Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 22
22 úttekt Helgin 22.-24. júní 2012
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Kíktu á gjafatilboðin
lindesign.is
Einstakar búðargjafir
Áprentað
merki fyrirtækis
eða eigin hönnun
500 stk á aðeins
120.000 án vsk.
Höfuðklútar
fyrir öll
tækifæri!
Sími: 533-1510
elin@markadslausnir.is
Hlutlausi
fræðimaðurinn
Ari Trausti Guðmundsson
aritrausti.is
Ari Trausti lagði upp með þá ímynd
sem hann hafði þegar áskapað sér
sjálfstæði, hlutlausi, ópólitíski fræði-
maðurinn. Hann er í þriðja sæti, með
umtalsvert minna fylgi en Ólafur og
Þóra, og sleppur þar af leiðandi við
neikvæða athygli. Sumir halda því
jafnvel fram að hann hafi alltaf vitað
að hann yrði aldrei forseti þó svo að
hann telji sig hafa það fram að færa
sem þarf til. Hans sterkasta vopn er
hve mælskur hann er og hefur hann
jafnframt náð að gagnrýna sitjandi
forseta á trúverðugan hátt.
Ari Trausti hefur farið að fordæmi
sitandi forseta og fengið tengdason
sinn til liðs við sig í baráttunni, Rúnar
Þór Guðbrandsson. Hann hefur ekki
lagt áherslu á að fá fagmenn með
sér í baráttuna heldur treystir á
stuðning vina og vandamanna.
Mannréttinda-
prófessorinn
Herdís Þorgeirsdóttir
herdis.is
Herdís lagði upp með sömu ímynd
og hún hafði haft enda nokkuð
þekkt úr þjóðmálaumræðunni
þar sem hún hefur komið fram
sem gagnrýnn prófessor í lögum
sem leggur áherslu á mannrétt-
indi. Hún hefur hins vegar alltaf
verið í hlutverki gagnrýnanda
og greinanda og aldrei þurft að
svara fyrir neitt er varðar hana
sjálfa. Hún býr yfir mörgum þeim
eiginleikum sem nefndir eru hér að
framan, er vel menntuð, ágætlega
kynnt og nokkra lífsreynslu. Hún
fór því of seint af stað að mati
sérfræðinga, og hefði átt að hefja
undirbúning að framboði sínu fyrir
tveimur árum með því að koma
fram við opinber tækifæri og þess
háttar.
Í herráði Herdísar eru Dögg
Pálsdóttir lögmaður, mynd-
listarhjónin Hulda Hákon og Jón
Óskar, kvikmyndagerðarkonan
Elísabet Rónaldsdóttir, Guðrún
Ásmundsdóttir leikkona, Sigur-
laug Ragnarsdóttir, systir Ómars
Ragnarssonar, Jörgína Elínbjörg
Jónsdóttir, systkini Herdísar, Þor-
steinn og Sigríður, Jakobína Ingunn
Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur,
Nathan Kolbeinsson, formaður
ungra jafnaðarmanna í Reykjavík,
Jón Þór Ólafsson, Kristín Ómars-
dóttir og Guðný Oddsdóttir.
Með augum
útlendingsins
Hannes Bjarnason
jaforseti.is
Hannes lagði upp með þá ímynd
að vera sá sem sér samfélagið
með augum þess sem stendur
fyrir utan enda hefur hann búið í
Noregi í 14 ár. Hann hefur reynt að
nýta sér það sem styrk og bent á
það í viðtölum og umræðuþáttum
að hann hafi fylgst með því úr
fjarlægð sem hér hefur gerst. Auk
þess bendir hann á að hann sé af
þeim sökum ótengdur hagsmuna-
öflum hér á landi.
Í herráði hans sitja vinir og
skyldmenni, Ragnar Bjarnason
íþróttakennari, sem er búsettur
í Danmörku, er bróðir Hannesar
og einnig Rúnar Birgir Gíslason
og Sveinn Arnar Sæmundsson á
Akranesi.
Þjóðkjörni
fulltrúinn
Ólafur Ragnar Grímsson
olafurogdorrit.is
Ólafur Ragnar lagði upp þá ímynd
með að vera hinn þjóðkjörni
fulltrúi sem veitir ríkisstjórn-
inni aðhald og viðnám og sækir
atkvæði til þeirra sem eru and-
stæðingar óvinsællar ríkisstjórnar.
Ólafur talar einnig fyrir hönd
ákveðinna atvinnugreina, svo
sem sjávarútvegsins, stóriðju og
bænda. Hann gerir út á það sem
hann kallar óvissutíma og leggur á
það áherslu að nauðsynlegt sé að
vera með vanan mann í brúnni á
slíkum tímum.
Ólafur Ragnar hefur augljós-
lega stúderað frambjóðendur víða
um heim sem náð hafa árangri og
hagar sér eins og þeir. Hann tekur
til að mynda í höndina á öllum
þeim sem hann getur og kemur
fram við hvert tækifæri. Framboð
hans hefur staðið yfir í langan
tíma, í raun í mörg ár, og hefur
hann þar með forskot á aðra fram-
bjóðendur sem erfitt er að brúa.
Hann er vel undirbúinn hvar sem
hann kemur og er með tilbúin svör
við öllu. Veikleikar hans hafa verið
kortlagðir og mótsvör undirbúin,
svo sem gagnvart þeirri gagnrýni
að hann hafi setið of lengi, að hann
hafi þjónað útrásarvíkingum og að
hann sé of fjarlægur fólkinu.
Í herráði Ólafs sitja dætur hans,
Tinna og Dalla, og tengdasonur-
inn Karl Pétur Jónsson, eiginmaður
Tinnu. Kosningabaráttunni stýrir
Ólafía B. Rafnsdóttir. Svo er því
haldið fram að lögmaðurinn
Sigurður G. Guðjónsson sé þar
einnig en hann er þá sá eini af upp-
runalegu herráði Ólafs Ragnars frá
árinu 1996 þegar hann var kjörinn
forseti í fyrsta sinn.
Bjarta
landsmóðirin
Þóra Arnórsdóttir
thoraarnors.is
Þóra lagði upp með þá ímynd að
verða forseti á borð við Vigdísi
Finnbogadóttur. Ímyndin sem
hún leitaðist við að ná var að vera
hin bjarta landsmóðir sem veitir
öllum öryggi og fólki líður vel með.
Hún spilar á sameiningatáknið og
ætlaði sér að koma inn í baráttuna
eins og ferskur blær líkt og Vigdís
gerði á sínum tíma. Henni virðist
þó ekki takast að koma þessari
ímynd til skila og hefði, að sögn
eins sérfræðings, betur varið tíma
í að stúdera það hvernig Vigdís
kom fram, skoðað myndbönd með
henni og hlustað á hana.
Þóra er vinsæl sjónvarpskona
sem fólk er hrifið af. Hins vegar
virðist sem hún hafi ekki það sem
þarf til að þjóðin sameinist um
hana sem forseta, ef marka má
skoðanakannanir. Þó má benda á
að Þóra er með álíka mikið fylgi nú
og Vigdís þegar hún náði kjöri sem
forseti árið 1980 þegar atkvæðin
dreifðust jafnar á frambjóðendur
en nú virðist vera raunin.
Þóra er með mikinn og stóran
hóp stuðningsfólks á bak við sig.
Í herráði hennar situr eigin-
maðurinn Svavar Halldórsson,
Friðjón R. Friðjónsson, fyrrum
aðstoðarmaður Bjarna Benedikts-
sonar, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, Hreinn Hreinsson, Ingvar
Sverrisson, Gaukur Úlfarsson, sem
er maðurinn á bak við Silvíu Nótt
og Jón Gnarr borgarstjóra, Sigrún
Þorgeirsdóttir kosningastjóri
og Guðrún Pétursdóttir, fyrrum
forsetaframbjóðandi. Aðrir nánir
ráðgjafar eru sjónvarpskonurnar
Inga Lind Karlsdóttir og Svanhildur
Hólm Valsdóttir og fjölmiðakonan
Katrín Bessadóttir, sambýliskona
Helga Seljan, fréttamanns á RÚV.
Einnig má nefna Andrés Jónsson
almannatengil og Ásdísi Ólafs-
dóttur, vinkonu Þóru.
Afsprengi bús-
áhalda byltingar
Andrea J. Ólafsdóttir
andreaolafs.is
Andrea lagði upp með þá ímynd
að vera málsvari lýðræðisins
enda hefur hún barist fyrir hags-
munum almennings sem formaður
Hagsmunasamtaka heimilanna
um skeið. Hún er nokkurs konar
afsprengi búsáhaldabyltingarinnar
og ætlar sér meðal annars að
halda þjóðfund um hlutverk
forsetans nái hún kjöri.
Í herráði hennar sitja vinir og
fjölskylda auk fólks sem tók þátt
í búsáhaldabyltingunni. Einn
ráðgjafa hennar er Þórður Björn
Sigurðsson, fyrrum formaður
Hagsmunasamtaka heimilanna og
núverandi starfsmaður þingflokks
Hreyfingarinnar.
Framundan er lokahnykkurinn í baráttunni um Bessastaði en kosningar fara fram laugardaginn 30. júní.
Sex frambjóðendur keppa um atkvæði þjóðarinnar.