Fréttablaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 2
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
DÝRALÍF Kettir eru taldir drepa allt að 3,7
milljarða fugla í Bandaríkjunum á ári
hverju samkvæmt nýrri rannsókn. Það er
nánast fjórfalt meira en áður hefur verið
talið.
Rannsóknin mun birtast á þriðjudag
í ritinu Nature Communications. Niður-
staðan er sú að 1,4 til 3,7 milljarðar fugla
verði köttum að bráð á ári hverju þar
vestra – margfalt fleiri en þær nokkur
hundruð milljónir sem fyrri rannsóknir
höfðu gefið til kynna.
Ólafur Karl Níelsen, fuglafræðingur
hjá Náttúrustofnun Íslands, segir að ekki
hafi verið ráðist í rannsókn af þessu tagi
hérlendis þótt eflaust væri það hægt.
„Það hefur verið vel þekkt í áratugi að
kötturinn er eitthvert öflugasta rándýrið
sem er hér á norðurhjara. Jafnelskulegur
og hann er sem gæludýr getur hann verið
stórhættulegur og drepur allt sem hann
nær í – hérna sem annars staðar.“
Ólafur segir að kettir séu til vandræða
sums staðar á Íslandi, aðallega í við-
kvæmum sjófuglabyggðum. Það sé þó
bara í Vestmannaeyjum sem menn
hafi áhyggjur af ágangi katta.
„Einu varpstöðvar skrofunnar á
Íslandi eru í Eyjum og henni hefur
fækkað mikið. Það er vitað að
kettir hafa legið í hreiður-
holum í Ysta-Kletti og lifað á
skrofum og lundum. Það er
meindýraeyðir í Vestmanna-
eyjum og hann drepur alla
villiketti en það er illt við
að eiga þarna í snarbröttum
brekkunum,“ segir hann. - sh
SKÆÐIR Ekki hefur verið rannsak-
að hversu afkastamiklir íslenskir
kettir eru við fuglaveiðar.
NORDICPHOTOS/GETTY
Kettir drepa mun meiri fugl en talið var og Vestmannaeyingar hafa áhyggjur:
Elskulegt en stórhættulegt dýr
Jón Gunnar, verður bara súr
matur á boðstólum?
„Nei, eins og súrmetið er gott þá
verður maturinn sannarlega ekki
allur súr á Lemon.“
Jón Gunnar Geirdal opnar veitingastaðinn
Lemon á Suðurlandsbraut í mars.
MENNTAMÁL Stuttmyndin Fáðu já var sýnd í fyrsta sinn í öllum grunn-
og framhaldsskólum landsins í gær. Myndinni er ætlað að skýra fyrir
börnum mörkin milli kynlífs og ofbeldis en handritshöfundar hennar
eru Páll Óskar Hjálmtýsson, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Brynhildur
Björnsdóttir.
Myndin er ætluð nemendum í 10. bekk grunnskólanna en hún þykir
líka við hæfi nemenda í 9. bekk sem og nemenda á framhaldsskólastigi.
Auk þess að fjalla um mörk ofbeldis og kynlífs er henni ætlað að vega
upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á
bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í náin samskipti. - mþl
Stuttmynd um mörk kynlífs og ofbeldis sýnd:
Fáðu já sýnd um land allt
MYNDIN SÝND Nemendur í Háteigsskóla virtust hafa gaman af myndinni þegar
hún var sýnd í tíma í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DÓMSMÁL Páll Heimisson var
ekki viðstaddur þingfestingu í
umboðssvikamáli sérstaks sak-
sóknara gegn honum í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær. Hann
er við nám í Rúmeníu og hyggst
koma til landsins í byrjun mars.
Páll var starfsmaður íhalds-
hóps Norðurlandaráðs með
aðstöðu í Valhöll og er ákærður
fyrir að hafa notað kreditkort
sem Sjálfstæðisflokkurinn lét
honum í té í heimildarleysi í
mörg hundruð skipti. Samtals
eyddi hann rétt tæpum tuttugu
milljónum í einkaneyslu sína í
sextán löndum á rúmlega tveggja
ára tímabili. - sh
Var ekki við þingfestingu:
Páll kom ekki
frá Rúmeníu
DÓMSMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu hefur ákært Jón
Snorra Snorrason, lektor við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands,
fyrir skilasvik. Ákæran var þing-
fest á mánudag.
Jón Snorri er ákærður fyrir
að hafa 21. október 2008 veðsett
Sparisjóði Mýrarsýslu þriðjungs-
hlut félagsins Agla ehf. í Sigur-
plasti. Samkvæmt ákæru hafði
hann áður sett sama hlut að veði
til tryggingar láni frá SPRON.
Í ákærunni segir að síðari veð-
setningin, sem var til tryggingar
á nýju láni, hafi verið með öllu
óheimil, enda hafi hún ekki sam-
rýmst réttindum SPRON. - sh
Jón Snorri ákærður:
Veðsetti sama
hlutinn tvisvar
STJÓRNSÝSLA Lögreglumenn á
vegum bandarísku alríkislög-
reglunnar (FBI) komu hingað til
lands í ágúst 2011 með það fyrir
augum að rannsaka umsvif manna
tengdra Wikileaks hér á landi.
Lögreglumennirnir föluðust eftir
samstarfi við íslensk löggæsluyfir-
völd en Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra sá til þess að sam-
starfinu yrði slitið þegar í stað.
Þetta kom fram í máli Krist-
ins Hrafnssonar, talsmanns Wiki-
leaks, í Kastljósinu í gærkvöldi.
„Ég get stað-
fest að FBI-menn
komu hingað í
ágúst 2011 og
að þeir leituðu
eftir samstarfi
v ið í s lensku
lögregluna um
mál sem tengj-
ast Wikileaks,“
segir Ögmundur
og heldur áfram: „Ég beitti mér
fyrir því að því samstarfi yrði slit-
ið þegar í stað. Mér þótti óeðlilegt
að erlendir lögreglumenn athöfn-
uðu sig á Íslandi. Það er verkefni
íslenskra lögregluyfirvalda en
ekki erlendra.“
Í máli Kristins kom fram að
heimsókn FBI hefði verið rædd í
ríkisstjórn en Ögmundur neitar
því. „Ég upplýsti hins vegar utan-
ríkisráðherra um málið og þar með
lauk því af minni hálfu. Utanríkis-
ráðherra tók það þá í sínar hend-
ur og hafði samband við banda-
ríska sendiráðið og skýrði afstöðu
Íslands,“ segir Ögmundur. - mþl
Innanríkisráðherra stöðvaði samstarf íslensku lögreglunnar við FBI án tafar:
FBI til Íslands vegna Wikileaks
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
SERBÍA Dragoljub Ojdanic, fyrr-
verandi hershöfðingi í serbneska
hernum, hefur beðist opinberlega
afsökunar á þeim stríðsglæpum
sem Stríðsglæpadómstóllinn í
málefnum fyrrum Júgóslavíu,
ICTY, sakaði hann um árið 2009.
Fréttavefurinn Balkaninsight.com
skýrði frá þessu.
Meðal þeirra brota sem hann
viðurkenndi var ómannúðleg með-
ferð og brottflutningur á Kósóvó-
Albönum í stríðinu sem geisaði í
Kósóvó í lok 20. aldar. - ah
Viðurkennir stríðsglæpi:
Ojdanic biðst
afsökunar
SPURNING DAGSINS
HEILBRIGÐISMÁL Mikil kannabis-
neysla getur orsakað og komið
af stað einkennum geðrofs-
sjúkdóma hjá ungu fólki. Því
yngra sem fólk er þegar það
byrjar að reykja kannabis þeim
mun meiri líkur eru á því að það
endi inn á geðdeild síðar meir.
Þetta er mat og reynsla Andrésar
Magnússonar, geðlæknis á Land-
spítalanum.
„Ef fólk er í áhættuhópi lítur
allt út fyrir að kannabis geti valdið
geðrofi,“ segir hann. „Þetta hefur
verið mikið rannsakað og svo
virðist sem þeim sem byrja ungir
að reykja kannabis sé hættara við
að lenda inni á geðdeild með alvar-
lega geðrofssjúkdóma.“
Hann segir samhengið mikið
rannsakað úti í heimi og vísar sér
í lagi í eina rannsókn sem gerð var
á sænskum nýliðum í hernum og
fylgt var eftir í fimmtán ár. Í ljós
kom að þeir sem notuðu kanna-
bis oftar en fimmtíu sinnum sex-
földuðu líkurnar á geðklofa.
„Það er verið að skoða alla
mögulega vinkla á þessu. En mín
klíníska reynsla er sú að þetta
kemur fram hjá fólki sem byrjar
að reykja ungt, svo hættir það og
eftir fimm til sjö daga þróar það
með sér geðrofseinkenni og er oft
mjög lengi inni á geðdeild,“ segir
hann.
Guðrún Dóra Bjarnadóttir,
umsjónardeildarlæknir á geðsviði
LSH, tekur undir orð Andrésar en
undirstrikar að orsakasamhengið
hafi enn ekki verið fullsannað.
„Það er urmull af greinum til
um tengsl geðrofssjúkdóma og
kannabis, en það er ekki algjör-
lega búið að sanna að kannabis
Telja kannabis valda
geðrofssjúkdómum
Orsakasamhengi kannabisneyslu og geðrofssjúkdóma er mikið rannsakað um allan
heim. Dæmi eru hér á landi um að ungt fólk endi á geðdeild eftir mikla kannabis-
neyslu. Sænsk rannsókn sýndi sexfaldar líkur á geðklofa eftir kannabisreykingar.
Þetta
kemur
fram hjá fólki
sem byrjar
að reykja
ungt. Svo
hættir það
og eftir fimm til sjö daga
þróar það með sér geðrofs-
einkenni og er oft mjög
lengi inni á geðdeild.
Andrés Magnússon geðlæknir
TÍUNDI HVER
REYKIR REGLU-
LEGA Greint
var frá því í
Fréttablaðinu
í nóvember að
kannabisneysla
hefði aukist
mikið undan-
farin ár hér á
landi og nú
reykti tíundi
hver fullorðinn
Íslendingur
kannabis
reglulega.
SAMFÉLAGSMÁL Kannabisneysla
Íslendinga hefur aukist töluvert
síðasta áratug. Hlutfall þeirra
sem reykja hass eða gras reglu-
lega hefur þrefaldast síðan árið
2002, samkvæmt rannsóknum
Helga Gunnlaugssonar, prófess-
ors í félagsfræði við Háskóla
Íslands.
Fjórði hver Íslendingur hefur
prófað hass eða marijúana og um
það bil tíundi hver hefur gert það
síðasta hálfa árið. Á sama tíma og
neysla fullorðinna eykst, dregst
vímuefnanotkun íslenskra ung-
linga saman og er hún nú orðin
sú minnsta sem þekkist í Evrópu.
Ef aðgengi og lög hér á landi
breytast, til að mynda með lög-
leiðingu kannabisefna, segir
Helgi það mega vel vera að neysl-
an breytist. Þá almennu andstöðu
sem ríkir í samfélaginu varðandi
efnin megi meðal annars rekja til
þess að þau séu ólögleg og það geti
breyst ef lögum verði breytt.
„Efnin gætu orðið algengari
og orðið meiri hluti af almennri
neyslu fólks, eins og áfengi er í
dag. Neyslan hefur aukist á síð-
ustu árum og ef kannabis verð-
ur gert löglegt er ýmislegt sem
bendir til þess að hún aukist enn
frekar.“
Helgi bendir á að hass- og gras-
reykingar séu afar fátíðar meðal
eldra fólks í samfélaginu og séu
nær eingöngu bundnar við yngra
aldursbilið; fólk á aldrinum 18 til
40 ára. „Ég mundi segja að hlut-
fall þeirra sem hafa notað kanna-
bis síðasta hálfa árið væri klár-
lega á milli 20 og 30 prósent meðal
yngri hópsins,“ segir hann. Lang-
flestir vaxi þó upp úr neyslunni
eftir því sem þeir eldast. Hún sé
oftast bundin við tiltekin tímabil
í lífi fólks og tengist oftar en ekki
tískustraumum, breyttu viðhorfi
og auknu aðgengi eftir að heima-
ræktanir urðu algengari.
- sv / sjá síðu 8
Tíundi hver reykir kannabis
Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga hefur aukist síðasta áratug. Á meðan dregst vímuefnaneysla íslenskra
unglinga stöðugt saman. Fjórði hver Íslendingur hefur prófað gras eða hass og um 10 prósent síðustu 6 mánuði.
➜ MARIJÚANA
25% FULLORÐINNA
ÍSLENDINGA
HAFA PRÓFAÐ
GRAS EÐA HASS
UM ÆVINA
geti stuðlað að geðrofi en það
virðist allt vera að stefna í þá átt
með nýjustu rannsóknum,“ segir
hún. Það sé þó alveg skýrt að með
neyslu kannabisefna geti einkenni
geðrofssjúkdóma komið fram allt
að tveimur árum fyrr en ella
þegar fólk í áhættuhópi á í hlut.
„Það skiptir miklu máli. Það
munar hvort einstaklingur er átján
ára eða tuttugu þegar sjúkdómur-
inn kemur fram upp á þroska og
innsæi í sjúkdóminn,“ segir hún.
Andrés og Guðrún Dóra halda
erindi á málþingi um kannabis með
áherslu á geðræn áhrif í Háskóla
Íslands í dag á vegum Lýðheilsu-
félags læknanema. sunna@frettabladid.is