Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 20
Nýjung! D-vítamínbætt LÉttmJÓLK Landsmóðirin gegn forsetanum Ólafur Ragnar Grímsson kann þetta, segja sérfræðingar í ímyndarmálum. Hann hefur reynsluna og nýtir sér hana. Þóra ætlaði að verða hin bjarta landsmóðir en kemur því ekki nægilega vel til skila. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við sérfræðinga í ímyndarmálum um þá ímynd sem forsetafram- bjóðendurnir hefðu lagt upp með og kannaði einnig hverjir standa þeim að baki. E nginn fer einn í forsetafram- boð. Framboð til forseta Ís- lands krefst mikillar vinnu, gríðarlegrar skipulagningar og úthalds. Forsetaframbjóð- andinn ferðast um land allt og hittir fólk og því þarf að skipuleggja fundi, vekja á þeim athygli og sjá til þess að allt gangi þar snurðulaust. Ekki minna máli skiptir hvað frambjóðandinn segir á fundinum og hvernig hann kemur fyrir. Það þarf að falla að þeirri ímynd sem forsetafram- bjóðandinn leggur upp með í upphafi og aðdraganda kosningabaráttunnar. Ímynd- in þarf jafnframt að falla vel að þeirri pers- ónu sem býður sig fram svo hún sé sann- færandi og virki vel á kjósendur. Fréttatíminn leitaði til nokkurra sér- fræðinga í ímyndarmálum og fékk þá til að leggja mat á það hvaða ímynd hver frambjóðandi hefði lagt upp með og hvernig honum væri að takast að fylgja henni eftir. Góður forsetakandídat þarf að hafa yfir að búa nokkrum mikilvægum eigin- leikum. Hann þarf að vera vel menntað- ur, vel mæltur á erlenda tungu og hann þarf að geta fótað sig hvar sem er, inn- anlands sem utan. Hann þarf ennfrem- ur að vera lífsreyndur og hafa þurft að takast á við erfiðleika sem hafa mótað hann og þroskað. Góður forsetakandí- dat þarf að hafa framtíðarsýn og geta miðlað henni með sannfærandi hætti. Hann þarf jafnframt að hafa útgeislun og sterkan persónuleika, það sem nefnt hefur verið kjörþokki. Að mati þeirra sérfræðinga sem Fréttatíminn ræddi við er Ólafur Ragnar Grímsson sá forsetafram- bjóðendanna sex sem býr yfir flestum þeirra eiginleika sem nefndir eru hér að ofan. Endurspeglast það jafnframt í nýjustu skoðanakönnunum á fylgi frambjóðendanna. Þar eru tveir lang- efstir Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir en Ari Trausti Guð- mundsson fylgir þar á eftir. Hinir þrír eru með umtalsvert minna fylgi, Her- dís Þorgeirsdóttir, Hannes Bjarnason og Andrea Ólafsdóttir. Enn er þó rúm vika til stefnu og eins og reyndar kon- ur segja: vika er langur tími í pólitík. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Enn er þó rúm vika til stefnu og eins og reyndar konur segja: vika er langur tími í pólitík. 20 úttekt Helgin 22.-24. júní 2012 Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.