Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 14
Í HAND HÆGUM UMBÚÐ UM NÝJUN G Þræddir, bræddir, snæddir. Í salatið, í nestisboxið, á ostapinnann og út í heita rétti. Það eru nánast engin takmörk fyrir möguleikum ostakubbanna. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA K ona nokkur er nú komin hátt í þrjá mán- uði á leið með fimmb- ura og er það í fyrsta sinn sem það gerist hér á landi, að sögn Huldu Hjartar- dóttur, yfirlæknis á kvennadeild Landspítalans: Aldrei áður hefur það gerst hér á landi að kona hafi orðið barnshafandi af fimmburum en fjórburar fæddust hér á landi árið 1998 þá er fjórar stúlkur komu í heiminn. Konan vill ekki láta nafn síns get- ið því hún og eiginmaður hennar standa nú frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort þau eigi að fara að ráðleggingum lækna og fækka fóstrunum. Þau vilja fá næði til að taka þá erfiðu ákvörðun en féllust á að segja lesendum Fréttatímans sögu sína, enda hér um einstæðan viðburð er að ræða. Um er að ræða hjón á þrítugsaldri, búsett í Reykja- vík en þau eru einmitt að leita sér að húsnæði um þessar mundir. Á von á fimmburum Hjón í Reykjavík standa frammi fyrir afar erfiðri ákvörðun sem er hvort þau eigi, samkvæmt læknis- ráði, að fækka fóstrum um þrjú niður í tvö! Konan gengur sem sagt með fimmbura og er þetta í fyrsta skipti sem slík gerist á Íslandi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við hina verðandi móður. Konan varð barnshafandi fyrir til- stuðlan tæknisæðingar með aðstoð lækna í Art Medica. Um er að ræða fimm egg sem frjóvguðust en að sögn Guðmundar Arasonar, frjósemislæknis á Art Medica, er afar sjaldgæft á heimsvísu að slíkt ger- ist og einsdæmi hér á landi, eins og áður sagði. Tæknisæðing fer þannig fram að konunni er gefið hormón til að örva vöxt og þroska eggbúa. Síðan er sæðisfrumur settar upp í leghol konunnar með örfínum plastlegg. Héldu að eggin væru tvö Að sögn konunnar voru gerðar rann- sóknir áður en tæknisæðingin fór fram sem leiddu í ljós að tvö egg hefðu losnað. Læknarnir sögðust hafa séð tvö önnur egg sem væru ekki þroskuð. Áttu hjónin, sem og læknarnir, því von á því að ef með- ferðin tækist vel myndu hjónin í mesta lagi geta vonast eftir tvíburum. Síðar kom í ljós að eggin voru að minnsta kosti fimm. „Við urðum að sjálfsögðu mjög ánægð þegar í ljós kom að meðferðin heppnaðist og þungunarprófið var jákvætt,“ segir konan í samtali við Fréttatímann. Ekki var gleðin minni í fyrstu sónarskoðun hjá Art Medica þegar tvö fóstur sáust. „Maðurinn minn fullyrti reyndar við mig eftir skoðunina að hann hefði séð þriðja fóstrið, en þegar ég kom í aðra sónarskoð- unina og sagði hjúkrunarfræðingnum frá því sagði hún að það væri mjög algeng missýn,“ segir konan. Hún hafði farið ein í aðra sónarskoðun því eiginmaður hennar var ekki á land- inu. „Vinur okkar keyrði mig, en beið úti í bíl á meðan. Ég sagði við hann í gríni, áður en ég fór inn, að nú myndum við fá að vita hvort börnin væru tvö eða þrjú – eða kannski fjögur. Mér fannst það mjög fyndið. Það var hins vegar ekki fyndið að sjá svipinn á hjúkrunarfræðingnum þegar hún horfði á skjáinn á meðan á sónarskoðuninni stóð. „Þetta er ekki gott,“ sagði hún og mér krossbrá. Hún sagði mér síðan að hún sæi ekki betur en að fóstrin væru fimm og ég fékk algjört áfall,“ segir konan. „Áfallið var eiginlega mest vegna þess að ég hélt að ég myndi þurfa að láta eyða þeim öllum því á þeim tímapunkti vissi ég ekki hvað hægt væri að gera í stöðunni. Síðan var útskýrt fyrir mér að það besta í stöðunni væri að láta fækka fóstrunum í tvö,“ segir hún. „Þegar ég kom út í bíl og sagði vini okkar frá þessu hélt hann náttúrulega að ég væri að grínast. Hann áttaði sig fljótlega á því að svo var ekki, þegar ég brast í grát. Ég hringdi svo í manninn minn strax og ég gat og sagði honum að við ættum ekki von á tveimur börnum heldur fimm og að læknarnir vildu að við fækkuðum þeim í tvö. Hans fyrstu viðbrögð voru að við skyldum reyna að eiga þau öll. En við erum að velta þessu öllu fyrir okkur í samráði við læknana,“ segir hún. Erfið ákvörðun Konan leggur ríka áherslu á að hún áfell- ist ekki læknana á Art Medica. „Þetta er engum að kenna. Þetta bara gerðist og nú verðum við bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Guðmundur hjá Art Medica segir að fimmburameðganga sé ein af auka- verkununum meðferðarinnar en ákaflega Hún sagði mér síðan að hún sæi ekki betur en að fóstrin væru fimm og ég fékk al- gjört áfall. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Hjón í Reykjavík eiga von á fimmburum. Konan fékk áfall þegar henni voru færð tíðindin, enda hélt hún að hún þyrfti að láta eyða öllum fóstrunum. Ljósmynd/Hari 14 viðtal Helgin 22.-24. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.