Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Side 36

Fréttatíminn - 22.06.2012, Side 36
4 garðar Helgin 22.-24. júní 2012  hveragerði sýning um helgina Harðgerð tré og runnar fyrir garða og skógrækt Úrval dekurplantna: | Alparósir | Klifurplöntur | Rósir | Sígrænir runnar | Ávaxtatré | Berjarunnar Sími 483 4840 | GSM 698 4840 Heimasíða: www.natthagi.is Netfang: natthagi@centrum.is Ólafur Njálsson garðyrkjusérfræðingur Opið kl. 10:00 - 19:00 frá sumardeginum fyrsta og fram á haust. © P ál l J ök ul l 2 01 2 h elgina 22. - 24. júní 2012 verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í fjórða sinn í Hveragerði. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og þúsundir gesta hafa sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði hefur verið. Blómaskreytar, garð- yrkjufræðingar og áhugafólk um garðyrkju sjá að venju um skreytingar á sýningunni, en í ár er þema sýningarinnar „sirkus“ og munu skreytingar bera dám af því. Garðyrkjufélagið hefur frá upphafi átt formlega aðild að sýningunni og GÍ-félagar hafa tekið þátt í að skreyta sýningar- svæðið. Að venju verður félagið með fallegan kynningarbás miðsvæðis við lystigarðinn, á móti íþróttahúsinu. Að þessu sinni mun félagið einnig vera með bókasölu, þar sem í boði verður fjöldi bóka um gróður og garða á góðu tilboði, auk papp- írs-pottaranna vinsælu. Fyrir þá sem áhuga hafa á að ganga í fé- lagið, verður lukkupottur þessa helgi og þeir sem eru heppnir fá glaðning með félagsskírteininu. Gróðurunnendur er hvattir til að leggja leið sína í Hveragerði um helgina, þar ættu allir ald- urshópar að finna eitthvað við sitt hæfi. Leikir og leiktæki eru í boði fyrir þá yngstu, glaðlegar og fjölbreytilegar blómaskreyt- ingar út um allan bæ og blóma- sirkustjald í íþróttahúsinu, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hafa Hvergerðingar opna garða sína og bjóða gestum upp á garða- súpu; sjá nánar í dagskrá sýn- ingarinnar. Enginn aðgangs- eyrir er inn á sýningarsvæðið, aðgangur er öllum opinn og sjálfsagt að drífa sig á vit blóm- legra sirkus ævintýra og gera helgina eftirminnilega. Valborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Íslands Garðyrkjufélagið á sýningunni Blóm í bæ Hesturinn var ein skreyting félaga í GÍ á Blóm í bæ 2011. H E LGA R BL A Ð FERÐIR SÉRBLAÐ 107 ÞÚSUND LESENDUR* * capacent lestur í maí 2012 12 til 80 ára. Í Fréttatímanum í næstu viku verður allað um ferðalög frá ýmsum sjónarhornum. Ef þú ert að bjóða ferðir eða þjónustu og vilt koma því á framfæri í kraftmiklum miðli hafðu samband. Fréttatíminn kemur út í um 82.000 eintökum, er dreift um allt land og er eitt mest lesna blað landsins. Hafðu samband við Baldvin í síma 531 3311 eða á baldvin@frettatiminn.is Þú nærð til markhópsins þíns hjá okkur

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.