Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 70
Þ að breytir engu fyrir mig hvort ég er með skrifstofu á Nörrebro eða við Klapparstíg,“ segir skemmtistaðaeigandinn Dóra Take-
fusa.
Dóra hefur um árabil rekið skemmtistaðinn Jo-
lene í Kaupmannahöfn en síðasta árið hefur hún
fjarstýrt staðnum héðan úr Reykjavík. „Það er
voðalega lítið mál, ég held fundi í gegnum Skype
og panta og borga alla reikninga á netinu. Svo
flakka ég töluvert á milli, ætli ég sé ekki um það bil
fjóra daga í mánuði í Kaupmannahöfn,“ segir Dóra.
Skemmtanaveldi Dóru stækkar um helming á
næstunni þegar hún opnar nýjan stað í miðborg
Reykjavíkur. Staðurinn verður í Hafnarstræti þar
sem írski barinn Dubliners var áður. „Við erum að
fara að byggja staðinn upp á svipuðu konsepti og
Jolene svo það kom aldrei neitt annað til greina en
að hann héti Dolly,“ segir Dóra og hlær.
Dóra segir þó að Dolly verði aldrei eins og syst-
urstaðurinn enda er sá síðarnefndi í gömlu slátur-
húsi í iðnaðarhverfi en sá væntanlegi í eldgömlu
timburhúsi. Dóra hefur fengið góðan liðsstyrk
því Óli Hjörtur Ólafsson, velþekktur stuðbolti úr
skemmtanalífinu sem rak eitt sinn Q bar, mun
reka staðinn með henni. „Hann er bugaður af
reynslu í þessum bransa,“ segir Dóra sem lofar
spennandi stað: „Þó fólk verði að sveifla sér og
dansa uppi á borðum um helgar mun það samt
alveg geta haft það huggulegt þarna á virkum
dögum.“ -hdm
Djammið SySturStaður jolene opnar í HafnarStræti
Dóra Takefusa opnar Dolly
S hania Twain er ein allra vinsælasta söng-kona heims og vakti á sínum tíma veru-lega athygli með plötunni The Woman
in Me árið 1995 og sló síðan hressilega í gegn
1997 með plötunni Come On Over. Engin tón-
listarkona, óháð tónlistarstefnum, hefur selt
plötur í sama upplagi og Twain gerði með
henni. Platan hefur selst í ríflega 40 milljón
eintökum um víða veröld og er í níunda sæti
á lista yfir mest seldu breiðskífur í Bandaríkj-
unum. Fjórða plata Twain, Up!, kom út árið
2002 og hefur selst í 20 milljónum eintaka.
Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari með
meiru, vildi spurður ekki staðfesta að hann
hafi verið í fylgd Twain í gærdag og sagði ekk-
ert nema „no comment.“ Eftir því sem Frétta-
tíminn kemst næst er Twain hingað komin í
frí ásamt eiginmanni sínum, svisslendingnum
Frédéric Thiébaud, og að Íslandsferðin hafi
staðið til um nokkurt skeið. Frédéric Thié-
baud og Twain gengu í hjónbaband á nýárs-
dag í fyrra en Twain á ellefu ára son frá fyrra
hjónabandi. Thiébaud er stjórnandi hjá súkk-
ulaðirisanum Nestlé.
Fjölmargir aðdáendur söngkonunnar hljóta
þó að geta gert sér einhverjar vonir um að hún
heillist svo af landi og þjóð að hún muni leggja
leið sína hingað síðar og slá þá upp tónleik-
um. Eins og rakið er framar í blaðinu í dag, á
síðu 28, er Ísland komið vandlega á ferðakort
frægra og dáðra útlendinga en ekki liggur fyr-
ir hvað fékk Twain til þess að taka sér frí á Ís-
landi en mögulega hefur hróður landsins bor-
ist henni til eyrna í gegnum tónlistarfólk sem
troðið hefur upp á Íslandi. Þannig gerðu til
dæmis meðlimir hljómsveitarinnar The Eag-
les góðan róm að landinu eftir að þeir spiluðu
í Laugardalshöll í fyrra en þá sagði stallbróðir
hennar í kántríinu, Timothy B. Schmit bassa-
leikari sveitarinnar, á Twitter-síðu sinni indælt
að vera á Íslandi sem væri „hreint, tært, kalt
og fallegt.“
Twain er annáluð grænmetisæta og mun
áreiðanlega kynna sér vandlega íslenskt
heilsufæði en árið 2001 útnefndu PETA hana
kynþokkafyllstu lifandi grænmetisætuna en
það var í fyrsta sinn sem þeim titli var útdeilt.
toti@frettatiminn.is
KántrípoppDrottning í afSlöppun á íSlanDi
Shania Twain læddi
sér til landsins
Gestir og gangandi á Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut ráku upp stór augu á fimmtudag
þegar þeir sáu hinni feykivinsælu kanadísku kántrísöngkonu Shania Twain bregða fyrir. Söng-
konan sást á spjalli við tónleikahaldarann Ísleif B. Þórhallsson sem hafði aðspurður um hvort
Twain væri á Íslandi á hans vegum þetta eitt að segja: „No comment.“
Cruise keypti úlpur
Hollywoodstjarnan Tom Cruise dvelst
nú hér á landi við tökur á stórmyndinni
Oblivion. Leikarinn góðkunni heldur sig
norður í landi og ku vera mjög áhuga-
samur um land og þjóð. Eftir að hafa
umgengist Íslendinga á tökustaðnum
hreifst Cruise mjög af klæðaburði þeirra.
Cruise var sérstaklega hrifinn af úlpum
frá 66°norður og lét sig ekki muna um
að kaupa tvær slíkar til að klæðast við
tökurnar.
Frá bleikri pressu til RÚV
Blaðakonan Malín Brand, sem lét um skeið til sín
taka á vefjunum Bleikt.is og Pressan.is, hefur
snúið sér að verkefnum sem sumir ætla að séu
meira krefjandi. Hún var ráðin í sumarafleysingar
á fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir mánuði og líkar
vistin í Efstaleitinu svo vel að hún vonast til þess að
geta haldið þar áfram eftir að sumri hallar. Ómþýð
rödd Malínar hljómar nú á öldum ljósvakans auk
þess sem hún stekkur af og til í sjónvarpsfréttir,
eins og gengur og gerist á sameinaðri fréttastof-
unni. Þá tekur hún einnig vaktir á vefnum Ruv.is
og þá dansa fingur hennar um lyklaborðið í góðri
æfingu eftir þjálfunina á Pressunni en þar starfaði
hún við hlið Steingríms Sævarrs Ólafssonar og
yfirgaf skútuna þegar hann sagði starfi sínu lausu
fyrir nokkru.
Erró-verkin rokseljast
Sölusýning á grafíkverkum úr einkasafni
Errós opnaði með nokkrum látum og
ljóst að fjölmargir sáu sér leik á borði að
eignast Erró-verk en myndirnar á sýn-
ingunni eru á verðbilinu 100-200 þúsund
krónur. Verkin seldust hratt og örugg-
lega og fáar eru eftir óseldar. Sýningin
er haldin af því tilefni að listamaðurinn
verður áttræður í næsta mánuði. Verkin
eru til sýnis í Brekkugerði 19 og sýningin
er opin frá 12-17 og stendur til 2. júlí.
Engin
tónlistar-
kona, óháð
tónlistar-
stefnum,
hefur selt
plötur
í sama
upplagi
og Twain
gerði með
Come On
Over.
Hjónakornin Shania Twain og Frédéric Thiébaud ætla að slappa af fjarri frægðarinnar glaumi á Íslandi.
Dóra Takefusa opnar skemmtistaðinn Dolly í Hafnarstræti innan tíðar. Ljósmynd/Hari
62 dægurmál Helgin 22.-24. júní 2012