Fréttablaðið - 31.01.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 31.01.2013, Síða 38
KYNNING − AUGLÝSINGVeisluþjónusta FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, 512-5423 Ábyrgðar maður: Jón Laufdal. FUNDIR - MÓTTÖKUR - VEISLUR NÝTT ÁR - NÝTT UPPHAF Í Kjós Í sveitasetrinu við Laxá í Kjós er stór og vandaður veislu- salur sem tekur um 80 manns í sæti og með gistingu fyrir allt að 40 manns. A ð e i n s 2 5 m í n . f r á Reykjavík. Í Borgarfirði Í sveitasetrinu við Grímsá er glæsilegur salur sem tekur allt að 70 manns í sæti og gisting fyrir allt að 36 manns. Í húsinu er gufubað og heitur pottur svo hægt er að slaka vel á eftir góðan dag. Aðeins 50 mín. frá Reykjvaík. www.hreggnasi.is Nánari upplýsingar í 892-9263 eða julli@hreggnasi.is og 661-0413 eða doddi@hreggnasi.is Bruschetta er vinsæll for-réttur um allan heim en upphaf lega er hann frá Ítalíu. Á hlaðborði er fallegt að hafa slíkt brauð með ýmsum áleggstegundum á stórum bakka. Flesir eru auk þess hrifnir af brauði og taka það fram yfir tertur. Bruschetta passar hvort sem er á kaffi- eða matarhlaðborð. Hér eru nokkrar uppskriftir að bruschettum sem gaman væri að prófa. Fyrst er það klassísk ítölsk brauðsneið með tómötum. Bruschetta með tómötum 4 msk. ólífuolía 5 hvítlauksrif, pressuð Tómatar 1 msk. balsamedik Fersk basillauf Salt og pipar 1 snittubrauð Smjör Hitið olíu á pönnu og steikið hvít- laukinn í um það bil eina mín- útu. Takið hvítlaukinn og olíuna af hitanum og setjið í skál. Kælið aðeins. Setjið niðurskorinn tómat, balsam edik og basil í skál. Bragð- bætið með salti og pipar. Hrærið öllu vel saman. Kælið í eina til tvær klukkustundir í ísskáp. Skerið snittubrauð í fallegar sneiðar. Bræðið smjör á pönnu og steikið brauðið á báðum hliðum. Það má líka raða brauðsneiðunum á bökunarplötu, setja smá ólífu- olíu yfir og grilla í ofni á báðum hliðum. Fylgist þó með að það brenni ekki. Setjið tómatana ofan á grillaða brauðið. Bruschetta með tómötum, mozzarella og basil 1 dós heilir tómatar, án vökva 1 bolli ferskt basil 4 msk. ólífuolía 6 hvítlauksrif Salt og nýmalaður pipar Snittubrauð Mozzarella-ostur Hitið ofninn í 200°C. Setjið tóm- ata, basil og tvö hvítlauksrif í mat- vinnsluvél og hrærið vel. Bragð- bætið með salti og pipar. Raðið snittubrauðsneiðunum á bökunarplötu. Bakið í um það bil þrjár mínútur. Nuddið síðan brauðið með hvítlauksrifi á grilluðu hliðinni. Leggið mozzarella-ost- sneið ofan á brauðið. Setjið a f t u r í o f n i n n í st ut ta st u nd eða þar til osturinn byrjar að bráðna. Takið út og setjið eina matskeið af tómatmaukinu ofan á hverja sneið. Skreytið með fersku basil. Bruschetta með rækjum og klettasalati 1 snittubrauð Ólífuolía Hvítlauksrif 3 msk. ólífuolía 1 skalotlaukur, smátt saxaður 1 hvítlauksrif, smátt saxað 450 g risarækjur, hreinsaðar 6 plómutómatar, smátt skornir ¼ bolli hvítvín ¼ bolli kjúklingasoð 3 msk. tarragon, smátt saxað 1 poki klettasalat ½ bolli mascarpone-ostur Hitið ofninn í 200 °C. Raðið brauð- sneiðunum á ofn- plötu og dreif- ið ólífuolíu yfir. Bakið í ofn- inum þar til brauðið tekur l i t . Nu d d- ið sneiðarn- ar með hvít- lauksrifi. Þ á e r hafist handa v ið að útbúa rækjurnar. Hitið 3 msk. af olíu á pönnu og setjið lauk og hvítlauk út í. Steikið í um það bil tvær mín- útur. Kryddið rækjurnar með salti og pipar og setjið síðan út á pönn- una. Steikið þar til rækjurnar verða bleikar eða í 3-4 mínútur. Takið þær síðan af pönnunni og skerið í bita. Nú er tómötum bætt á pönnuna og bragðbætt með salti og pipar. Látið malla þar til tómatarnir mýkjast í um það bil 4 mínútur. Hækkið hitann og setjið vínið út í og látið sjóða en þá er soðinu bætt saman við. Sjóðið niður. Takið af hitanum og bætið við tarra- gon, klettasalati, mascarpone og rækjum. Hrærið allt saman og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Raðið brauðinu á fallegt fat og setjið rækjusósuna á hverja sneið. Ítölsk bruschetta við allra hæfi Bruschetta er niðursneitt snittubrauð með ýmsu áleggi. Oft er brauðið grillað en þó ekki alltaf. Bruschetta hentar vel við hin ýmsu tækifæri, til dæmis sem lystauki, forréttur eða með á kaffi- eða matarhlaðborð. FRANSKAR MAKKARÓNUR Margir veigra sér við að baka franskar makkarónur og álíta það mikið vandaverk. Vissulega er það nokkurt nostur en ekki eins flókið og ætla mætti. Þessi litríku sætindi eru afar skemmtileg á eftirréttarborðið í veislum og því um að gera að spreyta sig. Uppruni frönsku makkarónunnar er eitthvað á reiki. Larousse Gastro- nomique, alfræðiorðabókin um matargerðarlist, segir makkarónuna hafa orðið til árið 1791 í klaustri nærri Cormery. Aðrir hafa rakið uppruna kökunnar til ítalskra kökugerðarmanna Katrínar af Medici en þá flutti hún með sér árið 1533 þegar hún giftist Hinriki II, konungi Frakka. Upp úr 1830 var farið að bera makkarónurnar fram tvær saman með kremi eða sultu á milli. Makkarónurnar eins og við þekkjum þær í dag urðu þó ekki til fyrr en snemma á tuttugustu öld í Ladurée-bakaríinu. Fjölbreytileiki frönsku makkarónanna er mikill, bragðtegundir óendan- legar og sama má segja um fyllinguna. Hér er hefðbundin uppskrift 3 eggjahvítur (við stofuhita, sumir vilja hafa þær nokkurra daga gamlar) 210 g flórsykur 125 g möndlur, fínt hakkaðar 30 g sykur Dálítill matarlitur Möndlur eru settar í matvinnsluvél og malaðar í fínt mjöl. Flórsykri bland- að saman við mjölið og þeytt í eina til tvær mínútur, þá er skafið með- fram hliðum og þeytt á ný. Blandan er sigtuð. Eggjahvítur þeyttar, sykri bætt út í í þremur pörtum og áfram þeytt þar til blandan er stíf. Nú má setja matarlit að eigin vali út í. Þurrefnum er nú blandað saman við eggjahvíturnar í þremur skömmtum. Sprautið kökur á stærð við tíkall á plötu með bökunar pappír, plötunni er slegið í borðið svo kökurnar verði sléttar. Þær látnar standa í 25 til 30 mínútur og bakaðar við 150 gráður í tíu til tólf mín- útur. Rjómakrem 2 dl rjómi 1 msk. flórsykur ½ tsk. vanilludropar Rjóminn er þeyttur. Síðan er flórsykri og van- illudropum bætt við í lokin.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.