Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2013, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 24.01.2013, Qupperneq 20
24. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Skilja má á Stíg Helga- syni, blaðamanni á Frétta- blaðinu, í skrifum á mið- vikudag að honum finnist skjóta skökku við að ég ætli mér að taka málsferð hælis- umsókna til skoðunar því nákvæmlega það hafi ég áður sagst vilja gera þegar ég setti á laggirnar starfs- hóp um málefni útlend- inga utan EES í júlí 2011. En aldrei sé góð vísa of oft kveðin! Það er reyndar alveg rétt að endurskoðun á verkferlum í stofn- unum hins opinbera á að vera stöðug og sífellt endurtekin eins og góðar vísur. Það er hins vegar misskilningur hjá blaðamanni Fréttablaðsins að yfirlýsingar mínar frá því í júlí 2011 hafi ekki skilað árangri og verið orðin tóm. Fjarri lagi. Á vinnsluborði Alþingis liggur nefnilega frumvarp með heild- stæðri endurskoðun á málefn- um útlendinga utan EES-svæð- isins, meðal annars um skilyrði og verklag við komu fólks til landsins undir mismunandi for- merkjum. Ný útlend- ingalöggjöf er bráðnauðsynleg því núverandi lög eru um margt óskýr og óaðgengileg auk þess að margt þarf að færa í réttlæt- isátt. Það er reynt að gera í nýju frumvarpi til útlendingalaga sem sumir fréttamenn á Frétta- blaðinu hafa sýnt verðskuldaðan áhuga. Hins vegar blasir sú stað- reynd við að fjöldi hælisleitenda hefur margfaldast frá því sem var á sama tíma í fyrra og máls- meðferðartími lengist. Verklagið þarfnast því skoðunar, núna. ➜ Ný útlendingalög- gjöf er bráðnauðsyn- leg því núverandi lög eru um margt óskýr … Þorsteinn Pálsson, fv. sjávarútvegsráðherra, ritar grein í Frétta- blaðið 12. janúar sl. þar sem hann barmar sér yfir „ráðagerðum um að vinda ofan af þeim þjóð- hagslega ávinningi sem markaðslausnir í sjávar- útvegi hafa skilað“. Í lögum um stjórn fisk- veiða segir að „[n]ytja- stofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“. Sjávarútvegsráð- herrann fyrrverandi og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð talið þetta ákvæði vera merking- arlaust hjal, sem þjónar þeim til- gangi einum að skreyta ræður á sjómannadögum, en í raun séu nytjastofnarnir ævarandi eign núverandi handhafa kvótans og því sé óeðlilegt að kvótaeigend- ur greiði nokkuð til þjóðarinnar fyrir afnot af nytjastofnunum. Kvótaeigendur urðu til sem stétt við upphaflega gjafaút- hlutun kvótans á 9. áratug síð- ustu aldar, þegar almenningur á Íslandi var sviptur þeim rétti, sem hann hafði notið til a.m.k. 1100 ára, að gera út til fiskveiða, en sá réttur færður til þess fámenna hóps sem á örstuttu þriggja ára augnabliki í Íslands- sögunni gerði út skip – sem og afkomenda þeirra. Ákvæðið um sameign þjóðar- innar kom inn í lög um stjórn fiskveiða árið 1990. Síðan þá hefur a.m.k. helmingur flokka sem sæti hafa átt á Alþingi talið að ákvæðið þýddi það sem það segir, það er eign þjóðarinnar á fiskn- um og þar með réttarins til auðlindarentunnar. Þá hefur meirihluti svarenda í öllum skoðanakönnunum sem undirritaður man og snerta fiskveiðimál verið á sama máli, sem endurspeglað- ist í afgerandi fylgi kjósenda við auðlindaákvæðið í kosningunum um stjórnarskrárdrögin. Hálfkák og pottasull Á árunum 1991 til 2009 fór Sjálf- stæðisflokkurinn með völdin í sjávarútvegsráðuneytinu og not- aði þau völd í mismunandi sam- steypustjórnum til þess að standa vörð um hagsmuni kvótaeigenda. En með þeirri óbilgjörnu hags- munagæslu og virðingarleysi við lagabókstafinn missti flokkurinn líka frumkvæðið til þess að leiða sjávarútvegsmálin til farsælla lykta á grundvelli markaðslög- mála. Nú er við völd minnihlutastjórn Samfylkingar og VG. Samfylk- ingin hefur a.m.k. opinberlega verið boðberi markaðslausna í sjávarútvegi með svokallaðri fyrningarleið og síðar uppboðs- leið. Slíkar gagnsæjar markaðs- lausnir virðast hins vegar vera eitur í beinum VG sem illu heilli hafa farið með sjávarútvegsmál- in í þeirri stjórn. Því virðist fórn- arkostnaðurinn við að þokast í átt að sanngjarnari úthlutun auð- lindarentunnar hafa orðið óskilj- anlegt hálfkák og pottasull, sem hefur tekið sorglega litlum fram- förum frá upphaflegu skemmdar- verki Jóns Bjarnasonar á málstað þeirra sem telja nytjastofna vera sameign þjóðarinnar. Þorsteinn Pálsson og Sjálf- stæðisflokkurinn geta því ekki fríað sig ábyrgð á því hversu illa sé komið í sjávarútvegsmálum; þeir gerðu lausn Jóns Bjarna- sonar með síðari breytingum að einu færu leiðinni til réttlæt- is. Vel útfærð og gagnsæ inn- heimta á auðlindarentu, byggð á markaðslausnum og í samræmi við mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna, er langskyn- samlegasta tekjuöflunarúrræði ríkissjóðs og gæti greitt götu lækkunar almennra skatta á fólk og fyrirtæki í landinu. Undir kögunarhóli Orð og efndir SJÁVAR- ÚTVEGUR Haukur Eggertsson verkfræðingur ➜ Síðan þá hefur a.m.k. helmingur fl okka sem sæti hafa átt á Alþingi talið að ákvæðið þýddi það sem það segir, það er eign þjóðar- innar á fi sknum INNANRÍKIS- MÁL Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Þetta sagði ég í Silfri Egils 28. október sl. og sló í borðið. Við vorum að ræða skuldbreytt lán íbúðaeigenda, sem hafa hækkað um 450 millj- arða frá hruni vegna verðtryggingarinnar. Verðtrygging var sett á með lögum og hana er sannarlega eins hægt að afnema með lögum. Á síðasta ári hækkuðu lánin um nálægt 60 millj- arða og enn hækka þau. Gengistryggð lán hafa verið dæmd ólögleg, en fjármálastofnanir komist upp með að framfylgja ekki lögunum, en gefa þó von um lækkun lána um 34%. Hvenær? Munurinn í dag milli þeirra sem höfðu efni á að taka gengis- tryggt íbúðarlán að upphæð um 20 milljónir og þeirra sem höfðu ekki efni á því og tóku verð- tryggt lán, er um 10 milljóna króna hærri skuld hins síðar- nefnda, miðað við lok greiðslu á lánunum. Er svona mismunun á meðferð stökkbreyttra skulda boðleg í siðuðu þjóðfélagi? Verðtryggðu húsnæðislánin Þau eru að hrifsa heimilin af einstaklingum, þannig að talið er í dag, að um 60% heimila séu í raun eignir fjármálastofnana. Fram hefur komið að neikvæð staða þeirra sem eru á aldrin- um 22-42 ára sé mínus 82 millj- arðar króna. Þetta er sá hópur, sem á að knýja hagkerfið áfram með eftirspurn sinni á næstu árum og um leið að útvega rík- inu skatttekjur til að sjá hinum eldri farborða. Heil kynslóð er í þessum sporum. Þessi kyn- slóð var skilin eftir, meðan þeir sem höfðu aðstöðu og upp- lýsingar í ársbyrjun 2008 fóru að koma fé sínu undan. Og allt frá hruni höfum við fylgst með afskriftum hjá stórum fyrir- tækjum og einstaklingum með mikil umsvif, líklega um 500 milljarða. Fimm þúsund heimili eru í vanskilum hjá Íbúðalána- sjóði að upphæð frá hruni um sjö og hálfur milljarður og líklega er sá sjóður gjaldþrota. Lög- varin framkvæmd fjármála- stofnana er ekki spurning um að greiða verðtryggt lán sem var tekið, heldur að mínu mati ólög- mæt eignaupptaka á heimilum og eignum. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum búa í? Stofnanirnar Þær hafa þegar verið settar fram með ærnum kostnaði til að láta ein- staklinga skrifa bónar- bréf og fara aftur og aftur í viðtöl og standa í biðröðum í leit að úrlausnum. Afskriftir fjármála- stofnana hjá þeim „stóru“ stans- laust í tæp fjögur ár halda áfram á kostnað heimilanna, sem á að ganga að, meðan nokkuð er þar að hafa. Ekkert virðist breyt- ast í þessari aðför. Heimilin eiga að borga nýjar skuldir með auknum álögum og úrræðaleysi, – Sparisjóðs Keflavíkur, Sjóvár, VBS, eignasafns Dróma og fleiri fyrirtækja að upphæð um 100 milljarða. Já, þetta er þjóðfélagið. Lífeyrissjóðirnir Þeir eiga eignir upp á yfir 2.000 milljarða og eru með rekstrar- kostnað á ári upp á fimm millj- arða. Þeir verða að koma að samningsborði um breytta með- höndlun á þessum fjármunum. Þeir geta ekki spilað með sitt fjármagn eins og áður í kaupum hlutafjár í fyrirtækjum, í von um skjótfenginn gróða á mark- aði. Við þekkjum það úr Rann- sóknarskýrslunni að fé lífeyris- sjóðanna bar uppi allar bólurnar, enda var tap þeirra að núvirði um 500 milljarðar. Fjárfesting lífeyrissjóðanna yrði aðeins leyfð með kaupum á skuldabréfum með ríkisábyrgð á vöxtum Seðlabankans og með erlendri fjárfestingu að leyfðu ákveðnu hámarki, t.d. 30% heild- areignar. Innstreymi í lífeyris- sjóðina er nú á ársgrundvelli um 117 milljarðar, en útgreiðsla um 67 milljarðar. Að tryggja 50 milljarða króna innkomu á þessu ári – ávöxtun – er ábyrgðarhluti, sérstaklega þar sem 12% lífeyr- issjóðsgreiðslna eru lögfest og þar af leiðandi ekkert annað en viðbótarskattur á þá þjóð, sem greiðir hæstu skatta í Evrópu. Já, í hvers konar þjóðfélagi erum við? Í hvers konar þjóðfélagi erum við? ➜ Þeir eiga eignir upp á yfi r 2.000 milljarða og eru með rekstrarkostnað á ári upp á fi mm milljarða. FJÁRMÁL Halldór Gunnarsson bóndi og fyrrver- andi sóknarprestur í Holti, sem óskar eft ir stuðningi í 1.-3. sæti í prófk jöri Sjálfstæðisfl okksins 26. janúar Húsið opnar kl 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00 með alíslenskum þorramat frá þorrakóngnum í Múlakaffi og flottum réttum fyrir þá sem ekki þora í þorrann. Hinn íturvaxni og óþekkti Örn Árnason stýrir veislunni. Skemmtiatriði og happdrætti RISA-sveitin SÁLIN HANS JÓNS MÍNS sér um fjörið fram á nótt. Miðaverð: Matur og ball 7.500 kr. Ball 3.250 kr. Húsið opnar fyrir ballgesti kl. 23:00 Miðasala hefst 3. janúar í Hagkaup Spönginni Allar nánari upplýsingar í síma 845-8206 Þekkir einhver þennan mann ? Ekki missa af balli ársins! Þorrahlaðborð Múlakaffis-V eislurétta Súrmeti Nýmeti Heitir réttir uppstúf og kartöflu m og steiktum hrísgrjó num transerað í sal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.