Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.12.2012, Blaðsíða 46
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 BÆKUR ★★★ ★★ Sagan af huldufólkinu á eld- fjallaeyjunni Sigrún Elsa Smáradóttir. Smári Rúnar Róbertsson myndskreytti. ÍSLAND, HVAR ER ÞÍN FORNALDAR- FRÆGÐ Sagan af huldufólkinu á eldfjalla- eyjunni segir frá því hvað gerist þegar skip stútfullt af mönnum strandar á eldfjallaeyju, í ríki huldufólksins. Huldufólkið skelf- ist að mennirnir taki sér búsetu á eyjunni, en það hefur heyrt að menn séu hinar mestu skaðræðis- skepnur, höggvi niður tré og jafni hulduhóla við jörðu. Huldufólkið reynir að hrekja mennina í burt en mannfólkið kemst hvergi þar til skip þess er aftur komið á flot. Sagan af huldufólkinu á eld- fjallaeyjunni hentar vel til upp- lesturs foreldra fyrir börnin. Text- inn sjálfur er flókinn og langur og börn þyrftu að vera sjö, átta ára til að spreyta sig sjálf á lestri. Það hefði mátt fjölga greinaskilum til að gera textann auðlæsilegri fyrir börn. Sumar blaðsíður bókarinnar hafa flipa. En undir flipunum er ekki að finna nýjar myndir, held- ur sömu myndirnar ásamt texta og ekki var laust að ég fyndi fyrir vonbrigðum í stað eftirvæntingar þegar ég lyfti flipunum. Flipar eru afskaplega skemmtilegt fyrirbæri í barnabókum og bestu barnabæk- urnar nýta sér þá óspart til að koma lesendum sínum á óvart. Það sem stendur helst upp úr í bókinni eru myndskreytingar Smára Rúnars, sem eru stórglæsi- legar. Smári, aðeins tvítugur að aldri, á framtíðina fyrir sér í list- inni. Myndirnar eru gerðar með blandaðri tækni, bleki, kolum og vatnslitum. Þær eru unnar í klippimyndastíl og skuggabrúð- ur, oft gróteskar, stjákla um blað- síður bókarinnar. Myndirnar eru drungalegar, hráar og grófar, stíl- íseraðar og oft skelfilegar, jafn- vel allt of skelfilegar fyrir yngstu börnin. Svört og grá slikja liggur yfir blaðsíðununum. Rauðar elds- glæringar leiftra í fjöllunum, en annars sést aðallega bregða fyrir litbrigðum í fatnaði huldufólksins og mannfólksins. Myndskreytingar Smára Rúnars gera söguna athyglisverðari, en að sama skapi hættir bókin að höfða til barna. Köld og svipbrigðalaus andlit huldufólksins og mannkyns- ins eru táknræn, en fráhrindandi. Án myndskreytinganna hefði saga Sigrúnar verið hefðbundin, barn- væn tvíhyggjusaga þar sem nátt- úrunni er skeytt upp í andstöðu við mannkynið, þar sem náttúr- an er góð og samasemmerki er sett á milli siðmenningar og eyði- leggingar. En myndskreytingar Smára sprengja út merkingu text- ans, afhjúpa skuggana í samfélagi álfanna. Samfélag huldufólksins er staðnað, völd ganga í erfðir milli kynslóða og þau hafa átt í alda- löngu stríði við annan kynþátt, tröllin. Litríkasti blettur bókarinnar er rauða hár litla manndrengsins sem stendur í stafni skipsins og flýr ofsóknir huldufólksins. Hár hans endurspeglar eldglæringar lands- ins, í lokkunum logar sú endurfæð- ing sem hrakin hefur verið á brott. Í lok bókar spyr sögumaður lesendur: Geta menn og huldu- fólk einhvern tímann lifað í sátt og samlyndi? Við hin fullorðnu sem lesum bókina með börnun- um okkar og rennum fingrunum yfir kaldranalegar myndir Smára gætum svo sem spurt á móti: vilj- um við mennirnir lifa í sátt og samlyndi með huldufólkinu? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir NIÐURSTAÐA: Huldufólk hrekur skipbrotsmenn á brott. Mikilfenglegar myndskreytingar en of skelfilegar fyrir yngstu lesendurna. Texti flókinn og hentar börnum sjö ára og eldri. ➜ Það sem stendur helst upp úr í bókinni eru myndskreytingar Smára Rúnars, sem eru stórglæsilegar. Skuggaleg saga af huldufólki JÓLAVARA AFSLÁTTUR 30-70% www.rumfatalagerinn.is GILDIR TIL 31.12.12 JÓLAVÖRUÚTSALA Opið laugard. kl. 10-14 Meðlimir hipphoppsveitarinnar The Welfare Poets koma fram á tónleik- um á Gamla Gauknum annað kvöld, 28. desember. Meðlimir sveitar- innar eru þekktir aðgerðarsinnar sem eiga rætur að rekja til Harlem- hverfisins í New York. Að sögn Megan Horan, sem sér um kynn- ingarmál sveitarinnar, vakti Ísland athygli þeirra vegna umfjöllunar um stöðu flóttamanna hér á landi. „Þeir hafa gaman af því að heim- sækja önnur lönd, ræða málin við heimamenn og kynnast nýjum menningum. Staða flóttamanna á Íslandi hefur verið svolítið í umræðunni upp á síðkastið og þess vegna kviknaði áhugi þeirra á land- inu,“ segir Megan. Tónlistarmennirnir M.I.C og Rayzer Sharp sitja ekki auðum höndum meðan á dvöl þeirra stend- ur heldur munu taka þátt í opnum hringborðsumræðum um jafnrétti sem fram fer í Ráðhúsinu og koma fram á ljóðakvöldinu Speaking of Liberation á Hemma og Valda. - sm Hipphopp á Gamla Gauk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.