Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Síða 32

Fréttatíminn - 22.06.2012, Síða 32
Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, sendi Fréttatímanum eftirfarandi athugs- asemd: „Ágæti ritstjóri Í síðasta tölublaði Fréttatímans er grein um það hvernig lýsendur og sérfræðingar standa sig í umfjöllun RÚV um EM í fót- bolta. Gott og vel. Ekki er hægt að gera athugasemd um það að fjölmiðill taki þetta vinsæla efni til skoðunar. Það hlýtur þó að vera lágmarkskrafa að það sé gert af sanngirni og hófsemi – og þó einkum og sér í lagi að dómar séu felldir af nafn- greindum einstaklingum. Þetta fer alvar- lega úrskeiðis í Fréttatímanum. Þar eru meiðandi ummæli látin falla, án þess að nafngreindur einstaklingur beri ábyrgð á þeim. Það dugar auðvitað engan veginn að gera 10 nafngreinda álitsgjafa ábyrga fyrir einstökum ummælum. Þá bætir ekki úr skák að á lista álitsgjafa eru menn sem starfa fyrir keppinauta RÚV og geta því á engan hátt talist hlutlægir álitsgjafar. Furðu vekur að blað sem býður sér sjálft inn á heimili fólks skuli standa fyrir atvinnurógi og einelti sem þessu gagnvart nafngreindum einstaklingi, Adolf Inga Erlingssyni, sem hefur meira en 20 ára reynslu sem íþróttafréttamaður. Menn mega auðvitað hafa sína skoðun á störfum hans og hæfileikum, en að ráðast í skjóli nafnleyndar að æru hans á opin- berum vettvangi er óþolandi. Fréttatím- inn kemst að þeirri niðurstöðu að Adolf Ingi sé versti lýsandinn, og lætur m.a. þessi ummæli falla: „Það má kæfa hann mín vegna.“ „Þátttaka hans hlýtur að vera eitthvað grín.“ „Dolli er verstur. Þarf eitthvað að ræða það?“ Það á engin manneskja skilið að sitja undir svona meiðandi dómum um sína persónu, hvað þá börn og aðrir aðstandendur viðkomandi. Ég fer fram á að ritstjóri Fréttatímans biðjist afsökunar á þessum skrifum í næsta tölublaði. Með kveðju.“ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. K Kaupmáttur Bandaríkjadollars hefur rýrnað um 90 prósent á liðnum hundrað árum og Kanadadollar hefur rýrnað enn meir. Und- anfarin 50 ár hefur verðbólga í ensku pundi samtals numið 2554 prósent en margir gjaldmiðlar hafa rýrnað hraðar. Í þeim hópi er íslenska krónan, eins og Frosti Sigurjóns- son rekstrarhagfræðingur bendir á í nýju hefti Þjóðmála þar sem hann talar um það þekkta vandamál sem rýrnun gjaldmiðla er, en orsökin felst jafnan í of hröðum vexti pen- ingamagns í umferð. Saga íslensku krónunnar, frá því að hún var skilin frá þeirri dönsku stuttu eftir að Ísland fékk fullveldi, er ekki glæsileg þegar horft er á hversu mikil virðisrýrnun hennar hefur verið og því ekki furða að ýmsir velti fyrir sér hvort ekki kunni að vera betra að leggja hana niður og taka upp annan gjaldmiðil, einhliða eða í tengslum við aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Spurningin er hins vegar sú hvort krónan sé rót vandans eða óstöðugt gengi hennar fremur birtingarmynd dýpri vanda. Ef svo er, munu gjaldmiðilsskipti draga úr vandanum eða gera það erfiðara og dýrara fyrir samfélagið að takast á við vandann? Þessu veltir Erlendur Magnússon framkvæmdastjóri fyrir sér í sama hefti tímaritsins og spyr, að vonum, hvort ekki sé vænlegra að ráðast að rót vandans og gera krónuna með þeim hætti stöðugri og verð- lagsþróun hérlendis meira í samræmi við verðlagsþróun í öðrum vestrænum löndum. Á sama tíma og leiðtogar G-20 hópsins funda um það með hvaða ráðum megi bjarga evrusvæðinu og koma í veg fyrir upp- lausn hljóta menn að velta þessu fyrir sér í ljósi þess ástands sem ríkir meðal margra þeirra Evrópuþjóða sem tekið hafa upp sam- eiginlegan gjaldmiðil. Þær standa frammi fyrir miklum efnahagslegum, pólitískum og samfélagslegum vanda sem enn sér ekki fyrir endann á, vanda sem reynist erfitt að leysa án þjóðargjaldmiðils, eins og Erlend- ur bendir á í grein sinni. Það að íslenska krónan hafi ekki reynst vel þýði ekki að upp- taka erlends gjaldmiðils muni reynast betur. Vænlegra sé því að beina kröftunum fremur að því að leiðrétta það sem við höfum gert rangt fram til þessa og gert krónuna, þjóðargjaldmiðil okkar, að betri gjaldmiðli til framtíðar. Í gegnum tíðina eru tvær meginástæður fyrir sveiflum í gengi krónunnar og hlut- fallslega hárrar verðbólgu umfram það sem gerist í öðrum löndum, eins og Erlendur bendir á, annars vegar ytri áföll sem raska viðskiptakjörum og hins vegar agaleysi Ís- lendinga í efnhagsmálum. Við hin ytri áföll ráðum við ekki og verðum að bregðast við afleiðingum þeirra en taka má á agaleysinu. Birtingarmynd þess er meðal annars ör út- gjaldaaukning hins opinbera sem oft er fjár- mögnuð með lántökum eða tímabundinni tekjuaukningu á þenslutímum. Sveitarfélög hafa ekki síður verið óábyrg en ríkið. Of ör útlánavöxtur banka og annarra útlána- stofnana er annað dæmi agaleysis þar sem mótaðilar útlánastofnana í óhófslántökum eru fyrirtæki og heimili. Í þriðja lagi er þekkt fyrirbrigði hérlendis, óhóflegir kjara- samningar. „Vilji menn,“ segir Erlendur, „stöðugt gengi og verðbólgu í takti við það sem gerist í nágrannalöndum okkar verða launahækkanir að takmarkast við framleiðniaukningu og alþjóðaverðbólgu – það skiptir engu hvað gjaldmiðillinn heitir, undan þessu skilyrði verður ekki vikist.“ Temji Íslendingar sér slíkan efnahags- aga þarf, að mati greinarhöfundar, ekki að skipta gjaldmiðlinum út til þess að ná fram stöðugleika. Að þeim orðum hljótum við að gefa gaum. Verðgildi krónunnar myndi eftir sem áður sveiflast hóflega á móti gengi annarra gjaldmiðla. Slíkar breytingar eru eðlilegar í þróuðu hagkerfi en hið mikilvæg- asta yrði eftir, krónan sem öryggisventill við skyndileg ytri áföll sem flýtti aðlögun og dreifði kostnaði af áföllunum nokkuð jafnt yfir samfélagið. Króna eða upptaka erlends gjaldmiðils Ráðast þarf að rót vandans Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV Lýsendur og knattspyrnusérfræðingar Frammistaða sé metin af sanngirni og hófsemi Árétting Þeir sem gegna áberandi störfum, eins og lýsendur og sérfræðingar EM-keppni í knattspyrnu í sjónvarpi, þurfa að sæta því að skiptar skoðanir eru á frammistöðu þeirra. Eftir þeim skoðunum var leitað í hópi nafn- greindra álitsgjafa Fréttatímans. Þar settu þeir fram lof og last, meðal annars á Adolf Inga Erlingssyni íþróttafréttamanni, sem var í senn talinn versti lýsandinn og sá besti. Við þarf hann að una. Fyrstu ummælin af þremur sem fréttastjóri RÚV tilgreinir eru hins vegar ósmekkleg. Í slíkum samantektum tala menn gjarna tæpitungulaust, eins og vera ber, en ummæli eiga ekki að vera meiðandi. - ritstj. H E LGA R BL A Ð FERÐIR SÉRBLAÐ 107 ÞÚSUND LESENDUR* * capacent lestur í maí 2012 12 til 80 ára. Í Fréttatímanum í næstu viku verður allað um ferðalög frá ýmsum sjónarhornum. Ef þú ert að bjóða ferðir eða þjónustu og vilt koma því á framfæri í kraftmiklum miðli hafðu samband. Fréttatíminn kemur út í um 82.000 eintökum, er dreift um allt land og er eitt mest lesna blað landsins. Hafðu samband við Baldvin í síma 531 3311 eða á baldvin@frettatiminn.is Þú nærð til markhópsins þíns hjá okkur 32 viðhorf Helgin 22.-24. júní 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.