Fréttablaðið - 31.01.2013, Page 64

Fréttablaðið - 31.01.2013, Page 64
31. janúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 Stórmyndin Lincoln verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er úr smiðju Stevens Spiel- berg og er meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna. Líkt og titill myndarinnar gefur til kynna fjallar myndin um síðustu fjóra mánuðina í lífi Abraham Lincoln, sextánda forseta Bandaríkjanna, og þreytulausa baráttu hans fyrir afnámi þrælahalds. Lincoln tók við embætti forseta þann 4. mars árið 1861 og gegndi því allt til dauða síns þann 15. apríl 1865. Kvikmyndin leggur áherslu á baráttu Lincolns fyrir afnámi þræla- halds og er byggð að hluta á bók Doris Kearns Goodwin, Team of Rivals: The Political Genius of Abraham Lincoln. Lincoln var alfarið á móti þrælahaldi og lagði mikið kapp á að lagabreyting yrði samþykkt áður en forsetatíð hans yrði á enda. Lagabreytingin hefði í för með sér bann við þrælahaldi í Banda- ríkjunum. Leikarinn Daniel Day-Lewis fer með hlutverk forsetans og hefur hlotið mikið lof fyrir. Framleiðandi myndar- innar, Kathleen Kennedy, lét þau orð falla að henni þætti sem Lincoln sjálfur kæmi til vinnu dag hvern og ekki Day-Lewis. „Hvern dag fékk ég hroll því mér fannst sem Lincoln sjálfur sæti fyrir framan mig,“ sagði Kennedy. Day-Lewis segist aldrei hafa þótt jafn vænt um nokkurn kar- akter sinn og þennan. „Ég hef aldrei áður fundið fyrir svo mikilli væntum- þykju í garð manneskju sem ég hef aldrei hitt. Ég tel að Lincoln hljóti að hafa sömu áhrif á alla þá sem gefa sér tíma til að kynnast honum,“ sagði Day-Lewis. Sally Field fer með hlut- verk Mary Todd Lincoln og Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk sonar þeirra hjóna, Robert Todd Lincoln. Með önnur hlutverk fara Tommy Lee Jones, David Strathairn og James Spader. Lincoln var meðal annars tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna, tíu Bafta- verðlauna og sjö Golden Globe- verðlauna og hlýtur níutíu prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes. com, rúm átta stig af tíu á vefsíðunni Imdb.com og 86 prósent á vefsíðunni Metacritic.com. Day-Lewis fann fyrir mikilli væntumþykju Daniel Day-Lewis fann fyrir mikilli væntumþykju í garð Abrahams Lincoln, en hann fer með hlutverk forsetans í Lincoln. Myndin er tilnefnd til fj ölda verðlauna. 12 ár var sá tími sem Steven Spielberg eyddi í rannsóknar- vinnu fyrir mynd- ina. EINSTAKUR FORSETI Daniel Day-Lewis fer með hlutverk Abrahams Lincoln í kvikmynd Stevens Spielberg. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á þessum einstaka manni. Líklegt er að kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum Entourage verði að veruleika. Kvikmynda- framleiðandinn Warner Bros mun framleiða myndina. Handritshöfundur þáttanna, Doug Ellin, mun skrifa handritið að myndinni og einnig leikstýra henni. Þá mun Adrian Grenier áfram fara með hlutverk leikar- ans Vincents Chase. Entourage voru sýndir á sjón- varpsstöðinni HBO á árunum 2004 til 2011 og eru þættirnir lauslega byggðir á uppgangi leik- arans Marks Wahlberg, sem jafn- framt er framleiðandi þáttanna. Entourage í bíóhús Kvikmynd byggð á Entourage verður að veruleika. MYND UM VINNIE Líklegt er að mynd byggð á þáttunum Entourage verði að veruleika. Leikkonan Eva Green fer með hlutverk tálkvendisins Övu Lord í kvikmyndinni Sin City: A Dame to Kill For. Leikstjórar myndarinnar, Robert Rodriguez og Frank Miller, sóttust upphaflega eftir Angelinu Jolie í hlutverkið. Leikarahópur myndar innar er stór og skemmtilegur og telur meðal annars Mickey Rourke, Bruce Willis, Rosario Dawson, Jaime King, Josh Brolin, Dennis Haysbert, Christopher Meloni, Jeremy Piven, Jamie Chung, Ray Liotta og Juno Temple. Líkt og áður sagði fer Green með hlut- verk Övu Lord, konu sem myrðir eiginmann sinn en kemur sökinni á fyrrverandi elskhuga sinn, leik- inn af Brolin. „Ava Lord er einn banvænasti íbúi Sin City. Sú sem tæki að sér hlutverk Övu þyrfti að geta túlkað margþættan persónu- leika hennar og Green getur það,“ sögðu Rodriguez og Miller í viðtali við The Hollywood Reporter. Leikur tálkvendi Eva Green fer með hlutverk í framhaldi Sin City. LEIKUR ÖVU Eva Green fer með hlutverk tálkvendis í framhaldsmynd Sin City. NORDICPHOTOS/GETTY Jennifer Lopez kemur aftur á hvíta tjaldið um helgina þegar hún leik- ur aðalhlutverkið á móti töffaran- um Jason Statham í hasarmyndinni Parker. Statham leikur atvinnu- þjófinn Parker. Eftir að hafa náð að framkvæma hið fullkomna rán var Parker skilinn eftir af félögum sínum til að deyja. Hann lifði það þó af og nú kemst ekkert að í huga hans annað en að ná fram hefndum á fyrrum félögum sínum sem eru leiddir áfram af manni að nafni Melander. Til að hafa hefndina sem áhrifaríkasta stofnar Parker til kynna við hina fögru Leslie, sem þekkir Melander betur en flestir aðrir. Teiknimyndin Hákarlabeita 2 verður frumsýnd á föstudag. Hug- rakki skrautfiskurinn Sær er þar í aðalhlutverki, eins og í fyrri mynd- inni sem er frá árinu 2006. Hinn illi Týr snýr hér aftur og hefur safn- að saman her hákarla sem ætla að hefna fyrir tap hans í síðustu mynd. Háfurinn Rúni bætist í lið Sæs litla og virðist í fyrstu vera góður liðs- auki. Það sem Sær og vinir hans vita þó ekki er að Rúni er í raun njósnari á vegum Týs. Nýjasta mynd Leos Carax, Holy Motors, verður frumsýnd í Bíói Paradís um helgina. Denis Lavant fer með aðalhlutverkið og honum til aðstoðar eru meðal annarra þokkagyðjurnar Eva Mendez og Kylie Minogue. Myndin vakti mikil viðbrögð á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra þar sem hún var afar umdeild. Hún fjallar um Óskar, sem flakkar á milli lífa og er til skiptis viðskiptajöfur, leigumorðingi, betl- ari, skrímsli og fjölskyldumaður. Hefndir, fl ækjur og sætir fi skar Auk Lincolns verða þrjár kvikmyndir frumsýndar í bíóhúsunum um helgina. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *S am kv æ m t p re nt m ið la kö nn un C ap ac en t G al lu p nó v. -s ep t. 20 12 Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu. 60% landsmanna skoða fjölpóst. Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! 75% íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa Fréttablaðið daglega. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi orn@365.is Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. LEITAR HEFNDA Í myndinni Parker vill titilpersónan ná fram hefndum á fyrrverandi félaga sína og fær hina fögru Leslie sér til aðstoðar. SÆ HUGRAKKI Fiskurinn hugrakki Sær þarf nú aftur að vernda Kóralrifið fyrir árásum Týs. FLAKKAR Á MILLI LÍFA Denis Lavant leikur Óskar, sem flakkar á milli lífa, í myndinni umdeildu Holy Motors. Eva Mendes fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.