Fréttablaðið - 31.01.2013, Qupperneq 24
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24
Nýtt frumvarp til náttúru-
verndarlaga liggur nú
fyrir Alþingi. Frumvarp-
ið er umdeilt og mikil
óánægja með marga hluti
þar hjá stórum hópi úti-
vistarfólks. Hér á eftir
fara nokkur dæmi um
hluti sem fólk er óánægt
með.
Í 32. grein kemur fram
að bannað er að keyra alls
staðar nema það sé sér-
staklega heimilað í ríkis-
gagnagrunni um leiðir. Það er
sem sagt allt bannað, nema það
sem er sérstaklega leyft. Ekki er
hefð fyrir þessari leið í íslensku
réttarfari auk þess sem ákvæð-
ið er alls ekki gott, hvorki fyrir
ferðafólk né náttúruna.
Ferðafólk getur fengið sektir
vegna utanvegaaksturs fyrir að
aka eftir slóðum sem ekki eru
í ríkisgagnagrunninum. Þetta
þýðir í raun að það má sekta fyrir
að ferðast eftir vegslóðum, þótt
engin náttúruspjöll verði af akstr-
inum. Hefur þú ekið fáfarna veg-
slóða í berjamó eða í veiðiferðum?
Í refsiákvæði laganna
kemur fram að ökutæki
megi gera upptæk, „nema
ökutækið sé eign manns
sem ekkert er við brotið
riðinn“. Þessu er beinlínis
beint gegn íslensku ferða-
fólki á eigin ökutækjum,
en ekki t.d. að erlendum
ferðamönnum sem sumir
skemma jafnvel landið
vísvitandi.
Í 46. grein segir að
tryggja skuli einveru.
Hvað þýðir einvera í þessu sam-
hengi? Ef ég fer inn á viðkomandi
svæði með vini mínum, eða hópi
fólks, er ég þá að njóta einveru?
Þetta er huglægt mat sem á varla
heima í lögum.
Meingallað
Tjöldunarákvæðið í 22. grein
er meingallað. Aðeins má nota
tvær tegundir tjalda, „hefðbund-
ið viðlegutjald“ og „göngutjald“.
Önnur tjöld, tjaldvagna o.þ.h.
má ekki nota nema á skipulögð-
um tjaldsvæðum. Sé rýnt í þessa
grein má jafnvel lesa út úr henni
að ekki megi slá upp tjaldvagni
á bílastæðinu heima hjá sér til
þurrkunar, nema þar sé óræktar-
land. Reykvíkingar sem ekki hafa
óræktarland hjá húsum sínum
þurfa þá líklega að leita á tjald-
stæðið í Laugardal til þurrkunar
á tjaldvagni sínum.
Umhverfisstofnun/-ráðherra
hefur heimild til að loka heilu
svæðunum, nánast án skýringa og
að eigin geðþótta eins og heimild
er veitt til í 25. grein. Hér er allt
of opinn möguleiki á misbeitingu
valds gegn ferðafólki.
Lítið sem ekkert samráð hefur
verið haft við stóran hóp útivistar-
fólks. Það er ótrúlegt að lög sem
skipta allt útivistarfólk máli skuli
hafa verið unnin án samráðs við
útivistarfólkið.
Í 19. grein er boðið upp á þann
möguleika að takmarka umferð
gangandi fólks um landsvæði. Ég
tel að þetta sé í fyrsta sinn sem
slíkt gerist í löggjöf á Íslandi og
gengur það þvert gegn fornum
almannarétti okkar.
Í almannaréttarkaflanum
segir að forðast skuli að valda
öðrum óþægindum og truflun
með hávaða. Hvað þýðir þetta
ákvæði? Er til dæmis óásættan-
legt að fara með börn til fjalla,
eða mega menn kallast á?
Útivistarfólk er mjög ósátt við
að lagaumhverfið í tengslum við
ferðalög á landinu er að verða það
flókið að næstum þarf að leita lög-
fræðilegs álits áður en haldið er í
fjallaferð.
Lítið samráð
Af ofantalinni upptalningu má
ljóst vera að lítið samráð hefur
verið haft við samtök útivistar-
fólks við samningu frumvarps-
ins og ef við miðum við allar þær
athugasemdir sem borist hafa við
það er ljóst að ekki hefur verið
haft mikið samráð við önnur þau
samtök er málið varðar. Mér virð-
ist sem aðilar málsins, þ.e. ráðu-
neytið annars vegar og hagsmuna-
aðilar hins vegar, leggi gjörólíkan
skilning í hugtakið „samráð“. Í
mínum huga felur samráð í sér að
allir aðilar máls komi saman við
samningu frumvarpsins og semji
það í sameiningu, sótt sé og gefið
eftir á víxl og allir fari sáttir frá
borði að gjörningnum loknum.
Einhvern annan skilning virðist
ráðuneytið leggja í hugtakið sam-
ráð og kristallast það kannski
í þeim fjölda athugasemda sem
komið hafa fram við frumvarpið.
Á vefsíðunni ferdafrelsi.is er
nú í gangi undirskriftasöfnun
til að mótmæla þessu frumvarpi
til náttúruverndarlaga. Ég hvet
fólk til að kynna sér það sem þar
kemur fram og skrifa undir ef
það er ósátt við frumvarpið. Ég
hvet þingmenn til að hafna frum-
varpinu eins og það er, svo hægt
sé að vinna að nýju frumvarpi í
sátt við þjóðina.
Starfshópur forsætis-
ráðuneytis sendi frá sér
skýrslu nýlega um sam-
þættingu mennta- og
atvinnustefnu. Skúli
Helgason, þing maður
Samfylkingar, leiddi
starfið með full trúum
ráðuneyta , háskóla ,
atvinnulífs og ASÍ. Farið
er yfir meginmarkmið
almennrar menntastefnu
hér á landi einkum frá
framhaldsskólalögum
2008. Hópurinn telur að
fyrirheit og framkvæmd þeirrar
menntastefnu, að allir stundi nám
við hæfi, hafi ekki gengið vel og
bendir á lægra menntunarstig á
íslenskum vinnumarkaði miðað
við önnur lönd, mikið atvinnu-
leysi hjá ungu fólki með lág-
marksmenntun, meira brotthvarf
úr framhaldsskólum en annars
staðar og skort á fólki með verk-
og tæknimenntun. Til að hækka
menntunarstigið þurfi mennta-
kerfið að verða skilvirkara og eru
tillögur hópsins í meginatriðum
tvíþættar. Í fyrsta lagi að spara
í menntakerfinu með styttingu
námstíma í grunn- og framhalds-
skólum og nota sparnaðinn til að
bæta starfsaðstæður, þjónustu,
tækjakost og námsgögn. Í öðru
lagi að aðlaga menntakerfið og
ákvarðanir um námsframboð að
þörfum atvinnulífsins. Hafa ber
áhyggjur af þessu misvægi sem
hópurinn bendir á en margt er
aðfinnsluvert í greiningu
hans, niðurstöðum og til-
lögugerð.
Órökstuddar fullyrðingar
Víða er að finna órök-
studdar fullyrðingar og
gögn vantar. Dæmi er
umfjöllun um brotthvarf
úr framhaldsskólum.
Ástæður brotthvarfs eru
flóknari en svo að fram-
haldsskólum sé einum
um að kenna. Bent skal
á mikla atvinnuþátttöku
nemenda sem bitnar oft á nám-
inu og sértækir náms erfiðleikar
hamla þeim sem eru í mestri
brotthvarfshættu. Skólarnir hafa
ekki úrræði gegn mörgu því sem
brottfallinu veldur. Lengi hafa
námshópar í framhaldsskólum
farið stækkandi sem þýðir minna
svigrúm kennara til að nota fjöl-
breytta kennsluhætti og minni
einstaklingsbundin samskipti
þeirra við nemendur. Þetta bitn-
ar á öllum nemendum, en mest
þeim sem þurfa sérstaka leið-
sögn. Til að minnka brotthvarf úr
framhaldsskólanámi þarf að rjúfa
vítahring slæmra starfsskilyrða
nemenda og starfsfólks skólanna.
Annað dæmi um órök-
studda fullyrðingu er að stytt-
ing námstíma í grunnskólum
og framhalds skólum minnki
brotthvarf úr námi og hækki
menntunar stigið. Einu rökin sem
tilfærð eru fyrir styttingu náms-
tíma er að hann sé almennt lengri
hér en í öðrum ríkjum OECD og
að hjá þeim teljist nemendur hafa
fengið nægan undirbúning fyrir
háskólanám 18 eða 19 ára gamlir!
Tafla á síðu 8 er marklaus því hún
sýnir bara dæmigerðan aldur við
upphaf háskólanáms í OECD en
ekki stundafjölda í námi íslenskra
grunn- og framhaldsskóla-
nemenda samanlagðan og í öðrum
löndum, frá byrjun skólagöngu til
upphafs háskólanáms. Stytting
námstíma ein og sér er hvorki
menntastefna né forgangsmál
hérlendis og órannsakað er hvort
styttingu fylgi minna brotthvarf
frá námi eða hærra menntunar-
stig.
Hörð átök urðu 2003-2008 um
stefnu þáverandi menntamálaráð-
herra Sjálfstæðisflokks að skerða
nám í framhaldsskólum með
styttum námstíma. Var sú stefna
vegin og léttvæg fundin með
góðum rökum. Stytting námstíma
er ófrjó menntaumræða. Hún
fellur illa að íslenskri mennta-
stefnu um að opinbera mennta-
kerfið eigi að vera fyrir alla og
að námstími frá byrjun grunn-
skóla til stúdentsprófs geti verið
breytilegur. Aðrir brýnni hlutir
eru framar í forgangs röðinni og
skipta samfélagið meira máli.
Ekki sést að hópurinn hugsi sér
að það að mennta fleiri nemend-
ur á skemmri tíma til stúdents-
prófs gildi líka um verk-og tækni-
námið.
Ekki er vikið að fjárframlögum
til skólastarfs í opinbera mennta-
kerfinu og alvarlegum áhrifum
niðurskurðar. Framhaldsskólinn
hefur búið við samfelldan niður-
skurð frá 2006 og sveitarfélögin
berjast í bökkum við rekstur
grunnskóla. Í fjárlagafrumvarpi
ársins 2013 sést að uppsafnað-
ar aðhaldsaðgerðir í framhalds-
skólakerfinu 2009-2013 nemi
fjórum milljörðum. Ráðuneytið
áætlaði útgjaldaaukningu 2008
á bilinu 1,3-1,7 milljarða vegna
innleiðingar framhaldsskólalaga.
Þeir fjármunir hurfu í efnahags-
hruninu. Engu fé á að verja til
grunnskólans til að innleiða nýja
menntastefnu. Engin merki eru
um að hópurinn hafi átt samræð-
ur við skólafólk, samtök kenn-
ara né skólastjórnenda sem hafa
bestu þekkinguna á skólastarfi og
aðstæðum þess.
„McDonalds-væðing“ menntunar
Hagsæld samfélaga ræðst mjög
af menntunarstigi þeirra. Rann-
sóknir á tengslum hagvaxtar
og menntunar sýna hins vegar
hvorki beint né einfalt samhengi
þar eins og oft er fullyrt. Aðferð-
in til að hámarka hagvöxt felst
ekki í því að fínstilla mennta-
kerfið og útgjöld til þess að
þörfum atvinnulífsins. Í skýrsl-
unni kemur fram oftrú á þessu
samhengi og einkennist sýnin á
menntakerfið af því sem nefnt er
„McDonalds-væðing“ menntunar,
ofuráhersla á hagræðingu og skil-
virkni. Litið er á nemendur sem
neytendur á markaði sem vilja fá
mikið fyrir lítið. Menntun hefur
ótvírætt gildi fyrir einstakling-
inn sem ekki er metið á mæli-
kvarða hagvaxtar og fjárfestinga.
Formaður starfshópsins sagði í
kynningu sinni að stytting náms-
tíma gæti sparað einn til tvo
milljarða á ári sem væri hægt að
nýta til að styrkja menntakerfið
og að vinnan hefði tekið mið af
þörfum atvinnulífsins fyrir fleira
verk- og tæknimenntað fólk. Í
skýrslunni er enginn gaumur gef-
inn að raunverulegu menntunar-
hlutverki framhaldsskólans,
viðmið um gæði náms eru ein-
skorðuð við fræðsluhlutverkið og
sams konar tæknilega nálgunin
á ferðinni og í stefnunni sem
reynt var að keyra í gegn 2003-
2008. Ámælisvert er að Sam-
fylkingin sem setur velferðarmál
á oddinn byggi menntamálastefnu
sína á gömlum og úreltum hug-
myndum sem sparkað var út úr
umræðunni fyrir löngu.
➜ Ámælisvert er að Sam-
fylkingin sem setur vel-
ferðarmál á oddinn byggi
menntamálastefnu sína á
gömlum og úreltum hug-
myndum sem sparkað var út
úr umræðunni fyrir löngu.
➜ Útivistarfólk er mjög
ósátt við að lagaumhverfi ð
í tengslum við ferðalög á
landinu er að verða það
fl ókið að næstum þarf að
leita lögfræðilegs álits áður
en haldið er í fjallaferð.
50%
Menntastefna byggð á úreltum hugmyndum
Hvað er að náttúruverndarlögunum?
MENNTUN
Aðalheiður Stein-
grímsdóttir
formaður Félags
framhaldsskóla-
kennara
NÁTTÚRA
Logi Már
Einarsson
ferðamaður