Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Side 24

Fréttatíminn - 22.06.2012, Side 24
É g gleymi oft því sem ég hef verið að gera yfir árið. Í janúar var ég að velta mér upp úr því að ég hefði ekki gert neitt á síðasta ári. Ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá að ég hafði samið óperu. Ég var bara búinn að gleyma því,“ segir Barði Jóhanns- son tónlistarmaður sem situr afslapp- aður við eldhúsborðið á heimili sínu í Reykjavík. Bara svona ósköp venjulegt heimili; í það minnsta við fyrstu sýn. En þarna býr ekkert venjulegur maður. Það er til dæmis hreint með ólíkindum að hægt sé að gleyma heilli óperu, Red Waters; tónlistarverki sem Barði samdi með Keren Ann og sýnd var fyrir fullu húsi í Theatre National d’Orleans í Frakk- landi síðasta vetur. Nú er stefnt að því að breyta verkinu í teiknimynd. Hann hlýtur að vera að djóka! Verkið er viðamikið og of stórt fyrir Ísland. Það er of dýrt að flytja það heim. Og segja má að Ísland sé líka of lítið fyrir Barða, ekki það að hann sé eitt- hvað merkilegur með sig, hreint ekki. Vinir hans segja hann hæverskan og að hann haldi sig til hlés, flíki ekki sínu. En hann er stórhuga, þótt hann virðist á sama tíma mjög jarðtengdur – og af- kastamikill. Hann sá fljótt að ef hann ætlaði að lifa á tónlistinni nægði íslenski markaðurinn honum ekki. Barði herj- aði á Frakkland. „Ég ákvað að fara til Bretlands og Frakklands. Ég fór á fund hjá tveimur fyrirtækjum. Fékk tilboð frá þeim báð- um; annað hét Delabel, hitt EMI Pu- blishing. Á þeim tíma voru bæði fyrir- tækin í eigu sama aðila. Þau vissu ekki hvort af öðru og máttu ekki bjóða á móti hvort öðru. Þannig að ég endaði í Frakklandi.“ Þetta var síðla árs 2002 eða fyrir tíu árum. Lifir og hrærist í tónlist Barði lifir og hrærist í tónlist og segja má að plöturnar séu gæluverkefnin. Hann semur stef og tónlist fyrir sjón- varpsþætti, í auglýsingar og kvik- myndatónlist auk þess sem hann vinnur með ólíkum listamönnum; oft frönskum, undir hinum ýmsu merkjum. Þá er sem bílaframleiðendum líki sér- staklega vel við verk Barða: Citröen-, Lancia-, Hyundai- og Volkswagen Pas- sat-auglýsingar notast við lög hans, svo dæmi séu tekin. „Ég gæti aldrei lifað af því að vera bara í hljómsveit, það tekur óendanleg- an tíma og er kostnaðarsamt, þannig að það verður að vera „balance“ svo að endar nái saman.“ Þessa stundina vinnur Barði að ann- arri plötu Lady and Bird með Keren Ann og hefur að auki verið að vinna með frönsku söngkonunni Mélanie Pain úr hljómsveitinni Nouvelle Vague. Hann er einnig með fjórðu plötu Bang Gang í smíðum – en það var Bang Gang sem kom honum á kortið árið 1998. „Þessi nýja plata hefur reynst vera óendanlegt verkefni. Bang Gang-plöturnar koma alltaf á fimm ára fresti og ég lendi í öðru á milli.“ Annað, glænýtt verkefni, sem líklegt er að taki býsna mikinn toll af tíma Barða er að semja alla tónlist í næstu kvikmynd Luc Jacquet – franska Ósk- arsverðlaunahafans sem gerði frægu myndina um mörgæsir sem sló í gegn; March of the Penguins. Hann var að rita undir samninginn nú í vikunni. Blekið er vart þornað. Ekkert of stórt eða of flókið Stoppar þig ekkert af? „Nei, það er aldrei neitt of stórt eða of flókið. Það eru bara áskoranir. Þeim mun ólíklegra sem útlit er fyrir að verkefnið komist í höfn þeim mun spenntari er ég að vinna í því. Þessa dagana er þó tíminn af svo skornum skammti að ég verð að velja vel.“ Barði viðurkennir að það hafi þó ekki allt gengið upp sem hann tekur sér fyrir hendur. „Þegar ég fór fyrst til London, sagði maður við mig: Heldur þú að þú getir farið til útlanda og bókað fundi hjá útgáfufyrirtækjum og fengið samning? Hann sagði þetta í hæðnistóni, en það var nákvæmlega það sem ég gerði. Síð- an þá hef ég einhvern veginn látið vaða og látið reyna á hlutina.“ Fullt af verkefnum. Flott ferilskrá tónlistarmanns, en hver er hann? Barði er 37 ára, útskrifaður úr Menntaskól- anum í Reykjavík og einnig af handíða- braut Fjölbrautarskólans í Breiðholti. Hann tók nokkra áfanga í íslensku í Háskólanum, vann fjölbreytt störf sem unglingur; var sundlaugarvörður, í garðrækt og stóð við bensíndælu svo dæmi séu tekin. Hann á litla dóttur og á bandaríska kærustu. Bara svona hefð- bundið líf í grunninn. Punktur. Barði vill ekki ræða prívat-lífið. Hvers vegna ekki? Hann segir að sér finnist það ekki eiga erindi við fjöldann. „Sumir sjá ástæðu til að fara með hvert smáatriði lífs síns í blöðin. Það eru svo margir sem vilja fjölmiðla heim Brjálað að gera hjá Barða Barði Jóhannsson hefur sett mark sitt á Frakkland. Leyndur tónlistarmarkaður, segir hann og bendir á að sá franski sé einungis einu prósentustigi minni en sá breski. Hann velur úr verkefnum og segja má að hann vaði í þeim líka, enda fjölhæfur; vinnur að nýrri plötu með Lady and Bird, einnig Bang Gang plötu og semur tónlistina bæði við sjónvarpsseríuna Pressu 3 og við heimildarmynd um tónlistarhúsið Hörpu. Svo var hann að undirrita samning um að semja alla tónlist, ásamt Keren Ann, í næstu kvikmynd óskars- verðlaunahafans Luc Jaquet, sem gerði hina eftirtektarverðu mynd um mörgæsamarsinn; March of the Penguins. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir raskaði vinnudegi Barða í miðri viku í Reykjavík. til sín og inn í einkalífið sitt. Mér finnst bara fínt að leyfa þessu fólki að fá sitt pláss og leyfa því að njóta sín. Mér finnst fínt að gera bara mitt.“ Hann hefur því reist vegg um líf sitt og stendur um það vörð. Og hon- um stendur ekki á sama um sé farið með fleipur. „Yfirleitt hjálpa ég ekki illa undirbúnu fjölmiðlafólki þegar ég mæti í viðtal. En ég fór í viðtal hjá ágætri stúlku á einhverri útvarpsstöð hérna heima. Hún var búin að undirbúa sig ótrúlega vel, búin að láta gera stjörnukort og allt. Þetta var klukkustund- ar útvarpsviðtal og hún byrjar: Jæja, Barði. Nú ert þú fæddur 10. október. Ég svara: Nei, 10. september. Hún hvítnaði í framan og endurtók nei, 10. október, er það ekki? Þú ert að grínast, er það ekki? Nei, svaraði ég. Og hún var búin að undirbúa sig vel, hafði farið á Wikipediu og fengið rangan afmælisdag. Allt í rugli og ég ákvað að vera mjög næs og hjálpa henni.“ Barði forðast einnig að veita upplýsingar um verkefnin í sjónmáli. „Ég vil frekar tala um hlutina þegar þeir hafa gerst. En þá virðast þeir ekki eins spennandi í augum fjölmiðlafólks. Það virðist meira spennandi ef möguleiki er á að verkefni muni gerast, hvort sem það verði svo að veruleika eða ekki,“ segir hann. „Stundum finnst mér eins og menn hlaupi í blöðin með verkefni sem eru á frumstigi til þess að fá klapp á bakið hjá vinum eða á barnum. Svo verður ekki neitt úr neinu, en það er aldrei fjallað um afrakst- urinn.“ Gríma, ímynd eða hann sjálfur? Umfjöllun um Barða hefur átt það til að snúast um viðmót hans í fjölmiðlum. Hann virkar afar rólegur og stundum jafnvel snú- inn. Setur hann upp grímu, vill hann ná fram ákveðinni ímynd sem poppstjarna eða er hann svona? „Mér finnst þetta skemmtilega vanga- veltur,“ segir hann. „Sko, þegar þú ferð í viðtal í sjónvarpi og sérð spyrilinn skipta um karakter þegar kveikt er á myndavél- inni og hann verður allt önnur manneskja Ég er bara ekki þessi hressa týpa og það þurfa ekki allir að vera eins þó svo að það virðist henta þjóð- félaginu best. Ef ég væri í grunn- skóla í dag veit ég ekki hvaða lyfjum væri búið að dæla í mig til að lækna sköpunar- hæfileikana. Framhald á næstu opnu Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Barði í París. Tón- listarmaðurinn er með annan fótinn í Frakklandi og hefur náð að marka sér spor meðal Frakka. Mynd/Jeaneen Lund 24 viðtal Helgin 22.-24. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.