Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Síða 48

Fréttatíminn - 22.06.2012, Síða 48
40 matur og vín Helgin 22.-24. júní 2012 OREO BANANA SÚKKULAÐIKAKA Sími: 561 1433 Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja sulta , ba nan ar og O re ok ex . Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00 P R E N T U N .IS Götóttur bakki til að grilla grænmeti – meðal annars. Úrbeinað og álpappírslaust Það vita allir sem hafa reynt að kjöt bragðast sérstaklega vel þegar það er grillað. Þetta þarf nátt- úrlega ekki að segja nokkrum manni. Litlar sneiðar af kjöti er einfalt að elda og stærri bita eins og lambalæri er alls ekki eins flókið að grilla og margir vilja af láta. S é lærið úrbeinað fer svo ennþá minna fyrir því þannig að það er um að gera að æfa úrbein- ingartæknina. Og... álpappír er ónauðsynlegt hjálpartæki og þarf ekki að fara saman með grillaðri stórsteik. Athugið það. Svona er farið að: Finnið uppá- halds kryddjurtir fjölskyldunnar og hvort þær eru þurrkaðar eða fersk- ar fer einfaldlega eftir smekk. Ef ferskar er best að saxa smátt fyrst. Jurtunum er svo blandað saman við örlítið af kryddi, enn eftir smekk og blöndunni nuddað vandlega á lær- ið. Góð blanda á lamb er rósmarín og timían ásamt með kóríander-og paprikudufti og ef það er örlítið af túrmerek í húsinu er um að gera að splæsa smá af því líka. Nuddið lærinu upp úr kryddjurtunum með svona um það bil hálftíma klukku- stundar fyrirvara. Hitið grillið vel og loka kjötinu á öllum hliðum. Piprið vel og myljið smotteríi af grófu salti yfir. Þá er að slökkva svo undir kjötinu en hafa kveikt annar- staðar í grillinu og á með lokið. Já, það verður að vera lok. Haldið hit- anum í um það bil 170 gráðum. Inni í grillinu! Gott er að hafa við hendina blöndu af olíu eða smjöri og smá sojasósu sem notuð er til að pensla bitann af og til. Ekki samt vera að opna og loka of oft. Þá hverf- ur allur hitinn út í svala sumarnótt- ina. Elda svo þangað til hitamælir- inn segir stopp – hingað og ekki lengra. Rautt 55 gráður Medium 60 gráður Fulleldað 65 gráður  Grill Réttu tækin og tólin Hlutir sem gott er að eiga og hafa við hendina og aðrir sem ekki er hægt að vera án. Lítill stálpottur og einnota álbakkar til þess að setja BBQ sósur, tilfallandi vökva í og jafn vel spæni til reykinga. Góðar tangir, helst svona mekkanísk- ar, eru eitt nauðsyn- legasta grilltólið. Gott er að hafa einn klassískan tvífork við höndina. Spaðar. Einn venjulegur og gott að eiga annan langan í sérverkefni svo sem fiskflök. Grillbursti. Það verður að halda grind- unum hreinum, annars festist allt. Grillspjót. Helst að eiga bæði einnota úr spýtu og fjölnota úr málmi. Hitaþolinn hanska er oft nauðsynlegt að hafa við hendina. Panna úr pott- járni. Það er hvimleitt að missa litla humarhala milli grind anna. Það er hægt að taka handfangið af þessum svo það hitni ekki. Grind fyrir fisk sem er sér- staklega laus í sér og líka fyrir roðlausan fisk. Penslarnir eiga að vera tveir og annar með hár úr hitaþolnu sílikoni. Hitamælir er bráðnauð- synlegur. Flunkunýr, stafrænn og þráðlaus er draumurinn en svona gamaldags með skífu er fínn. 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.