Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 2
S porðdreki barst nýverið til Íslands með bananasendingu. Hann vakti nokkra skelfingu meðal þeirra sem í mat-
vöruverslunni voru, þá er þeir tóku banana
upp og sporðdrekinn lét sjá sig. Þau þar til-
kynntu fundinn til Náttúrufræðistofnunar
Íslands (NÍ) titrandi röddu. En áður en yfir
lauk náði kvikindið að vinna hug og hjörtu
þeirra í versluninni, sem af tillitsemi af hálfu
NÍ er ónefnd, og var orðið hálfgert gæludýr
þar áður en útsendarar NÍ komu og sóttu
sporðdrekann.
Óvíst hvers kyns sporðdrekinn er
Ekki náðist í Erling Ólafsson hjá NÍ, eina
skordýrafræðing landsins, en hann er við
rannsóknir úti á landi né heldur Jón Gunnar
Ottósson forstjóra stofnunarinnar, sem er
í fríi. En, meðan Fréttatíminn fylgdist með
veru og líðan sporðdrekans hjá NÍ þar sem
hann beið þess að hitta Erling til greiningar
gerðist það að kvikindið, sem hafði í gamni
fengið nafnið Ottó, drapst. Ekki liggur því
fyrir hvers konar sporðdreka eru um að ræða,
en um fjölda tegunda er að ræða, né heldur
hversu hættulegur Ottó hefði getað reynst.
Án ábyrgðar og við lauslega „googlun“ og
myndasamanburð líkist Ottó einna helst
„The Bark Scorpion “ sem er með hættulegri
sporðdrekum.
Meðan sporðdrekinn Ottó var í umsjá NÍ
fékk hann margfætlu í matinn og kom það því
mönnum, í ljósi þess, frekar á óvart að hann
dræpist þó ekki væri hann við kjöraðstæður
og það að Ottó var vankaður eftir ferðalagið.
Samkvæmt upplýsingum frá NÍ er það afar
fátítt að hingað til lands berist sporðdrekar.
Sniglaplága
Sporðdrekar
eru þó ekki
það sem einkum
hrel l i r lands -
menn um þessar
mundir heldur varð vart mikillar snigla plágu
í kjölfar vætutíðar sem var fyrir fáeinum dög-
um; þeir fóru um í stórum hópum á göngu-
stígum og í görðum. Nokkur fjöldi fólks setti
sig í sambandi við NÍ og komið með snigla
þangað til greiningar. Nýverið var greint frá
því í sænskum fjölmiðlum að þarlend kona
hafi af miklu harðfylgi gengið á hólm við
Spánarsnigil, eða morðsnigil eins og Svíar
kalla hann, sem var að leggja undir sig garð
hennar. Spánarsnigillinn er verulega ógeð-
felldur og étur allt sem að kjafti kemur, meira
að segja hræ sinnar eigin tegundar. Þessi
rauðbrúni snigill er plága í Skandinavíu og
óttast menn að hann sé að koma undir sig
fótum hér á landi.
Meinlausari eru tegundir snigla sem komu
fram í dagsljósið í kjölfar vætutíðar í stórum
stíl svo sem Pardussnigill, en þeir geta orðið
allt að 20 sentímetrar og rugla margir honum
saman við hinn hræðilega Spánarsnigil. Þá
eru svokallaðir skuggasniglar að gera sig
gildandi í görðum og náttúru Íslands; og sam-
kvæmt upplýsingum NÍ kom kona nokkur,
sem hafði fundið mikið magn þeirra í garði
sínum, með þá til greiningar. Þeir voru mjög
feitir og geta orðið 5 til 7 sentí-
metra langir.
Jakob Bjarnar Grétarsson
jakob@frettatiminn.is
Meðan
sporðdrek-
inn Ottó var
í umsjá NÍ
fékk hann
margfætlu
í matinn og
kom það því
mönnum,
í ljósi þess,
frekar á
óvart að
hann dræp-
ist...
Laumufarþeginn og
sporðdrekinn Ottó er allur
Hulda Sif Ólafsdóttir með sporðdrekann Ottó í glasi en næsta dag var Ottó dauður. Ljósmynd Hari
Dýralíf SporðDreki og Sniglaplága á íSlanDi
Spánasnigillinn viðbjóðslegi. Plága í Skandinavíu
og menn óttast að hann leggi til atlögu á Íslandi.
Starfsmenn
ónefndrar
matvöruversl-
unar tilkynntu
skjálfraddaðir
um óvæntan
laumufarþega
í bananakassa
− sporðdreka
− til Náttúru-
fræðistofn-
unar Íslands.
Útsendarar
stofnunarinnar
sóttu kvikindið,
sem hlaut
nafnið Ottó, en
hann drapst
þar saddur líf-
daga.
Samdráttur í lánum Íbúðalánasjóðs
Íbúðalánasjóður hefur lánað mun minna af almennum
íbúðalánum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir
20% meiri veltu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu.
Heildarútlán sjóðsins námu 1,9 milljörðum króna í júní, en þar
af voru 1,3 milljarðar almenn útlán. Í júní í fyrra voru almenn
útlán 1,7 milljarðar króna. Sé tekið mið af fyrri helmingi ársins
voru almenn íbúðalán 611, eða 45 prósent færri en á sama
tímabili í fyrra þegar lánin voru 1.119. Sömu sögu er að segja
um heildarútlán sjóðsins sem námu um 7,7 milljörðum króna
á fyrri helmingi ársins en höfðu verið 12,7 milljarðar króna á
sama tímabili í fyrra. „Má rekja þessa þróun,“ segir Greining
Íslandsbanka, „til þess að sjóðurinn hefur átt á brattann að
sækja í samkeppni við banka og lífeyrissjóði. Þannig hefur al-
menningur sótt í óverðtryggð íbúðalán bankanna undanfarið
ár, auk þess sem bankar og lífeyrissjóðir bjóða hagstæðari
verðtryggð lán (lægri vexti og/eða meiri sveigjanleika) en
ÍLS.“ - jh
20%
Meiri veLta
á faSteiGna-
Markaði en
á SaMa tÍMa Í
fyrra
1. júlí 2012
Greining Íslands-
banka
Staða ríkissjóðs betri en
áætlað var
Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um
15,1 milljarð króna fyrstu fimm mánuði ársins en
var neikvætt um 21,7 milljarða á sama tímabili 2011,
að því er fram kemur á síðu fjármálaráðuneytisins
en greiðsluuppgjör ríkissjóðs liggur nú fyrir. tekjur
reyndust 33 milljörðum króna hærri en í fyrra á
meðan að gjöldin jukust um 17,4 milljarða króna milli
ára. „Þetta er betri niðurstaða en gert var ráð fyrir
í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært
fé frá rekstri yrði neikvætt um 37,9 milljarða króna,“
segir enn fremur. Stór hluti af frávikinu skýrist með
greiðsludreifingu útgjalda. - jh
fá ekki að sigla
að tveimur
arnarhreiðrum
Umhverfisstofnun hefur hafnað
umsókn Sæferða í Stykkishólmi
um undanþágu til að sigla að
tveimur arnarhreiðrum í Seley
og Skjaldarey á Breiðafirði.
ekki verður því hægt að sigla
nærri hreiðrum en 500 metra
fyrr en að loknu banntímabilinu
sem lýkur 15. ágúst, að því
er fram kemur í Skessuhorni.
„ástæðurnar eru fyrst og
fremst slakur árangur í varpi
í báðum hreiðrum undan-
farin ár,“ segir enn fremur. „Í
ákvörðun Umhverfisstofnunar
segir að auki að ábendingar hafi
borist stofnuninni þess efnis að
Sæferðir hafi þegar og án leyfis
hafið siglingar nærri arnar-
hreiðrum. einnig kom fram í
skýrslu Sæferða um siglingar
ársins 2011 að fyrirtækið hafi
siglt fleiri ferðir að hreiðrum en
gert var að skilyrði í þágildandi
leyfi og byggði á ábendingum
náttúrufræðistofnunar. - jh
„Þetta er tilraun sem við erum með í gangi en það
hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort þetta
verður svona til frambúðar,“ segir Sigrún Ósk Sigurð-
ardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.
Viðskiptavinir í Vínbúðunum hafa veitt því athygli
undanfarið að búið er að skipta út hefðbundnum plast-
pokum fyrir aðra minni. Þeir kosta eftir sem áður 20
krónur. Nýju pokarnir rúma til að mynda ekki tvær
bjórkippur með góðu móti, ekki nema annarri sé stafl-
að ofan á hina.
„Bæði pakkningar og neysluvenjur hafa verið að
breytast en pokarnir hafa verið óbreyttir. Það hefur
færst í vöxt að fólk kaupi bjórinn í magninnkaupum
og þá kaupir það ekki poka. Nýju pokarnir henta til
að mynda betur fyrir tvær eða þrjár léttvínsflöskur,“
segir Sigrún. Hún segir að þetta sé líka hugsað út frá
umhverfissjónarmiðum; Vínbúðirnar hafi selt 1,9 millj-
ónir plastpoka á síðasta ári. „Við höfum boðið til sölu
margnota poka á góðu verði til að benda fólki á að það
séu til betri kostir.“
Sigrún kannast við að hafa heyrt gagnrýniraddir um
nýju pokana, sér í lagi frá bjórþyrstum. „Þessi tilraun
er meðal annars gerð til að fá fram ábendingar og við
tökum mark á gagnrýni sem kemur fram. Við eigum
enn gömlu pokana. Svo kemur í ljós hvað verður.“
nýju pokarnir í vínbúðunum rúma bara
tvær bjórkippur ef þeim er staflað. Ljósmynd/Teitur
neytenDamál minni pokar í ríkinu
Bjórsvelgir kaupa bara kassa í dag
Höskuldur
Daði
Magnússon
hdm@
frettatiminn.is
2 fréttir Helgin 13.-15. júlí 2012