Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 62
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54 SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Nú sitjum við með fjall af umsóknum víðs vegar að úr heim- inum. Við vissum að sirkussenan væri sterk alþjóðlega en áttum alls ekki von á þessum mikla áhuga. Þegar við erum búin að fara í gegnum umsóknirnar verðum við með rjómann að því sem er að ger- ast í „nýja sirkusnum“ svokallaða, það er alveg ljóst,“ útskýrir Krist- ín Scheving, verkefnastjóri VOL. CAN.O sirkuslistahátíðarinn- ar sem fram fer í Vatns mýrinni næsta sumar. Norræna húsið stendur að hátíðinni ásamt Cirkus Xanti frá Noregi og Cirkus Cirkör frá Svíþjóð. Kristín hefur unnið að skipu- lagningu hátíðarinnar frá því í sumar og segir það hafa komið sér á óvart hversu lifandi sirkus- senan á Norðurlöndunum er. Hún segir hugtakið „nýsirkus“ notað til aðgreiningar frá hinum hefð- bundna sirkus þar sem dýr voru í aðalhlutverki. Í nýsirkus er áhersl- an hins vegar á mannslíkamanum. Max Dager, forstjóri Norræna hússins, var einn af stofnendum Cirkus Cirkör og er hugmyndin að sirkuslistahátíðinni frá honum komin. „Ég hef fylgst með nor- rænu sirkussenunni í áratugi og ferðast með Cirkus Cirkör um allan heim. Eitt af markmiðum Cirkus Cirkör er að sanna að allt er mögulegt og það gerum við með því að blanda saman meira og minna öllum listformum og storka þyngdarlögmálinu með fífldjarfri ástríðu,“ segir Dager. Að sögn Kristínar hafa um hundr- að umsóknir borist og nú tekur við hið vandasama verk að velja bestu atriðin úr fjölmennum hópi umsækjenda. Fjögur tjöld verða reist í Vatnsmýrinni fyrir hátíð- ina og verður hið stærsta um þrett- án metrar að hæð. „Það er í mörg horn að líta og sem betur fer nýt ég liðsinnis fagfólks við verkið. En það stefnir allt í frábæra fjöl- skylduhátíð,“ segir hún að lokum. Um þessar mundir eru í boði miðar á sýningu Cirkus Cirkör, Wear it like a crown, á sérstöku jólaverði, eða 3.990 krónur miðinn. - sm Sirkusþorp rís í Vatnsmýrinni Sirkushátíð fer fram í Vatnsmýrinni næsta sumar. Fjögur tjöld verða reist í ná- munda við Háskóla Íslands. Norræna húsið skipuleggur hátíðina ásamt fl eirum. SIRKUS Í MÝRINA Max Dager, Ilmur Dögg Gísladóttir og Kristín Scheving skipuleggja sirkuslistahátíðina VOL.CAN.O sem fram fer í Vatnsmýrinni næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 HUMAR Smár Humar. Tilvalinn í súpuna, salatið, einnig góður til pönnusteikingar. Lausfrystur 1 kg í poka. Skelflettur humar Humar án skeljar. Fullhreinsaður, lausfrystur og flottur, tilbúinn í hvað sem er. Humarsoð 100% soð af humarskeljum. Flott uppskrift á boxinu. Ferskar Hollenskar ostrur lenda föstudag Stærð 24-30 HUMAR Millistærð af humri. Hentar vel að steikja á pönnu, setja í ofninn eða á grillið. Stærð 18-24 HUMAR Stór humar. Sá stærsti, góður í hvað sem er. Grillið, pönnuna, ofninn. 1. flokks humar. Stærð 7-12 ÁRAMÓTAHUMAR Þessi raketta kostaði 6.500 kr. hún gefur ánægju í um það bil 20 sek. Ef þið kaupið flugelda endilega styrkið Björgunarsveitirnar eða íþróttafélögin VERÐSAMANBURÐUR! 1 kg af úrvals Humarhölum kostar 3.900 kr.kg. Gefur ánægju fyrir 5-6 manneskjur í c.a. 30-60 mínútur. 1 kg. dugir fyrir 2-3 manneskjur í aðalrétt eða 5-6 í forrétt. OPIÐ Fimmtudag 7 - 18.30 Föstudag 7-18.30 Laugardag 10-18 Sunnudag 12-17 Gamlársdag 7-13 „Þetta byrjaði bara sem fífla- gangur en nú eru komin fimm ár og við höfum haldið fjölda við- burða, sjáum núna um bókanir fyrir fimmtán skemmtistaði um landið og höfum verið að flytja inn hvern stóra plötusnúðinn á fætur öðrum,“ segir partípinninn Óli Geir hjá Agent.is. Agent.is heldur upp á fimm ára afmæli sitt um þessar mundir og segir Óli Geir þessi ár hafa verið frábær. „Þetta þróaðist út frá því að ég var að vinna sem barþjónn á skemmtistað þegar ég var átján ára. Eitt kvöldið var plötusnúður- inn veikur svo ég hljóp í skarð- ið. Það gekk svo vel að ég fór að spila oftar og var svo gerður að skemmtanastjóra þar. Síðan fór ég að spila á fleiri stöðum og áður en ég vissi af var ég farinn að skipu- leggja alls konar partí úti um allt og þannig byrjaði ferillinn,“ rifjar Óli Geir upp. Í tilefni afmælisins ákvað Óli Geir að gefa sjálfum sér góða afmælisgjöf og flytja til landsins sinn uppáhalds plötusnúð, Tristan Garner. Sá mætir í afmælisteitið 29. desember og spilar afmælis- sönginn. „Svo er aldrei að vita nema hann taki fleiri lög líka,“ segir Óli Geir og hlær. Tristan Garner er franskur plötusnúður sem hefur notið gríðarlegra vin- sælda um allan heim á undan- förnum árum. Auk hans kemur fjöldi íslenskra listamanna fram þetta kvöld. „Margir af þessum gaurum sem hafa verið að spila á mínum viðburðum ætla að koma og taka lagið,“ segir Óli Geir og nefnir sem dæmi Erp Eyvindar- son, Steinda Jr. og hljómsveitina Úlfur Úlfur. „Við ætlum að enda árið með stæl. Þetta verður magn- að,“ segir hann að lokum. - trs Tristan Garner spilar afmælissönginn Óli Geir byrjaði sem barþjónn þegar hann var átján ára en fagnar nú fi mm ára afmæli agent.is ÓLI GEIR Fagnar fimm ára afmæli Agent.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það eru gamanþættirnir Arrested Development.“ Helga Þórey Jónsdóttir, kvikmyndafræðingur. Nú er Létt Bylgjan jólastöðin þín Ljúf og þægileg jólatónlist alla daga til jóla „Ég hlakka mikið til og þykir gaman að fá að taka þátt í uppbyggingu sirkuslista hér á Íslandi,“ segir banda- ríska búrleskukraftakonan Mama Lou, sem verður sér- stakur gestur Fullorðinssirkussins Skinnsemi á tveimur sýningum í Iðnó í kvöld og annað kvöld. Einnig kemur Eyrún Ævarsdóttir fram með sirkusnum við þessi til- efni, en hún stundar nám við hinn virta Codarts-sirkus- listaskóla í Rotterdam í Hollandi þessi misserin. Mama Lou kom til Íslands um miðjan desember og hefur notið jólanna á heimili sirkusstjórans Lee Nelson. Hún segist kunna vel við íslenskar jólahefðir og bragð- aði meðal annars á kæstri skötu á Þorláksmessu eins og lög gera ráð fyrir. „Skatan var hræðileg. Ég var með magapínu í tvo klukkutíma eftir að ég borðaði hana, en ég er samt mjög fegin að ég gerði það. Svona nokkuð verða kraftakonur að ráða við,“ segir Mama Lou. Hún hefur starfað sem atvinnukraftakona í sjö ár og ferðast um allan heim vegna starfans. Meðal þess sem hún býður upp á í atriði sínu er að brjóta hluti með rass kinnunum. Aðspurð segir hún ýmsa hluti koma til greina í þeim tilgangi. „Ég get brotið harða hluti eins og blýanta, en skemmtilegast finnst mér að brjóta mat- prjóna. Ekki mjúku skyndibitategundina heldur þessa hörðu fínu sem maður býður upp á í matarboðum.“ - kg Brýtur matprjóna með rassinum Bandaríska kraft akonan Mama Lou kemur fram með Fullorðinssirkus í Iðnó. STERK Mama Lou hefur starfað sem atvinnukraftakona í sjö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.