Fréttablaðið - 31.01.2013, Side 35
| FÓLK | 3TÍSKA
Safn tískuskólans FIT, Fashion
Institute of Technology, í New York
stendur fyrir sýningunni „Shoe
Obsession“ í febrúar. Á sýningunni
verður kafað í áráttu kvenna fyrir
skóm og sýndir frægustu, furðu-
legustu og ótrúlegustu skór sam-
tímans.
Um 150 skór verða á sýningunni,
meðal annars úr smiðju Manolo
Blahnik, Salvatore Ferragamo,
Christians Louboutin og Rogers
Vivier auk skótaus frá áhrifamiklum
tískuhúsum á borð við Balenciaga,
Alexander McQueen og Prada. Á
sýningunni mun einnig gefa að líta
skó úr eigu nokkurra tískudrósa eins
og skartgripahönnuðarins Lynn Ban
og tískugyðjunnar Daphne Guinness.
Sýningarstjóri er dr. Valerie
Steele, sem er höfundur bókarinnar
Shoes: A Lexicon of Style. Sýningin
verður opnuð 8. febrúar og stendur
til 13. apríl.
SKÓMANÍASKRAUT-GARÐAR
■ VALENTINO SUMAR 2013
Flíkurnar í sumarlínu Valentino
fyrir 2013 eru alsettar útsaum-
uðu flúri, sem minna um margt
á garðhlið og blóm. Garðurinn
var enda þemað við hönnun
línunnar en einn hönnuða
línunnar, Maria Grazia Chiuri,
sagði hugmyndina að baki
einmitt þá að garðurinn væri
hluti af lífi okkar allra og að
innblástur væri sóttur til fugla-
búra, blóma og garða
mismunandi menn-
ingarheima. Rauður
flúraður kjóll opn-
aði sýningu Val-
entino í París
í síðustu viku
en munstur
kjólsins sagði
Maria sótt
til flúraðra
hliðgrinda
sem opn-
ast út á
ítalska
ver-
önd.
■ ÁHUGAVERT
Nú stendur yfir í Stokkhólmi
tískuvikan 2013 en þar gefst
verslunareigendum tækifæri
til að skoða og kaupa haust-
og vetrartískuna 2013/2014.
Í kringum 800 vörumerki eru
í boði á
tískuvikunni.
Tískusýn-
ingar eru
fjölbreyttar
en einnig
eru ýmsar
uppákomur
tengdar
þessari viku
víða um
borgina.
Tískuvikan
stendur til
10. febrúar.
Flest eru
merkin
sænsk en
undan-
tekningin
er finnska
merkið
Marimekko
sem er með
litríkan sýn-
ingarbás.
Sænska fatamerkið Dagmar
hefur náð miklum vinsældum
undanfarið hjá frægum konum
þar í landi. Dagmar verður með
íburðarmikla sýningu á tísku-
vikunni í Stokkhólmi en margir
nýir hönnuðir munu einnig
sýna nýjustu framleiðslu sína.
Dagmar-vörumerkið, í eigu
systranna Sofiu Malm, Karin
Soderlind og Kristinu Tjäder
hóf framleiðslu árið 2005 og
þær fengu gullverðlaun fyrir
hönnun sína árið 2011. Þær
eru nú komnar í útrás og selja
víða um heim, meðal annars í
Harrods í London.
TÍSKUVIKA Í
STOKKHÓLMI
MCQUEEN Þeir
vöktu óskipta athygli
skórnir eftir Alexander
McQueen á tískusýn-
ingu í París árið 2010.
Ö Ð
Ö ÐUR
ö ö