Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 22
Í miðborg Nuuk er starfandi neyðarmóttaka fyrir börn. Þangað kemur lögreglan með börn á aldrinum 3-14 ára sem ým- ist hafa verið tekin af heimili sínu í neyð vegna ofbeldis, drykkju eða misnotkunar eða hafa hreinlega ekki verið sótt á leikskólann í lok dags og ekki næst í foreldrana sem oftar en ekki eru jafnvel frávita af drykkju. Sum yngstu börnin hafa verið skilin eftir heima, eftirlits- laus, að kvöldi til á meðan mamma og pabbi fara á fyllirí. Alls eru 24 vistheimili fyrir börn á Grænlandi. Árið 2010 bjuggu 7 prósent grænlenskra barna annars staðar en hjá foreldrum sínum. For- eldrarnir eru óhæfir til að hugsa um þau, mest vegna misnotkunar áfeng- is og vímuefna. Þetta samsvarar því að á Íslandi væru rúmlega 5.600 börn vistuð utan heimilis síns. Það eru fleiri en öll börn undir 18 ára aldri á Akureyri. Fjórðungur barnanna býr á vist- heimilum en þrír fjórðu hlutar hjá fósturfjölskyldum. Mikill skortur er á plássum á vistheimilum sem og hjá fósturfjölskyldum og neyðast fjölmörg grænlensk börn því við að búa við óviðunandi aðstæður heima fyrir sem ekki er hægt að bregðast við. Afleiðingarnar eru skelfilegar, að sögn Fie Hansen, forstöðumanns Aja, sem er meðferðarstofnun fyrir börn með brothætta persónuleika og er í Nuuk. Fie er jafnframt for- maður samtaka vistheimila á Nuuk- svæðinu. „Við lýsum börnunum sem hér búa sem brothættum persónuleik- um. Þeim fellur betur við það en lýsinguna sem við notuðum áður, að hér væru börn með geðsjúk- dóma eða persónu- leikarask- anir,“ segir Fie. Aja rek- ur nokkrar deildir fyrir börn og ung- menni með brothættan persónu- leika. Fréttatíminn heimsótti deild þar sem 16 ungmenni á aldrinum 7-21 árs búa. Nær öll þau ungmenni sem eru vistuð hjá Aja koma af heimilum þar sem foreldrar misnota áfengi eða vímuefni. „Bakgrunnur þeirra er í 95 prósent tilfella alvarleg vanræksla“, að sögn Fie. Vistheimilum á Grænlandi er skipt upp í almenn vistheimili og meðferðarheimili og er börnum sem eru á biðlista eftir plássum deilt niður á þau eftir þörfum barnanna. „Það eru þó mjög fá börn í dag sem ekki hafa neinar sérþarfir. Þær stofnanir þar sem ekki er boðið upp á þjónustu fyrir börn með sérþarfir þurfa oft að taka inn börn sem eru alvarlega sködduð. Þetta snýst ekki lengur um að búa börnum öruggt heimili eins og markmiðið var áður fyrr. Þetta snýst um börn sem hafa frá unga aldri búið við skelfilegar að- stæður sem þau hafa hlotið alvarleg- an, geðrænan skaða af,“ segir Fie. Að sögn Fie ræða sálfræðingar sem meðhöndla börn á Grænlandi um það sín á milli að fyrir nokkr- um árum hafi ekki verið svona mörg ung börn sem höfðu hlotið skaða. „Þau börn sem voru sködd- uð bjuggu þó yfir ákveðinni hæfni til að tengjast öðru fólki. Það hefur breyst og kenning eins sálfræðings sem ég var að ræða þetta við er að fyrr á árum var betra aðgengi að ömmum og öfum eða eldri frænkum Þetta er þriðja greinin í greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um endurreisn grænlensks samfélags sem nú hillir undir að geti orðið að veruleika. Sigríður Dögg fór til Grænlands og kynnti sér þá þróun sem orðið hefur á samfélaginu á undanförnum árum og þá hugarfarsbreytingu sem ungu kynslóðinni á Grænlandi er að takast að innleiða. Hugarfarsbreytingin felst í aukinni sjálfstæðisvitund og ábyrgð sem er jafnframt nauðsynleg til þess að Grænlendingum takist að skapa sér það heilbrigða samfélag sem þeir kjósa að búa í. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is3 Misnotkun, vanræksla og hungur veruleiki margra grænlenskra barna Kynferðisleg misnotkun, vanræksla, fátækt og hungur er veruleiki sem allt of mörg börn á Grænlandi búa við. Nýjustu rannsóknir gefa það til kynna að þriðjungur grænlenskra barna búi við erfiðleika, allt frá einelti yfir í kynferðislega misnotkun og tíðni sjálfsvíga meðal barna og ungmenna er sú mesta sem þekkist í vestrænum heimi. Yfirvöld á Grænlandi leggja nú ofurkapp á að búa börnum betra líf eins og Sigríður Dögg Auðunsdóttir komst að raun um. Framhald á næstu opnu Nýjung! D-vítamínbætt LÉttmJÓLK Í rannsókn sem gerð var árið 2008 voru tekin viðtöl við 8 prósent allra barna undir 14 ára aldri á Grænlandi. Börn 11 ára og eldri voru sjálf til viðtals en þegar um yngri börn var að ræða var talað við móður í langflestum tilfellum. Við- tölin voru ítarleg og tóku að meðaltali 45 mínútur hvert. Niðurstöðurnar vöktu gríðarlega athygli. • Fram kom að 30 prósent barna búa á heimili þar sem annað eða báðir for- eldrar eiga við eða hafa átt við áfengisvandamál að stríða. • Helmingur barnanna hefur þurft að leita skjóls utan heimilis síns yfir nótt. • Um 13 prósent barna alast jafnframt upp við misnotkun foreldra á hassi. • Eitt af hverjum fimm börnum hefur alist upp við að móðir þeirra hefur verið beitt ofbeldi af maka sínum eða við hótanir á ofbeldi. • Rúmlega þriðjungur mæðranna sagði frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðis- legri misnotkun sem börn. Þar sem könnunin náði til líðanar og heilsu barna voru mæðurnar oftast fyrir svörum og því eru ekki til sambærilegar rannsóknir á kynferðislegri misnotkun á feðrum sem börn. • Tengsl eru milli þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og segjast misnota áfengi í dag. • Hægt er að greina sterk tengsl á milli þeirra barna sem eru vanrækt og for- eldra sem eiga við áfengis- eða vímuefnavandamál að stríða eða þar sem móðir er beitt ofbeldi af maka. Því má leiða að því líkur að foreldrar sem svona er ástatt um séu of djúpt sokknir í eigin erfiðleika, að þeir ráði ekki við að sinna börnum sínum, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar. Ein af hverjum þremur mæðrum misnotuð sem barn Eitt af ungmennunum sem býr á meðferðarheimili Aja í Nuuk á Grænlandi. Börnin sem þar búa hafa verið tekin af heimilum sínum vegna slæmrar meðferðar og þjást af geðsjúkdómum á borð við geðhvarfasýki eða persónuleikaraskanir. Þau hafa nær öll verið misnotuð kynferðislega. Mynd SDA Fie Hansen 22 úttekt Helgin 13.-15. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.