fyrr. Þá værum við ekki að horfa upp á svona atburð gerast,“ segir Páll. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir í samtali við Frétta- blaðið að fjármunirnir sem um ræði séu einfaldlega ekki til að svo stöddu. „Hins vegar er verið að gera á þessum málum bragarbót og svo verður gjörbylting í þessum málum þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður komið í gagnið árið 2015, en framkvæmdir munu vonandi hefjast nú með vorinu.“ thorgils@frettabladid.is BRUNI Eldur kom upp í tveimur bílum í innkeyrslu í Gerð hömrum í Grafarvogi í hádeginu í gær. Bílarnir eru báðir gjörónýtir en ekki er vitað um eldsupptök. Slökkvilið kom á staðinn og slökkti eldinn en á meðan slökkviliðsmenn voru á leiðinni gerðu íbúar götunnar atlögu að eldinum án mikils árangurs. Óttast var að eldurinn mundi læsa sig í nærliggjandi hús en svo fór ekki. Bílarnir sem brunnu voru gamall Willy‘s-jeppi og Opel-fólksbíll. - bþh Íbúar reyndu að slökkva eld: Eldur laus í tveimur bílum REYNT AÐ SLÖKKVA Nágrannar hlupu til og reyndu að slökkva eldinn í bíl- unum. MYND/YNGVINN G LÖGREGLUMÁL Fjórir voru vistað- ir í fangageymslu lögreglunnar á jólanótt fyrir heimilisofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu var fjórum sinnum kölluð út vegna heimilisofbeldis og í öllum tilfellum voru einstak- lingar handteknir til að tryggja frið. Fréttastofa Stöðvar 2 hafði eftir Sigþrúði Guðmunds dóttur, framkvæmdastýru Kvenna- athvarfsins, að þetta kæmi henni ekki á óvart. Desember væri alla jafna erfiður mánuð- ur fyrir konur sem byggju við heimilisofbeldi. Tíu gestir nýttu sér Kvenna- athvarfið um jólin, fimm konur og fimm börn. Margir hafa haft samand við athvarfið í desember. - bþh Lögreglan á jólanótt: Tók fjóra fyrir heimilisofbeldi Loft lína frá Litla -Hra uni til Á sólf ssta ða 62 k ílóm etra r ÍRAN, AP Fjögur börn Akbars Rafsanjanis, fyrrverandi for- seta Írans, hafa kært róttækan þingmann fyrir að kalla fjöl- skyldu hans spilltan kolkrabba. Þingmaðurinn Hamid Rasai er bandamaður Mahmouds Ahmadinejad, sem sigraði Raf- sanjani í síðustu forsetakosning- um. Hálft ár er í næstu forseta- kosningar og virðist allt stefna í að átök fylkinganna tveggja magnist á ný næstu mánuðina. - gb Börn Rafsanjanis ósátt: Neita ásökun um spillingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.