Fréttablaðið - 31.01.2013, Page 4

Fréttablaðið - 31.01.2013, Page 4
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Víða 10-18 m/s FREMUR HÆGUR VINDUR í dag og á morgun en hvessir annað kvöld. Víða bjartviðri á morgun og frost að 14 stigum inn til landsins. Á laugardag hlýnar í veðri en búast má við allhvössum vindi og rigningu eða slyddu, einkum S- og V-lands. 1° 4 m/s 1° 6 m/s 0° 6 m/s 4° 4 m/s Á morgun Fremur hægur vindur fram á kvöld. Gildistími korta er um hádegi 4° 2° 4° 1° 2° Alicante Basel Berlín 19° 12° 7° Billund Frankfurt Friedrichshafen 5° 8° 8° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 6° 6° 23° London Mallorca New York 9° 18° 14° Orlando Ósló París 23° 1° 11° San Francisco Stokkhólmur 16° 2° -1° 4 m/s 1° 6 m/s -2° 3 m/s -1° 4 m/s -2° 3 m/s -2° 3 m/s -6° 3 m/s 0° 1° 0° -5° -3° ALÞINGI Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþing- is, hefur lagt fram þingsálykt- unartillögu um hvernig eigi að minnast þess að árið 2015 verð- ur öld liðin síðan konur fengu kosninga rétt á Íslandi. Í greinargerð segir að mikil- vægt sé að minnast þessara tímamóta og um leið „blása til nýrrar sóknar í jafnréttis- málum“. Tillagan felur í sér að boðað verði til undirbúningsfundar þar sem kosin verður fram- kvæmdanefnd. Framkvæmda- stjóri verði ráðinn og tillögur verði gerðar um fjárframlög til verkefnisins á árunum 2013 til 2015. - þj Álykta um aldarafmæli: Kosningaréttar kvenna minnst ATKVÆÐAGREIÐSLA Árið 2015 verður liðin öld frá því að konur fengu kosninga rétt á Íslandi. Ráðgert er að minnast þess með veglegum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 235,6141 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,33 128,95 202,27 203,25 173,68 174,66 23,277 23,413 23,356 23,494 20,178 20,296 1,4052 1,4134 197,55 198,73 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 30.01.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Dansaðu þig í form með einföldum sporum, skemmtilegri tónlist og góðum félagsskap. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna • Þri og fim - 4 vikur • Zumba Toning, kl. 16:30 • Zumba Fitness, kl. 17:30 • Zumba Gold, 60 ára og eldri, kl. 11:00 • Þjálfarar: Eva Suto og Hjördís Zebitz • Hefst 5. feb. Verð kr. 12.900 LEIÐRÉTT Í blaði gærdagsins var ranglega sagt að Bjarni Benediktsson hefði mælt fyrir frumvarpi um samninga vegna Icesave í desember 2008. Hið rétta er að hann mælti fyrir áliti meirihluta utanríkismálanefndar til stuðnings þingsályktunartillögu um málið. Þá var sagt að fyrrverandi formenn Sjálf- stæðisflokksins hefðu gagnrýnt afstöðu hans í málinu en hið rétta er að það hefur aðeins einn fyrrverandi formaður flokksins gert; Davíð Oddsson. FRÉTTASKÝRING Mun ríkisstjórnin sitja út kjör- tímabilið? Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur hefur ekki haft þingmeiri- hluta síðan Róbert Marshall sagði sig úr þingflokki Samfylkingar- innar 11. október í fyrra. Síðan þá hefur hún því verið minnihluta- stjórn. Vaninn er að slíkar stjórnir semji við stjórnarandstöðu, eða að minnsta kosti hluta hennar, um stuðning, en sú hefur ekki verið raunin nú. Stjórnin hefur haft stuðning einstakra þingmanna í ákveðnum málum og komið mörg- um stórum málum í gegn. Nægir að nefna Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða í því efni. Eftir að Icesave-dómurinn féll á mánudag hafa þær raddir orðið háværari að réttast væri að ríkis- stjórnin færi frá og rætt hefur verið um að leggja fram tillögu um vantraust. Það var síðast gert í apríl 2011, þegar tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, var felld með 32 atkvæðum gegn 30. Síðan hafa orðið ýmsar vendingar og fækkað í stjórn- arliðinu um tvo; Róbert hjá Samfylkingu og Jón Bjarnason hjá Vinstri grænum. Litlar líkur eru þó á að tillaga um vantraust yrði samþykkt nú. Róbert og Guðmundur Steingríms- son eru á kafi í undir búningi kosn- inga með nýjum flokki, Bjartri framtíð, og flýting kosninga er ekki efst á óskalista þeirra. Þá hefur Hreyfingin lagt gríðarlega áherslu á breytingar á stjórnar- skránni og mun telja bestu leiðina til að þær náist fram þá sem núver- andi stjórn stendur fyrir. Þá má ekki gleyma því hve stutt er eftir af þinginu, en því verður frestað 15. mars. Yrði vantraust samþykkt nú er langlíklegasta niðurstaðan að stjórnin mundi sitja fram að kosningum sem starfs- stjórn. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa engar þreifing- ar verið um stuðning við van- trauststillögu utan Sjálfstæðis- og Framsóknar flokks. Sé ætlunin að leggja slíka tillögu fram, í kjölfarið á Icesave-dómnum, má segja að sú tillaga yrði að koma fram í dag. Enginn þing fundur er á morgun, vegna landsfundar Sam- fylkingarinnar, og næsta vika er kjördæmavika. Næsti fundur er því ekki fyrr en 11. febrúar og augna- blikið varðandi Icesave liðið hjá, auk þess sem rétt rúmur mánuður verður þá til kosninga. Staðan er því sú að komi ekki til vantrauststillögu í dag lítur hún trauðla dagsins ljós á yfirstandandi þingi. kolbeinn@frettabladid.is Litlar líkur á tillögu um vantraust á stjórn Ólíklegt er að fram komi tillaga um vantraust á ríkisstjórnina enda virðist slík tillaga ekki njóta meirihluta. Langlíklegast er að minnihlutastjórnin sitji fram að kosningum. Eftir daginn í dag er næsti þingfundur ekki fyrr en 11. febrúar. ALÞINGI Þrátt fyrir að njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna bendir fátt til annars en ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ísafjörður Mjólkurárvirkjun Ísaf jarð arlín a 1 Breiðadalslína 1 Bo lu ng ar vík ur lín a 1 Bolungarvíkurlína 2 Arnarfjörður Önundarfjörður Patreksfjörður Dýrafjörður VEIKU HLEKKIRNIR Á VESTFJÖRÐUM þingfundadagar eru eft ir fram að kosningum samkvæmt starfsáætlun. Þingi verður frestað 15. mars. 17 ORKUMÁL Núverandi ástand raforkumála á Vestfjörðum er óviðunandi, að mati Úlfars Lúðvíkssonar, sýslumanns á Ísa- firði og á Patreksfirði. Í tvígang í vetur hafa línur bilað í óveðri. Úlfar bendir á í yfirlýsingu að þegar verst var um áramótin hafi verið stutt í það að öll fjarskipti við Vestfirði rofn- uðu vegna rafmagnsleysis. Við slíkar aðstæður séu mönnum allar bjargir bannaðar og lífi og heilsu almennings ógnað. Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, sagði í kvöld fréttum Stöðvar 2 í gær að Almannavarnir myndu nú fara yfir málið ásamt fjar- skiptafyrirtækjum og orkufyrirtækjum. Þórður Guðmundsson, forstjóri Lands- nets, sagði í samtali við Fréttablaðið að vonast væri til að ástandið batnaði með nýrri varaaflsstöð, en hún kæmi ekki fyrr en á næsta ári. Varðandi mann- skap í línuviðgerðum segir Þórður að Orkubú Vestfjarða sjái um minni atvik samkvæmt samningi. „Það hefur gengið ágætlega en þegar svona stór og mikil áföll verða sendum við flokka til viðbótar úr bænum.“ Ekki standi til að breyta því fyrirkomulagi sem stendur. - þj Segir rafmagnsbilanir ógna lífi og heilsu almennings: Óviðunandi ástand vestra STANGAVEIÐI Veiðiréttareigendur í Norðurá í Borgarfirði höfnuðu því með yfirgnæfandi meirihluta í fyrrakvöld að ganga að til- boðum í útboði á leigurétti árinn- ar frá árinu 2014. Stanga- veiðifélag Reykjavíkur, sem haft hefur ánna á leigu í 66 ár, átti einu til- boðin, 83,5 milljónir og 76,5 millj- ónir króna. Veiðiréttar eigendur töldu þau ekki endurspegla verð- mæti leiguréttarins. „Ég leyni því ekki að ég er ákaflega svekktur yfir þessari stöðu, segir Bjarni Júlíusson, for- maður SVFR. sem útilokar ekki frekari viðræður. „Hugmyndir okkar áttu greinilega ekki uppá pallborðið þannig að ég sé ekki alveg hvað við gætum lagt fram í slíkum viðræðum.“ - th Tilboðum í Norðurá hafnað: Vonbrigði hjá formanni SVFR SVÍÞJÓÐ Sautján ára drengur frá Suður-Svíþjóð hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að verða systur sinni að bana. Morðið var svokallað heiðurs- morð. Drengurinn var sextán ára þegar hann myrti nítján ára systur sína með því að stinga hana yfir hundrað sinnum með tveimur hnífum og skærum. Drengurinn sagði lögreglu upphaflega að grímuklæddur maður hefði myrt hana. Konan hafði greint frá því að hún hefði verið gift manni gegn vilja sínum og að henni hefði verið nauðgað. - þeb Heiðursmorð í Svíþjóð: Átta ár fyrir að myrða systur BJARNI JÚLÍUSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.