Fréttablaðið - 27.12.2012, Page 8

Fréttablaðið - 27.12.2012, Page 8
27. desember 2012 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 BREYTT OG BÆTT VÍNBÚÐ EFTIR ÁRAMÓT vinbudin.is VÍNBÚÐINNI OKKAR Í AUSTURSTRÆTI VERÐUR LOKAÐ Í JANÚAR OG FRAM Í FEBRÚAR VEGNA ENDURBÓTA. HLÖKKUM TIL AÐ BJÓÐA YKKUR VELKOMIN Í NÝJA OG BETRI VÍNBÚÐ. SAMGÖNGUR Stjórnvöld munu ekki afnema einkarétt ríkisins á þjón- ustu vegna póstsendingu bréfa allt að 50 grömmum á þyngd, þrátt fyrir að ESB-tilskipun um opnun markaða feli í sér að slíkt verði gert fyrir áramót. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinns- sonar á Alþingi segir að vafi liggi á hvort tilskipunin heyri undir EES-samninginn og því hvort Íslandi sé skylt að innleiða hana. Í greinargerð með tólf ára fjar- skiptaáætlun sem gildir til 2022 segir þó um tilskipunina að hún sé merkt EES-tæk og komi til með að gilda á EES-svæðinu „að öllu óbreyttu“. Noregur hefur þegar gert fyrir vara við tilskipunina og hyggst ekki innleiða hana og stefnir því í ágreining við ESB. Ísland hyggst fylgja Noregi að málum, og er vísað til strjálbýlis og erfiðleika við dreifingu og til- heyrandi kostnaðarauka fyrir dreifðari byggðir. Í greinargerðinni með fjar- skiptaáætlun segir að ráðstaf- anir séu til staðar í tilskipuninni til að tryggja hagsmuni neytenda eftir opnun markaða með afnámi einkaleyfis. Í svari ráðherra segir að afnám einkaréttarins hafi í sjálfu sér ekki áhrif á gæðakröfur til póst- þjónustu, enda kveði tilskipunin á um ákveðnar kröfur og alþjón- ustu sem ráðuneytis og stjórn- valda sé að móta. - þj Innleiða ekki póstþjónustutilskipun ESB: Stjórnvöld fara að fordæmi Norðmanna PÓSTÞJÓNUSTA Ísland mun ekki innleiða tilskipun um póstþjónustu um áramótin eins og gert var ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI KÓPAVOGUR Bæjarstjórn Kópa- vogs hefur samþykkt að tak- marka ræðutíma fundarmanna í bæjarstjórn. Er þetta gert sam- kvæmt tillögu starfshóps með fulltrúum meirihluta og minni- hluta. Eins og komið hefur fram hefur bæjarfulltrúum sjálfum þótt skilvirkni og málefnalegar umræður gjalda fyrir persónu- legt orðaskak á fundum bæjar- stjórnarinnar. Þá var einnig samþykkt að skipa til reynslu sér- staka forsætisnefnd. Hún á meðal annars að undirbúa fundi bæjar- stjórnar með gerð dagskrár og fylgja eftir siðareglum kjörinna fulltrúa og reglum um ábyrgð og samskipti stjórnenda. - gar Breytingar í bæjarstjórn: Takmörk sett á ræðutímann LÖGREGLUMÁL Fimmtán ára drengur velti bíl sem hann ók á Hafnarfjarðarvegi í gærnótt. Nokkrir farþegar voru í bílnum þegar óhappið varð. Engan sak- aði. Lögreglunni í Hafnarfirði var gert viðvart um slysið laust fyrir klukkan tvö um nóttina. Börnin voru sótt af foreldrum sínum til lögreglu. Þá var bifreið ekið inn í húsa- garð í Garðarbæ um klukkan fjögur sömu nótt. Ökumaðurinn var handtekinn og hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. - bþh Fimmtán ára ökumaður: Velti bíl á Hafn- arfjarðarvegi um miðja nótt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.