Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 46
38 golf Helgin 22.-24. júní 2012 Ingvi Hrafn er „Boogie-man“  Golf Úttekt á Hamarsvelli í Borgarnesi s ól skein í heiði og fuglarnir sungu þegar golfspekingar Fréttatímans stigu út úr blaðamannabílnum á hlaði Hamars- vallarins í Borgarnesi. Sannkallað golfæði hefur ríkt á Íslandi undan- farin ár og er þar ekkert lát á; fyrir- tæki og sveitarfélög hafa áttað sig á þessu fyrir löngu sem og þeir sem starfa að ferðaþjónustu gera sér fulla grein fyrir þessu - allir vilja tengjast golfíþróttinni. Fyrsti mað- urinn sem við rákumst á, þarna í hlaðinu, var sjálfur Kjartan Ragn- arsson leikstjóri. Kjartan hefur unnið frumkvöðlastarf með Land- námssetrinu í Borgarnesi. Og kom nokkuð á óvart að sjá þennan mikla menningarinnar mann með golf- settið, einbeittan á svip á leiðinni til að taka hring. „Kjartan kemur hér á hverjum degi, hann og hans kona,“ segir Jóhannes framkvæmdastjóri Hamarsvallarins sem telur þetta fara vel saman; menningartengda ferðaþjónustu og svo golf. Til stóð að plata hinn litríka sjónvarpsstjóra Ingva Hrafn í að lóðsa Frétta- tímamenn um völlinn en hann var önnum kafinn við að taka upp Hrafnaþing á ÍNN og ræða við sína Heimastjórn um kolómögulega rík- isstjórn. En það var ekki í kot vísað að fara um völlinn í fylgd Jóhann- esar sem hefur verið framkvæmda- stjóri Hamarsvallar allt frá árinu 2007, þegar vellinum var breytt í 18 holu golfvöll. Jóhannes og hans menn búa svo vel að völlurinn sjálfur er eins og risastórt auglýs- ingaskilti þar sem hann blasir við frá þjóðveginum þeim sem eru að fara norður eða koma þaðan. Ekki þarf að efa að margur golfgeggjar- inn hefur nagað sig í handarbökin að vera að fara eitthvert annað en nákvæmlega þangað á blíðviðris- dögum. Afslöppuð stemning Það sem fyrst vekur eftirtekt er hversu rólegt og notalegt and- rúmsloft er á vellinum. Eitt helsta einkenni vallarins er golfskálinn sjálfur, reisulegt hús sem áður var sveitabær, Hamar, og Jóhannes segir að mikið sé lagt uppúr að þar sé heimilisleg stemmning; þar geta golfarar fengið sér heimilislega máltíð. Þar er gistirými fyrir átján manns en að auki er við völlinn eina golfhótel landsins, Hótel Hamar þar sem er eru þrjátíu herbergi - draumur golfarans. Og þangað förum við til að fá golfbíl áður en lagt er af stað. Það vekur strax eftirtekt hversu allt er snyrtilegt á vellinum, og segir Jóhannes að hann hafi ætíð lagt sérstaka áherslu á það. Segir að sé þessu vel við haldið sé umgengnin í takti við það. Og allt verður auðveldara. Við teigana er kort af hverri braut á reisulegum stuðlabergsstólpum, gjöf Sparisjóðs Borgnesinga á sínum tíma til golf- klúbbsins. Eins og Ingvi Hrafn segir er Hamarsvöllurinn skógar- völlur og þar hefur verið plantað gríðarlega mikið af trjám. Völlurinn er þannig þröngur víða og eins gott að halda sig á brautinni ef menn ætla að ná góðu skori. Skógarvöllur Það kemur á daginn að Jóhannes er enginn aukvisi með kylfurnar, segist reyndar ekki í æfingu en á þrátt fyrir það tvö pútt fyrir erni. Jóhannes játar aðspurður að hann hafi á sínum tíma verið keppnis- maður í íþróttinni og þá er ekki spurt um forgjöf. Sérlegir golfspek- ingar Fréttatímans - blaðamaður og ljósmyndari – göslast á eftir, halda vitaskuld engan veginn í við framkvæmdastjórann en þó gengur allt vonum framar í einstakri veður- blíðunni; engar kylfur eru brotnar að hætti Ingva Hrafns áður en hann varð þessi þroskaði golfspilari sem hann nú er orðinn. (Sjá „Heimavöll- urinn minn“.) Undan fáu er hægt að kvarta, völlurinn er bráðskemmti- legur og Jóhannes útskýrir fyrir blaðamönnum ýmsar breytingar sem hann er með í pípunum. Mikil hugsun býr að baki hönnun golf- valla, landslagsarkítektúr. Þeir í Borgarnesi eru hvergi nærri hættir. Og víðernin og glæsilegt útsýnið blasa við hvert sem litið er. Plássið virðist ótakmarkað en hönnun átján holu vallarins byggir á þeim gamla níu holu velli ekki þannig að bætt hafi verið níu holum við heldur er sá gamli undirliggjandi bæði á fyrri níu sem og seinni. Þegar þangað er komið, að 10. teig, en haldið er frá golfskálanum í norðurátt, en áður stefndu menn í átt til Reykjavíkur, segir Jóhannes að honum þyki sá hluti vallarins skemmtilegri. Það var og. Einstakar vatnshindranir Ein holan tekur við af annarri og á seinni níu er að finna þá holu sem er mörgum golfaranum hugleikin, hún nálgast óðum, sú 16. sem er úti í eyju. Vatnakerfið í átt að Hvítá er einstakt og segist Jóhannes geta stjórnað yfirborði vatns með aðferðum sem eru handan skiln- ings blaðamanns. En þarna er sem sagt að finna ógnvekjandi vatna- hindranir; einkum við holu 16 og segir Jóhannes að þegar líða tekur á sumarið sé vatnið beinlínis hvítt, þá vegna fjölda golfkúla sem liggja í vatninu. „Hún hefur tekið toll af ýmsum,“ segir Ingvi Hrafn um þessa tilteknu holu sem er að verða einskonar einkennishola vallarins, ásamt vitanlega Langárbrautinni: „Menn með þrjá í forgjöf hafa átt í stökustu erfiðleikum með hana og þar er stutt úr birdie yfir í fimm- faldan boogie,“ segir sjónvarps- stjórinn sem furðar sig á því að allir þrír, Fréttatímamenn og Jóhannes hafi komist klakklaust í gegnum þessa hindrun; pöruðu allir eins og fínir menn. Kannski er það ekki síst vegna þess hversu kátir menn luku hring og vildu helst ekki fara þegar að því kom. Það má sannarlega mæla með Hamarsvellinum, sem er býr yfir kostum beggja; sveitarvöll- ur en samt klassa-golfvöllur. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettatiminn.is Golfparadís í Borgarnesi Golfsérfræðingar Fréttatímans tóku Hamarsvöllinn í Borgarnesi út í fádæma veðurblíðu nýlega. Þeir nutu leiðsagnar framkvæmdastjóra vallarins, Jóhannesar Ármannssonar, sem sannarlega má vera stoltur af sínum velli og því góða starfi sem þar hefur verið unnið. Jóhannes Ármannsson. Les flötina og ekki í fyrsta skipti. Ljósmynd/Hari.  HEimAvöllurinn minn Hamarsvöllurinn í Borgarnesi „Ég er „boogie-man“ og mjög sáttur við það. Þá áttu séns á „birdie“ og kastar ekki kylfu þó þú farir á tvöföldum „boogie“. Ís- lenska forgjöfin mín er 16,1. Sú ameríska er 22. Kemur til af því að fyrir þremur sumrum átti ég þrjá svakalega hringi, uppá 43 punkta og lækkaði úr 19 niður í 15. Svo hef ég ekki spilað mikið og maður hækkar bara um núll komma einn í hvert skipti,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson. Ingvi Hrafn er sannarlega enginn ný- græðingur í golfinu. Hann lærði íþróttina þegar hann var við nám í Madison, Wis- consin í Bandaríkjunum, árið 1967. Hann gengst fúslega við því að hann hafi átt erfitt með að hemja skapsmunina ef golf- kúlan vildi ekki fara þangað sem henni var ætlað. „Framan af átti ég erfitt með skapið en nú er ég gamall og yfirvegaður, þrosk- aður golfspilari, enda að verða sjötugur.“ Sjónvarpsstjórinn litríki upplýsir að hann ætli einmitt að halda uppá stóraf- mælið 27. júlí með opnu golfmóti á Ham- arsvellinum, en það verður jafnframt opið mót ÍNN - sjónvarsstöðvar Ingva Hrafns. Aðspurður hvort menn séu ekkert í því að staupa sig úti á velli segir Ingvi Hrafn það af og frá. Sú sé liðin tíð: „Nema í ein- hverjum djókmótum. Ef Tiger Woods myndi fá sér einn tvöfaldan Jack Daníels þá myndi hann spila eins og hálfviti.“ En, að heimavelli Ingva. „Ég er gríðar- lega stoltur af því að vera meðlimur í þess- um klúbbi, með þeim mönnum og konum sem hafa unnið það þrekvirki að koma Hamarsvellinum í fremstu röð. Þetta er háklassavöllur og nú er við sjóndeildar- hring að geta haldið þar landsmót,“ segir Ingvi en þarna, í Golf- klúbbi Borgarness, hefur hann verið hart- nær í tuttugu ár. „Þetta voru níu holur. En þröngur hópur manna, um 30-50 manns hafa haft veg og vanda af öllu. Sumir farn- ir yfir móðuna miklu og aðrir ungir sem nú eru miðaldra, en á tíu árum hefur þetta byggst úr því að vera níu holu sveitarvöll- ur í átján holu völl. Þetta er í raun fyrsti skógarvöllurinn á Íslandi enda höfum við gróðursett þarna fimm til tíu þúsund plöntur. Við höfum verið gríðarlega passa- samir með reksturinn, sem alltaf hefur skilað hagnaði og þegið lágmarks styrki.“ Jakob Bjarnar Grétarson jakob@ frettatiminn.is Heilsueldhúsið heilsurettir.is ingvi Hrafn. Átti framan af golfferli erfitt með að hemja skapsmunina, braut kylfur og gerði allt sem menn eiga ekki að gera, en nú er hann yfirvegaður og þroskaður spilari. Ljósmynd/Hari Brugðið á leik. Kókdósin risastóra er ekki óumdeild og eitt sinn ætlaði ónefndur maður að granda henni. Ljósmynd/Hari risastóra golfkókdósin Eftirtekt vekur að á golfvellinum í Borgarnesi getur að líta risastóra kókdós, sem og reyndar risastórann Ópal-pakka og fleira í þeim dúr. „Honum á reyndar að breyta í Tópas. En, þetta er gamli súrheysturninn,“ segir Jóhannes Ármannsson framkvæmda- stjóri þar sem við erum staddir á 13. teig. Jóhannes segir þetta ágæta innspýtingu í rekstrinum, en viðkomandi fyrirtæki greiða árlega gjald fyrir. Þessi risaskúlptúr minnir helst á popplistaverk eftir Andy Warhol en er sannarlega ekki óumdeilur enda blasir dósin við af þjóðveginum. „Getur verið að við eigum eftir að venjast kókdollunni við Borgarnes? Getur verið að eftir nokkur ár fari okkur að þykja vænt um gömlu góðu kókdósina að Hamri? Ég held ekki,“ skrif- aði til dæmis Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á heimasíðu sína árið 2003. Jóhannes segir svo frá að á sínum tíma hafi maður verið gripinn af lögreglu en sá hafði þann einlæga og yfirlýsta ásetning að granda kókdósinni miklu með öllum tiltækum ráðum, en þá var þetta stærsta kókdós í Evrópu, ef ekki öllum heiminum. Manninum tókst ekki að koma kókdósinni, fyrrum súrheysturni, fyrir kattarnef og blasir hann nú við mönnum til yndisauka eða armæðu – eftir atvikum. - jbg 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.