Fréttablaðið - 31.01.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 31.01.2013, Síða 18
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Innilegar þakkir fyrir þátttökuna í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og stuðning við innanlandsaðstoð. Við komum gjöfinni þinni í þakklátar hendur, þangað sem hennar er virkilega þörf. www.help.is Innlán heimilanna drógust saman um 5 milljarða króna í desember. Er það þó nokkur mánaðar lækkun en til samanburðar lækkuðu inn- lán heimilanna samanlagt um 12,7 milljarða fyrstu ellefu mánuði síðasta árs. Þetta kemur fram í tölum sem Seðlabankinn birti í síðustu viku og greining Íslandsbanka vakti athygli á í Morgunkorni sínu í gær. Samanlögð innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum voru rétt ríflega 600 milljarðar króna um áramótin. Innlán hafa farið minnkandi frá því um mitt ár 2009 þegar þau voru rétt tæplega 800 milljarðar. Misserin á undan höfðu innlán hins vegar aukist mjög mikið þegar fjárfestar leit- uðu í aukið öryggi vegna vand- ræða í fjármálaheiminum. Í Morgunkorni Íslandsbanka frá í gær segir að samdrátt inn- lána upp á síðkastið megi meðal annars rekja til kaupmáttar- rýrnunar á tímabilinu og nei- kvæðrar raunávöxtunar innláns- reikninga sem hafi hvatt heimilin til að draga úr innlánum og auka neyslu. Þá megi rekja einhvern hluta lækkunarinnar til tilfærslu fjármagns í sjóði þar sem ávöxtun kunni að vera meiri. Telur greining Íslandsbanka að þessi síðastnefndi þáttur hafi raunar spilað sérstaklega stórt hlutverk í desember. Bendir hún því til stuðnings á þá staðreynd að innlendir verðbréfa-, fjár- festingar- og fagfjárfestasjóðir stækkuðu um 13,3% í mánuðinum, fóru úr 31,4 í 35,6 milljarða. Er sú hækkun talsvert umfram þá hækkun sem varð á verði hluta- og skuldabréfa í mánuðinum. - mþl Verðbréfasjóðir stækkuðu um 13,3% í desember: Innlán minnka og sækja í verðbréfasjóði 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 800.000 762.500 725.000 687.500 612.500 575.000 537.500 500.000 jan maí sep jan maí sep jan maí sep jan maí sep 2009 2010 2011 2012 ■ Eign verðbréfa-, fj ár- festingar- og fagfj ár- festasjóða í innlendum hlutabréfum (til vinstri) ■ Innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum (til hægri) INNLÁN HEIMILANNA OG EIGN SJÓÐA Í ÍSLENSKUM HLUTABRÉFUM millj. kr. millj. kr. Kauphöll Íslands vísaði alls átta málum, þar sem grunur var um markaðs- misnotkun, til Fjármálaeftirlitsins (FME) í fyrra. Hún vísaði auk þess tveimur málum þangað þar sem grun- ur lék á um ólögmæt viðskipti innherja. Alls vísaði Kauphöllin 21 máli til FME á árinu 2012. Þetta kemur fram í árs- skýrslu kauphalla á Norðurlöndum. Kauphöllin afgreiddi samtals 69 mál á árinu 2012. 43 þeirra voru vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf. Sjö þeirra mála voru afgreidd með athugasemdum en eitt með óopinberri áminningu. Níu málanna voru send áfram til FME til frekari rannsóknar. Fleiri mál til FME Alls afgreiddi Kauphöllin 26 mál vegna viðskipta með verðbréf. Átta þeirra voru afgreidd með athugasemd, sex mál voru felld niður en tólf send áfram til frekari rannsóknar hjá FME. Í árs- skýrslu kauphalla á Norðurlöndunum kemur fram að átta þeirra mála sem falla undir þennan flokk, og var vísað til FME til frekari rannsóknar, snúist um meinta markaðsmisnotkun. Tvö málanna voru vegna gruns um ólögmæt viðskipti innherja og tvö voru flokkuð sem „önnur mál“. Talsmaður Kauphallarinnar segist ekki geta tjáð sig um hverja málin snerta né hvert umfang þeirra er þegar leitað var eftir þeim upplýsingum í gær. Frétta- blaðið beindi fyrirspurn til FME um hvers eðlis málin voru en eftirlitið hafði ekki tök á því að svara fyrirspurninni í gær. Henni verður þó svarað. Málunum sem Kauphöllin afgreiddi fækkaði um níu á milli ára, en þau voru 78 árið 2011. Af þeim var tuttugu málum vísað til FME til nánari skoðunar, eða einu færra en í fyrra. Átta þeirra voru vegna gruns um brot á upplýsingagjöf félaga á markaði og tólf vegna viðskipta með verðbréf. Stöðvaði viðskipti tvisvar Í ársskýrslu um eftirlitsmál kauphalla á Norðurlöndum kemur einnig fram að við- skipti hafi verið stöðvuð tvívegis í Kaup- höll Íslands á árinu 2012. Í bæði skiptin var það vegna mála sem tengjast Íbúða- lánasjóði (ÍLS). Í fyrra skiptið, hinn 22. nóvember, voru viðskiptin stöðvuð vegna fréttar í Viðskiptablaðinu þar sem sagt var að sjóðurinn hefði áform um að breyta skilmálum íbúðabréfa þannig að þau yrði uppgreiðanleg. ÍLS sendi samstundis frá sér tilkynningu um að slíkt væri ekki framkvæmanlegt og að það yrði ekki gert nema í samstarfi við eigendur bréfanna. Opnað var aftur fyrir viðskiptin klukkan 10.20 sama morgun. Í skýrslunni segir að ástæða lokunarinnar hafi verið að mögu- lega verðmyndandi upplýsingar hefðu verið opinberaðar í fjölmiðlum. Aftur var lokað fyrir viðskipti með íbúðabréf 27. nóvember vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, for- manns velferðarnefndar Alþingis, við Bloom berg um að ÍLS vantaði tíu milljarða króna og að afnema þyrfti ríkis- ábyrgð á skuldabréfum hans. Ummælin þóttu sérlega óheppileg þar sem þegar hafði verið tilkynnt að ríkisstjórnin myndi skýra frá aðgerðum vegna ÍLS síðar sama dag. Í þeim aðgerðapakka var ekkert um að afnema ríkisábyrgð á skuldabréfum sjóðsins. Í skýrslunni segir að lokað hafi verið fyrir viðskiptin því grunur hafi leik- ið á um leka á verð myndandi upplýsing- um. thordur@frettabladid.is Átta markaðsmisnotkunarmál send frá Kauphöll til FME í fyrra Kauphöll Íslands sendi alls 21 mál til Fjármálaeftirlitsins í fyrra til frekari rannsóknar, einu máli meira en árið áður. Átta málanna voru vegna gruns um markaðsmisnotkun og tvö vegna gruns um ólögleg innherjaviðskipti. Tvívegis þurfti að stöðva viðskipti á markaði í fyrra. EFTIRLITSAÐILI Kauphöllin gegnir ákveðnu eftirlitshlutverki á íslenska markaðnum samkvæmt samstarfssamningi við FME og sendir mál þangað til frekari athugunar verði hún þess áskynja að lög kunni að hafa verið brotin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA er fj öldi eft irlitsmála sem Kauphöllin afgreiddi í fyrra. 69 er fj öldi mála sem lúta að viðskiptum með verðbréf. 26 er fj öldi verðbréfamála sem vísað var til FME.12 er fj öldi þeirra verðbréfa- mála þar sem grunur er um markaðsmisnotkun. 8 er fj öldi þeirra verðbréfa- mála þar sem grunur er um ólögleg innherjaviðskipti. 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.