Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 22
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Nú þegar áramótin eru fram undan munu lands- menn fagna nýju ári. Margir njóta áramótanna með því að skála í mis- sterkum veigum. Það til- heyrir á þessum tímamót- um. En hvað gerist síðan þegar halda skal heim á leið og erfitt að fá leigubíl? Er ekki í lagi að aka eftir eitt eða tvö glös? Er ég bara ekki betri ökumaður? Mér finnst það að minnsta kosti stundum. Ekki er óeðlilegt að þeir sem aka eftir að hafa neytt áfengis finnist það sjálfum eða að þeir reyni að réttlæta hegðun sína með þessum rökum. Sem betur fer sýna tölur að dregið hefur úr ölvunarakstri en á móti hefur fíkniefnaakstur aukist. Fyrir 10 árum sýndu tölur að um 33% ökumanna höfðu ekið undir áhrifum áfengis og 35% farþega viðurkenndu að hafa setið í bíl með ölvuðum ökumanni. Hvað með hálfan bjór? Vísindamenn hafa marg sannað að lítið magn áfengis hafi áhrif á hæfni ökumanna til að aka til hins verra. Það er talið að strax við 0,2 prómill áfengis í blóði dragi úr hæfni ökumanns til aksturs og mætti ætla að það jafngilti hálfum bjór hjá sumum einstaklingum. Áhrifin En hvaða áhrif hefur áfengið á ökumenn? Nefnum nokkur dæmi: 1.Ökumaður undir áhrifum áfengis á erfiðara með að einbeita sér að einum þætti lengi í einu og einbeit- ingin minnkar, auk þess sem hæfnin til að ein- beita sér að tveimur eða fleiri atriðum samtímis minnkar verulega. Þessi eiginleiki er mjög mikil- vægur hjá ökumanni. Að þurfa að fylgjast sam- tímis með bíl á ferð og gangandi vegfaranda getur orðið mjög erfitt. 2.Viðbragð lengist verulega og við 0,4- 0,5 prómill (u.þ.b. einn sterkur bjór að meðaltali) getur það aukist um 35%. Þetta skýrir meðal annars hvers vegna ölv- aðir ökumenn lenda gjarna í aftanákeyrslum. Við 0,5-1,5 pró- mill er hætta á banaslysi allt að 13 sinnum meiri. 3.Eftir einn bjór getur mis-tökum í akstri fjölgað allt að 25%. Rangar ákvarðanir geta skipt sköpum þegar taka þarf ákvörðun á innan við einni sekúndu, eins og oft vill verða í akstri. 4.Samhæfing milli tauga og vöðva versnar. Hreyfingar stýris verða erfiðari, notkun bensíngjafar, kúplingar og bremsu verður ónákvæmari. Þetta skýrir hvers vegna erfið- ara er fyrir ökumenn undir áhrifum að halda bílnum á rétt- um stað á götunni: Þegar skoðuð er tjónatíðni ölvaðra ökumanna, má rekja 49% þeirra til þess að ekið er á mannvirki, ljósastaura, umferðarmerki eða kyrrstæða bíla. 5.Sjón og heyrn verður lak-ari. Ökumaðurinn á erfið- ara með að greina aðra ein- staklinga, sérstaklega í myrkri. Hann sér verr til hliðanna og greinir því síður umferðina, bíla eða fólk sem ekki er beint fram- an við bílinn. 6.Dómgreind minnkar og hæfnin til að meta aðstæð- ur rétt einnig. Þetta gerir það að verkum að við erfiðar eða hættulegar aðstæður er við- komandi mjög hættulegur. Fólk með skerta dómgreind telur sig geta ekið eftir að hafa neytt áfengis. Þótt það hafi haft þann ásetning í huga í upphafi að aka ekki undir áhrifum er hann ekki lengur í huga fólksins þegar það finnur bíllykilinn í vasanum á leið heim. Þessir örfáu punktar um áhrif áfengis á aksturshæfni ættu að duga til að sannfæra okkur um að akstur og áfengi sé lífshættu- leg blanda og nú þegar hátíð fer í hönd er mikilvægt að hafa þetta í huga. Endum ekki jólahátíðina með ölvunarakstri. Einstaklings og atvinnu- frelsi – frelsisstefna eru einkunnarorð og grunn- stef Hægri grænna, flokks fólksins. (HG). Flokkurinn er grænn borgaraflokkur. HG er f lokkur tíðarandans, raunsæisstjórnmála og er umbótasinnaður endurreisnar flokkur. HG er landsmálaflokkur og ætlar ekki að taka þátt í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum. Framtíð Íslands er samofin framleiðslu á matvælum, orku og blómlegri ferðaþjónustu. Við viljum Ísland sem stærsta þjóðgarð Evrópu, friðland dýralífs og náttúru. Ísland er fjársjóður framtíðar- innar. Raunsær umhverfisverndar- flokkur HG er umhverfisverndar flokkur og hugsar um hnattræn áhrif umhverfisins á ábyrgan hátt. Raunsæisstefna flokksins vill stefnumarkandi umhverfis lausnir t.d. þar sem erfitt er að vernda almannaeign. Þessi raunsæis- stefna er stundum kölluð blágræn hugmyndafræði, „Blue Green“ eða „Conservative Green“, en stefnan aðhyllist skynsamleg umhverfis- væn haggildi. Flokkurinn vill byggja upp grænt markaðs- hagkerfi á Íslandi. Bæði náttúru- verndarsinnaðir íhaldsmenn sem og frjálslyndir félagshyggjumenn eða allir þeir sem aðhyllast frjálst markaðshagkerfi geta fylkt sér um stefnu flokksins um alhliða skynsam lega notagilda náttúru- vernd. Íslendingar hafa ávallt verið í farabroddi fyrir náttúru- vernd og sýnt það í verki. Það er stefnan að það verði aðall okkar. Vandamálið er fjórflokkurinn Það er ljóst að við eigum sem þjóð og einstaklingar við ýmis vanda- mál að stríða, sem fjórflokkurinn ber alfarið stjórnmála- lega ábyrgð á. Það þýðir að stjórnmálastéttin hefur sýnt sig að vera oft vanhæf til verkanna, en vonandi geta flokk- arnir þó endurnýjað líf- daga sína með því að nýtt efnilegt og praktískt fólk komist þar að. Annað vandamál er að stjórn- málamenn efna gjarnan ekki þau fyrirheit, sem þeir gefa fyrir kosning- ar, fyrirheit um að takast á við vanda, sem þeir samt vita að þeir valda ekki. Það lýsir t.d. lélegum stjórnarháttum og sið- bresti, þegar menn sjá fram á það að þeir ráða ekki við verkefnin, að reyna þá með blekkingum og orðfimi að koma sökinni yfir á aðra, en óafvitandi bersýnir það þekkingar- og hæfileikaskort þeirra þegar upp er staðið. Það er því algjör nauðsyn að skipta út fólki, sem á einn eða annan hátt hefur ekki staðið sig í stjórnun landsins. Við viljum öll nýtt Alþingi með fólki, sem ber ríkan kærleika til landsins og þjóð- arinnar og skilur engan okkar útundan. Fólk með vit og þekk- ingu, hugsjónir og lausnir. Við eigum okkar litla land, við erum ein lítil fjölskylda, tölum sama tungumálið og með sömu hags- munina öll saman sem eitt. Þeir, sem vilja vinna í þessum anda, munu ná kjöri í næstu kosning- um. En ef það því miður reynist ekki þor eða vilji hjá meirihluta þjóðarinnar að ná fram slíkum breytingum, þá verður hér áfram allt eins og það er og þá meira af því sama og því sama. Úrelt embættismannakerfi Gamla íslenska fjórflokks- og embættismannakerfið er úr sér gengið. Það sýndi sig vel í aðdraganda íslenska efnahags- hrunsins og svo til dagsins í dag, en Alþingi er núna nánast óstarfhæft svo sem menn vita. Því miður er ekki hægt að segja að hlutirnir hafi mikið breyst eftir hrun, nema þá til hins verra. Vandamálið var og er samtrygg- ingin og mjög náin tengsl stjórn- málamanna við embættismenn við verkalýðshreyfinguna við fjármagnseigendur. Þetta marg- eyki stöðnunarinnar er það, sem heldur landinu í heljargreipum verðtryggingarinnar í gegn- um handstýrða verðbólgu, sem orsakast af of háum neyslu- sköttum, peningastefnu Seðla- bankans og 3,5% raunávöxtunar- kröfu lífeyrissjóðanna. Smátt er smart Skilgreina þarf betur hlutverk hins opinbera, þannig að það þjóni hlutverki sínu gagnvart fólkinu í landinu og standi vörð um grunn- þjónustuna. Tómarúm hefur skapast gagnvart heimilunum og litlum og meðalstórum fyrir- tækjum, en stefna stjórnvalda hefur hingað til verið að standa vörð um stórfyrirtæki og fyrir- tækjasamstæður í skjóli fjár- málastofnana, hvort sem er þau eru í ríkis- eða í einkaeigu. Þessu verður að breyta. Þetta á sérstak- lega við um ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustuna og upp- byggingu heilbrigðiskerfisins. Hægri grænir ætlar að taka allar nýlokaðar spítala- og heilsugæslu- stofnanir strax aftur í notkun og auka nálægðina aftur við þjón- ustu við fólkið, sem gleymist allt of oft í háloftum herranna. Hægri grænir er flokkur fólks- ins og flokkur heiðarleika, lausna og breyttra stjórnarhátta. ➜ Skilgreina þarf betur hlutverk hins opinbera, þannig að það þjóni hlutverki sínu gagnvart fólkinu í landinu og standi vörð um grunnþjónustuna. ➜ Þessir örfáu punktar um áhrif áfengis á aksturshæfni ættu að duga til að sannfæra okkur um að akstur og áfengi sé lífshættuleg blanda og nú þegar hátíð fer í hönd, er mikilvægt að hafa þetta í huga. Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Fyrir fyrirtækið þitt Opið til 18.00 milli jóla og nýárs. Opið til 16.00 29. des. Fyrirtækjadagar Nýr iMac Hægri grænir er fl okkur fólksins Það kemur ekkert fyrir mig! UMFERÐ Einar Guðmundsson formaður Brautar- innar– bindindis- félags ökumanna STJÓRNMÁL Guðmundur Franklín Jónsson formaður Hægri grænna, fl okks fólksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.