Fréttablaðið - 27.12.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 27.12.2012, Síða 46
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 BÆKUR ★★★ ★★ Sagan af huldufólkinu á eld- fjallaeyjunni Sigrún Elsa Smáradóttir. Smári Rúnar Róbertsson myndskreytti. ÍSLAND, HVAR ER ÞÍN FORNALDAR- FRÆGÐ Sagan af huldufólkinu á eldfjalla- eyjunni segir frá því hvað gerist þegar skip stútfullt af mönnum strandar á eldfjallaeyju, í ríki huldufólksins. Huldufólkið skelf- ist að mennirnir taki sér búsetu á eyjunni, en það hefur heyrt að menn séu hinar mestu skaðræðis- skepnur, höggvi niður tré og jafni hulduhóla við jörðu. Huldufólkið reynir að hrekja mennina í burt en mannfólkið kemst hvergi þar til skip þess er aftur komið á flot. Sagan af huldufólkinu á eld- fjallaeyjunni hentar vel til upp- lesturs foreldra fyrir börnin. Text- inn sjálfur er flókinn og langur og börn þyrftu að vera sjö, átta ára til að spreyta sig sjálf á lestri. Það hefði mátt fjölga greinaskilum til að gera textann auðlæsilegri fyrir börn. Sumar blaðsíður bókarinnar hafa flipa. En undir flipunum er ekki að finna nýjar myndir, held- ur sömu myndirnar ásamt texta og ekki var laust að ég fyndi fyrir vonbrigðum í stað eftirvæntingar þegar ég lyfti flipunum. Flipar eru afskaplega skemmtilegt fyrirbæri í barnabókum og bestu barnabæk- urnar nýta sér þá óspart til að koma lesendum sínum á óvart. Það sem stendur helst upp úr í bókinni eru myndskreytingar Smára Rúnars, sem eru stórglæsi- legar. Smári, aðeins tvítugur að aldri, á framtíðina fyrir sér í list- inni. Myndirnar eru gerðar með blandaðri tækni, bleki, kolum og vatnslitum. Þær eru unnar í klippimyndastíl og skuggabrúð- ur, oft gróteskar, stjákla um blað- síður bókarinnar. Myndirnar eru drungalegar, hráar og grófar, stíl- íseraðar og oft skelfilegar, jafn- vel allt of skelfilegar fyrir yngstu börnin. Svört og grá slikja liggur yfir blaðsíðununum. Rauðar elds- glæringar leiftra í fjöllunum, en annars sést aðallega bregða fyrir litbrigðum í fatnaði huldufólksins og mannfólksins. Myndskreytingar Smára Rúnars gera söguna athyglisverðari, en að sama skapi hættir bókin að höfða til barna. Köld og svipbrigðalaus andlit huldufólksins og mannkyns- ins eru táknræn, en fráhrindandi. Án myndskreytinganna hefði saga Sigrúnar verið hefðbundin, barn- væn tvíhyggjusaga þar sem nátt- úrunni er skeytt upp í andstöðu við mannkynið, þar sem náttúr- an er góð og samasemmerki er sett á milli siðmenningar og eyði- leggingar. En myndskreytingar Smára sprengja út merkingu text- ans, afhjúpa skuggana í samfélagi álfanna. Samfélag huldufólksins er staðnað, völd ganga í erfðir milli kynslóða og þau hafa átt í alda- löngu stríði við annan kynþátt, tröllin. Litríkasti blettur bókarinnar er rauða hár litla manndrengsins sem stendur í stafni skipsins og flýr ofsóknir huldufólksins. Hár hans endurspeglar eldglæringar lands- ins, í lokkunum logar sú endurfæð- ing sem hrakin hefur verið á brott. Í lok bókar spyr sögumaður lesendur: Geta menn og huldu- fólk einhvern tímann lifað í sátt og samlyndi? Við hin fullorðnu sem lesum bókina með börnun- um okkar og rennum fingrunum yfir kaldranalegar myndir Smára gætum svo sem spurt á móti: vilj- um við mennirnir lifa í sátt og samlyndi með huldufólkinu? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir NIÐURSTAÐA: Huldufólk hrekur skipbrotsmenn á brott. Mikilfenglegar myndskreytingar en of skelfilegar fyrir yngstu lesendurna. Texti flókinn og hentar börnum sjö ára og eldri. ➜ Það sem stendur helst upp úr í bókinni eru myndskreytingar Smára Rúnars, sem eru stórglæsilegar. Skuggaleg saga af huldufólki JÓLAVARA AFSLÁTTUR 30-70% www.rumfatalagerinn.is GILDIR TIL 31.12.12 JÓLAVÖRUÚTSALA Opið laugard. kl. 10-14 Meðlimir hipphoppsveitarinnar The Welfare Poets koma fram á tónleik- um á Gamla Gauknum annað kvöld, 28. desember. Meðlimir sveitar- innar eru þekktir aðgerðarsinnar sem eiga rætur að rekja til Harlem- hverfisins í New York. Að sögn Megan Horan, sem sér um kynn- ingarmál sveitarinnar, vakti Ísland athygli þeirra vegna umfjöllunar um stöðu flóttamanna hér á landi. „Þeir hafa gaman af því að heim- sækja önnur lönd, ræða málin við heimamenn og kynnast nýjum menningum. Staða flóttamanna á Íslandi hefur verið svolítið í umræðunni upp á síðkastið og þess vegna kviknaði áhugi þeirra á land- inu,“ segir Megan. Tónlistarmennirnir M.I.C og Rayzer Sharp sitja ekki auðum höndum meðan á dvöl þeirra stend- ur heldur munu taka þátt í opnum hringborðsumræðum um jafnrétti sem fram fer í Ráðhúsinu og koma fram á ljóðakvöldinu Speaking of Liberation á Hemma og Valda. - sm Hipphopp á Gamla Gauk

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.