Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 41

Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 41
EKTA ÍSLENSKT SUMAR Tímans þungi niður Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL É Ég fékk sendingu á Facebook um daginn, þess efnis að tuttugu ár væru liðin frá útskrift úr grunnskóla. Þetta gat nú ekki staðist því mér finnst ég ekki degi eldri en tuttugu og sjö. Þetta gekk illa upp en reynd- ist við nánari athugun á rökum reist og ég virðist, saklaus, orðinn að gamlingja. Kominn í hóp fólks sem getur vitnað í hluti sem gerðust fyrir tugum ára. Vera mín í þessari grúppu er mér hins vegar alls ekkert gleðiefni. Ég er nefnilega „glasið er hálf tómt-maður“ og er bara ekkert að komast yfir þetta með aldurinn. Finn ekki gleðina í því að eldast og lít á fólk sem segir það æðislegt að fá fleiri ár í reynslubankann með undrunarsvip. Þetta byrjaði allt rétt upp úr tvítugu. Þá voru ekki aðrar kvaðir á manni en þær að reyna að mæta sæmilega í skólann og finna peninga fyrir bensíni á hvurja þá bíltík sem ég fékk að keyra. Það var um þetta leyti sem ég áttaði mig á því að þegar foreldrar mínir voru á sama aldri voru þau að eignast börn og stofna heimili. Sum sé fullir ábyrgðar og gagn- legir einstaklingar í þjóðfélaginu að gera það sem fullorðið fólk á að gera. Nokkuð sem ég forðaðist að leiða huga að. Eins og gefur að skilja hefur leiðin fyrir mann sem mig legið niður á við eftir hvern afmælisdag. Þegar nú er komið við sögu er ég að óðum að nálgast þann aldur sem amma var á þegar hún varð fyrst amma. Þetta er sem sagt að verða búið! Nú mætti ætla að ég sé fjörgamall með annan fótinn í gröfinni en svo er reyndar ekki. Ég er ekki einu sinni orðinn fertugur en, guð minn góður, hvað ætli gerist í hausnum á mér við þau tímamót? En þau færast auðvitað óumflýjanlega nær með degi hverjum. Þennan óþroska minn má rekja til þess að ég byrjaði ekki að eignast börn fyrr en um þrítugt og held því barnaafmæli á meðan margir jafnaldrar eru nýbúnir að splæsa í fermingarveislu og það styttist jafn vel í bílpróf hjá börnum þeirra bráðþroskuðustu. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að í grunninn breytist fólk sáralítið að loknu skyldunámi. Þar hafi flest þau persónueinkenni komið fram sem á annað borð koma fram. Ég þori að veðja að áhugamál flestra eru nokkurn veginn þau sömu. Kannski með smá tilfæringum sem aðallega felast í því að geta nú löglega keyrt mótorhjól og bíla auk þess að áfengi er hægt að kaupa af ríkinu í stað þess að kaupa sér sull hjá sprúttsölum. Óþroskinn er þannig ekkert að eldast af mér, nú tveggja barna föðurnum, enda veit ég ekkert betra en að leika mér á fjallahjólum, hanga í Playstation, elda eitthverja óhollustu og gefa mér alveg rosalega langan tíma í það; nú eða horfa á imbakassann uppi í sófa og hundsa allt og alla. Ég bara næ ekki nokkru sambandi við þennan ábyrgðafulla einstakling sem samfélagið ætlast til að ég sé. Get eiginlega ekki beðið eftir því að börnin verði að fúlum unglingum sem sofa allan daginn, spila tölvuleikina mína fram á nótt og yrði ekki á mig. Vandamál mitt er að þá verð ég sennilega á pari við margan langafa frá fyrri tíð. Te ik ni ng /H ar i TAKE AW AY T ILBO Ð 56 2 38 38 SUÐURLANDSBRAUT 12 | LAUGAVEGUR 81 BRAGAGATA 38a 16”PIZZ A 24 95.- með tveim ur ále ggju m & 12” MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 2 16”PIZZ A 34 95.- af m atseð li & 16” MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 3 16”PIZZ A 18 95.-með tveim ur ále ggju m 1 Helgin 22.-24. júní 2012 viðhorf 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.