Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Síða 44

Fréttatíminn - 22.06.2012, Síða 44
36 veiði Helgin 22.-24. júní 2012 Mögnuð fiskifluga Jensens  Fluguveiði Halldór Bragason J á, ég er nú bara enn að klóra mér eftir mýbitið,” segir Dóri Braga tónlistar-maður sem var að detta í höfuðstað- inn eftir góðan túr úr Laxá í Mývatnssveit. Dóri hefur árum saman verið forfallinn fluguveiðimaður. Ástríða sem er slík og engu lík að hann heldur því fram að það að ætla sér að tala um hana sé eins og að blaðra um fallhlífarstökk uppí sófa – orðin verða hjóm miðað við upplifunina. En, eftir fortölur getur hann ekki stillt sig, frekar en aðrir veiðimenn, að tala aðeins um þessa dásemd sem engu líkist. „Já, við vorum þarna saman okkrir veiði- félagar, sumir sem stundað hafa veiði- mennsku í Mývatssveitinni mjög lengi. Ég hef lært þarna allt sem ég kann í fluguveiði, við að veiða Laxá í Mývatnsveit með reynd- um félögum. Var lengi vel sem fermingar- drengur, mögnuð á eins og allir vita sem til þekkja.“ Háskóli fluguveiðinnar Dóri og félagar voru á urriðasvæðinu, efsta svæðinu þar sem menn veiða urriða. Laxinn gengur ekki þar uppeftir, heldur er hann neðan stíflu. „Þarna var Stefán Jóns- son útvarpsmaður, einfættur með flugu- stöng og dvaldist þarna lengi við veiðar. Þarna eru fornfrægir veiðistaðir, leynistaðir og þarna er beitt öllum aðferðum flugveið- innar sem þekkjast; sökklínur, hægsökkv- andi línur, flotlínur, stórar stangir, litlar stangir, þurrflugur og svo framvegis.“ Þrátt fyrir þetta segist Dóri allan gang á því hversu mikill viðbúnaðurinn er eða hversu mikið menn verða að vera „gír- aðir“ í topp. Menn geti komist af með góða „sexu“ en svo eru þarna staðir sem kasta þarf býsna lang og þá vilji menn jafnvel vera með tvíhendu. „Eins og í Mjósundi, þar getur verið langt að kasta fyrir suma. En, við erum að tala um háskólann í flug- veiðum. Menn koma allstaðar að úr heim- inum því þarna geta menn sett í mjög væna urriða ef svo ber undir; sem verða þá alveg brjálaðir, mjög fúlir og dansa á sporðinum, taka sporðadansinn – þetta eru tökur sem eru engu líkar. Síðan er eins og myrkraöflin sjálf hafi plantað þarna allskyns gróðri, hríslum, runnum og hvönn við árbakkana og þar vilja línur flækjast, einmitt þegar þú ert við það að taka nákvæmlega hið ör- lagaríka kast sem á að gefa.“ Sveittur í dásamlegri náttúrunni Þetta er með öðrum orðum ákaflega krefj- andi á sem reynir á alla þætti fluguveið- innar. „Annað sem er krefjandi við Laxá í Mývatnssveit er að þú þarft að labba á veiðistaðina. Þú ert mikið á labbinu þannig að í þessu felst talsverð líkamsrækt. Menn eru þarna sveittir og þurfa að vera hreyfan- legir. Átta veiðistaðir á víðfeðmu svæði. En það getur verið mjög skemmtilegt líka því þetta er gríðarlega fallegt svæði. Fara með stöngina út í náttúruna innan um alls- kyns fugla og gróður. Áin er svo falleg. Ég hef sjaldan notið þess sem nú,“ segir Dóri sem hefur haldið til veiða í Mývatnssveitina undanfarin tíu ár eða svo. „Sumir hafa farið þangað reglulega í kvartöld og eru enn að læra eitthvað nýtt.“ Hann leitar orða til að lýsa upplifuninni sem hann segir einstaka. Og það þrátt fyrir að mýið væri eilítið að hrekkja menn síðasta daginn og fiskurinn hafi reynst smærri og minna af honum en oft áður. „En menn voru engu að síður að setja í væna fiska og gera ágæta veiði. Ég setti í einn sem var 67 sentímetrar. Hann hefði undir eðlilegum kringumstæðum átt að vera sex pund, því þarna eru fiskar feitir, en var nú ekki nema rúmlega fimm. Þetta virðist ekki komið almennilega í gang enn, sennilega vorað seint.“ Stóra sinfónía lífsins Þessum helsta forvígismanni blústónlistar- innar vefst tunga um tönn þegar hann er spurður hvort þetta sé þá hreint alls enginn blús á árbakkanum, því hann vill nú meina að blús-hugtakið sé ólíkt margþættara en svo að það nái aðeins yfir einhvers konar depurð. „En, neinei, þetta er enginn blús á árbakkanum,“ hlær Dóri. „Ég tók ukulele með í ferðina. Við Róbert Þórhalls bassa- leikari vorum með tónleika í veiðiskál- anum; á kassabassa og ukulele. Það var ágætt.“ Dóra veitist erfitt að skilgreina það ná- kvæmlega hvað veldur því að svo margir tónlistarmenn sæki í fluguveiðina. „Ég held að þetta sé svipuð áskorun. Það þarf ákveðna sköpun í fluguveiði. Sem ég held að eigi vel við tónlistarmenn. Þú þarft ákveðinn rythma í köstin og svo framvegis. Og svo er þetta líka eitthvað allt annað en tónlistin. En, flugveiðar eru eins og stóra sinfónía lífsins. Þegar maður er við á eins og Laxá í Mývatnssveit. Fuglar í tuga teg- unda tali svamla um, náttúran og þú tengir við ána eins og menn tengja við tónlistina. Kannski svipað.“ Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is ... menn [geta] sett í mjög væna urriða ef svo ber undir; sem verða þá alveg brjálaðir, mjög fúlir og dansa á sporðinum, taka sporða- dansinn - þetta eru tökur sem eru engu líkar. Enginn blús á bakkanum Veiðisíða Fréttatímans greip Halldór Bragason tónlistarmann, aka Dóra Braga blúshund Íslands númer eitt, glóðvolgan þar sem hann var að koma úr árlegri veiðiferð úr Laxá í Mývatnssveit. Dóri Braga með illilegan urriða sem hann setti í við Hrafnstaðaey; 67 sentímetrar, rúmlega fimm punda fiskur sem brást ókvæða við og steig sporðadansinn í ómótstæðilegri töku.  Fluga vikunnar BJörgvin Halldórsson „Ég get ekki farið að velja Peacock eða Nobbler,“ segir Elvis Íslands, Björgvin Halldórsson. Fréttatíminn fékk Björg- vin til að velja flugu vikunnar. Þetta eru engar smá kanónur sem koma að valinu þessa vikuna, goðsagnir í ís- lensku tónlistarlífi hvorki meira né minna, því eftir nokkra umhugsun lá valið fyrir: „Fiskifluga Jensens!“ segir Bó um leið og hann snýr sér að því að segja blaðamanni af ævintýrum hans og Jóns Elvars Hafsteinssonar gítar- leikara í Þingvallavatni þar sem þeir lönduðu vænum bleikjum... „með hin- um Pólverjunum og Portúgölunum.“ Það er ekkert „go“ fyrr en Bó segir og þegar valið lá fyrir var ekki úr vegi að heyra í höfundi flugunnar, sjálfum Engilbert Jensen fyrrum forsöngvara Hljóma með meiru, en það eru nokkur ár síðan hann hannaði þessa frægu flugu: „Þetta er ein af þessum flugum. Ég fæ myndir í hausinn og svo hnýti ég. Þetta er einhver sköpunargáfa. Ég þarf ekki annað en sjá einhver efni þar sem ég er að þvælast um og þá koma svona vitranir. Listræna genið sem er í manni,“ segir Engilbert. Engilbert segir svo frá að hárskeri sinn hafi mokað upp bleikju, mörgum kílóum, á einmitt þessa flugu úr Þing- vallavatni. „Leit ekki við neinu öðru. Ég gaf rakaranum mínum svona flugu, borga ekkert í peningum heldur flugum og það borgaði sig fyrir hann; fór með fullt af fiski heim.“ Engilbert er ánægður með flugu sína sem upphaflega var hugsuð sem laxafluga, sem hún er og segir að Pálmi Gunnars- son, tónlistarmaður og fluguveiði- geggjari haldi ekki vatni hennar vegna; segist ekki þurfa aðra en þessa með sér á veiðistað. Jakob Bjarnar Grétarson ritstjorn@ frettatiminn.is Dóri Braga er til þess að gera nýlega kominn til landsins en hann spilaði fyrir um hálfum mánuði á Bluesfestivali í Kan- sas fyrir 96 þúsund manns.  veiðigræjurnar stangir og flugur Dóri á, líkt og allir fluguveiðigeggj- arar, margar stangir. En beðinn um að nefna einhverja eina til- tekna þá verður stöng að gerðinni Echo II fyrir línu númer fimm fyrir valinu. „Þetta er hröð og öflug stöng sem ég nota mikið. Hönnuð af hinum fræga stangveiðimanni Tim Rajeff, þeir bræður eru yfir- hönnuðir hjá G-Loomis, og hann smíðaði þennan gæðagrip.“ Flugurnar sem Dóri notaði helst í Mývatsveitinni voru púpur en ekki straumflugur. „Ég veiði mikið andstreymis á púpur og hefur gengið mjög vel með það. Ég var helst að ná þeim þannig núna. Þá er þetta hefbundið; Peacock, Pheasant Tail, Krókurinn og ýmsar aðrar nymph-ur.“ Þetta eru flugur sem Dóri hnýtir sjálfur: „Já, við vorum þarna félagarnir úr hannyrðafélaginu Peacock, hittumst yfir vetrarmánuðina reglulega, borðum góðan mat saman og stundum svo hannyrðir okkur til hugarhægðar.“ Vopnabúr Dóra Braga Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Fiskifluga Jensens birtist höfundi hennar, Engilberti, sem vitrun. Pálmi Gunnarsson hefur hana í hávegum og segist myndi velja hana ef hann mætti bara velja eina.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.