Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Síða 60

Fréttatíminn - 22.06.2012, Síða 60
Helgin 22.-24. júní 201252 tíska 5 dagar dress „Undanfarið hef ég verið að kaupa fötin mín erlendis,“ segir tónlistamaðurinn og plötusnúðurinn Logi Pedro Stef- ánsson sem fagnar tuttugu ára afmæli sínu seinna á árinu. „Ég er meira fyrir að kaupa færri flíkur og dýrari heldur en fleiri og ódýrari. Þær endast mun lengur og svo eru minni líkur að maður klæðist eins og næsti maður. Rapptónlistin veitir mér innblástur þegar kemur að klæðavali enda alltaf mikið að gerast í þeim heimi. Svo fletti ég stundum í tímaritum eins og Complex þar sem maður grefur upp einhverja gullmola um tísku.“ tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Verðmiðinn fer eftir notagildinu Afríkuferðin er loksins almennilega hafin eftir að hafa ferðast með aldargamalli lest alla leið frá Tansaníu til Zambíu, tæpa 2500 kílómetra. Á leiðinni, fyrsta kvöldið, varð ég fyrir því óláni að vera rænd. Lítill krakki hafði klifrað upp í lestargluggann og stolið einni af þremur töskum sem lágu á gólfinu á meðan ég svaf. Afríkubarnið hafði greinilega valið eina tösku af handahófi og því miður valið þá sem hafði að geyma minnstu verðmætin. Bakpokinn minn var svartur og lítill og fremur ómerkilegur. Krakkinn hafði greinlega heillast meira af honum en dýru, fínu Louis Vuitton-tösk- unni sem konan sem deildi lestarklefa með mér geymdi einnig á gólfinu. Þessi dýra taska hafði að geyma allskonar fína muni eins og splunku- nýjan iPad, rándýra Canon-myndavél, snjallsíma og fleiri tæki og tól sem ég kann ekki að nefna. Þarna var krakkinn óheppinn. En þetta er þó einhvern veginn svo dæmigert fyr- ir Afríku. Ekki gat krakkinn séð hvaða taska af þessum þremur byggi yfir mestu verðmætunum. Fólk hér setur ekki dýrari verðmiða á merkjavör- ur. Þær vörur sem verslanir fá frá Vesturlöndum eru verðmerktar eftir notagildi; hvort flíkin henti vel fyrir næturkulda, regn eða sólríka dagia. Ekki hvernig þær líta út hvað þá að það skipti máli hver hannaði þær. Notagildið er í fyrirrúmi. Þriðjudagur Skór: Vans Buxur: Rauða kross búðin Bolur: Primark Peysa: Spúútnik Jakki: Keyptur í Portúgal Rapptónlistin veitir innblástur Greiðsla sem hentar hvaða tilefni sem er Leiðist að mála sig Hin nítján ára Selena Gomez segir að besta ráðið sem förð- unarfræðingurinn hennar hefur gefið henni sé að sleppa allri andlitsförðun á sumrin. Þau tvö hafa unnið saman allar götur frá því Selena var þrettán ára og segist hún nota sólarvörnina óspart á hverjum degi í staðinn fyrir að mála sig. „Ég hef ekki mikinn áhuga á förðun. Ég reyni að komast hjá því að mála mig og er það yfirleitt bara vinnutengt þegar ég þarf þess. Ef ég mætti ráða myndi ég helst sleppa því alltaf,“ lét Selena hafa eftir sér í viðtali við tímaritið WWD. Skrifar bók um heilbrigt líferni Föstudagur Skór: Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar Buxur: H&M Peysa: H&M Jakki: Keyptur í Portúgal Fimmtudagur Skór: Footlocker Buxur: H&M Bolur: Urban Outfitters Jakki: Paul Smith Miðvikudagur Skór: Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar Buxur: Rauða kross búðin Skyrta: Spúútnik Jakki: Panda Sportswear Mánudagur Skór: Footlocker Skyrta: Woodwood Jakki: Hugo Boss Buxur: Rauða kross búðin Leikkonan Cameron Diaz tilkynnti í vikunni að ný bók sé væntanleg frá henni síðar á þessu ári. Bókin er ætluð ungum konum sem leitast við að lifa heilbrigðu líferni. Undanfarna mánuði hefur leikkonan verið töluvert í sviðs- ljósinu vegna breyttra lífshátta og kviknaði hugmyndin að bókinni út frá þeim mikla áhuga sem fjölmiðlar sýndu því. Cameron Diaz mun skrifa bæði um sína persónulegu reynslu þar sem hún segir frá því hvernig hún leggur æfingar upp og matardagbók sem hún hélt en auk þess fylgja athugasemdir frá frægum einkaþjálfurum í Hollywood. Ljóskurnar Ashley Tisdale og Julianne Hough mættu báðar, með eins dags millibili, prúðbúnar á rauða dregilinn með sömu hárgreiðslu. Við glæsilegu síð- kjólana vöfðu þær hárinu upp í háan og úfinn snúð sem setti skemmtilegt ójafn- vægi á heildarútlitið. Þessi greiðsla er farin að sjást æ oftar, bæði á rauða dreglinum og úti á götum úti í Hollywood, enda greiðsla sem hentar nærri hvaða tilefni sem er.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.