Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 18
G unnar Smári Egilsson, for­maður SÁÁ, segir Face­book skrítið öngstræti í fjölmiðlum. Smári var blaðamaður og ritstjóri til fjölda ára og hann yddar blýantinn sinn reglulega á Facebooksíðu Vinahóps SÁÁ. Þar hefur myndast dagatal um fallnar stjörnur; þeir sem drukku sig í hel og svo fá reyndar nokkrir sem hefur tekist að halda sjúkdómn­ um í skefjum og lifað af, þar inni einnig. „Ég er bara að athuga hvort þetta sé efni; að draga upp mynd af áfengis­ og vímuefnasýki í sögunni, hvort það auki skilning eða styrki heimsmynd okkar í dag. Við lifum í menningarheimi, saga er hluti hans,” segir Smári spurður hver sé hugmyndin á bak við alkaafmælis­ börnin. Fleiri alkar í Rússlandi en Egyptalandi Hinn augljósi tilgangur dagatals­ ins er vitaskuld forvarnargildi, að vekja athygli á því að alkóhólismi er lífshættulegur sjúkdómur. En, það hangir meira á spýtunni. Gunnar Smári segir að mannskepnan lifi ekki bara í þekkingarheimi; „þar sem lausnin er handan hornsins; og við þurfum því ekki að hugsa um sögu eða menningu af því að þekkingin mun úrelda þetta. Að lifa þykkari sagnaheimi er eins og að borða betri mat. Ekki bara af því það er skynsamlegt eða gerir þig hæfari, það bætir líka lífið og gerir áhugaverðara.“ Smári segir jafnframt að sér þyki mikilsvert að þeir sem eru með áfengis­ og vímuefansýki upplifi sig tengda þeim sem hafa glímt við sama sjúkdóm. „Þetta er okkar fólk. Svo er Facebook góð að því leyti að þú setur eitthvað inn og þeir sem áhuga hafa lesa það en það truflar aðra ekki neitt það tekur ekki pláss frá öðru og er því ekki uppáþrengj­ andi. Þú getur fóðrað séráhuga á sérstakan hátt á Facebook.“ Þeir sem fá pláss á dagatalinu eru frægir einstaklingar, einkum tónlistarmenn. Gunnar Smári er þó ekki endilega þeirrar skoðunar að þeir séu líklegri til að reynast alkó­ hólistar en aðrir. „Alkóhólismi er í sjálfu sér ekki algengari eða hefur meiri áhrif á listamenn en aðra, það er reyndar meira framboð af dópi og brennivíni í poppheimum og því fleiri veikir þar alveg eins og það eru fleiri alkar í Rússlandi en Eg­ yptalandi.“ Nokkur dæmi um alkaafmælisbörn Með alka dagsins fylgir oft hlekkur á YouTube þar getur að líta dæmi um afrek viðkomandi. En hér á eftir fara nokkur dæmi úr alkaafmælis­ dagbókinni sem höfundurinn, Gunnar Smári, veitti góðfúslegt leyfi til að birta: Pabbi Love gaf henni LSD Alka­afmælisbarn dagsins er Co­ urtney Love; hún er 48 ára í dag, 9. júlí. Courtney hefur glímt við áfeng­ is­ og vímuefnafíkn nánast allt sitt líf; faðir hennar var sakaður um að hafa gefið henni LSD þegar hún var þriggja ára og hún var orðin háð heróíni rétt rúmlega táningur. Þótt hún sé ef til v il l kunn­ ust fyrir að hafa verið g i f t Kur t Cobain, aðalmanni Nirvana; þá hefur Co ­ urtney hald­ ið úti eigin hljómsveit, Hole, síðan 1989, verið í fleiri hljómsveitum og leikið í mörgum bíómyndum; átti meðal annars stórleik í The People vs. Larry Flynt. Courtney hefur far­ ið í margar meðferðir; ýmist sjálf­ viljug eða verið dæmd í meðferð (eins og tíðkast í Bandaríkjunum); og átt mislöng edrútímabil og síðan vond föll; sem yfirleitt eru rækilega tíunduð í fjölmiðlum. Síðast var hún dæmd í 90 daga meðferð 2007; og hún segist hafa verið edrú síðan þá. Dó úr áfengiseitrun í köldum bíl Bon Scott fæddist á þessum degi, 9. júlí, fyrir 66 árum; árið 1946; í Skot­ landi, en flutti sex ára gamall með fjölskyldu sinni til Ástralíu. Hann hætti ungur skóla, byrjaði snemma að drekka og þvældist á milli hljóm­ sveita og verkamannastarfa, komst í kast við lögin, var hafnað af hern­ um og var á engan hátt efnilegur eða líklegur til stórræða; allt þar til hann fór í prufu sem söngvari í hljómsveit sem bræðurnir Malcolm og Angus Young höfðu stofnað og hét AC/DC. Bræðurnir réðu Bon þótt hann væri næstum af annarri kynslóð (hann var næstum þrí­ tugur en þeir aðeins um tvítugt) og helst þekktur fyrir vandræði. Hann söng með hljómsveitinni á leið þeirra frá því að vera óþekkt glamrokkband í Sydney og þar til sjötta platan, Highway to Hell, náði inn á vinsældarlista í Bandaríkj­ unum og víðar. AC/DC voru langt komnir með næstu plötu, Back in Black, þegar Bon Scott (eins og oft áður) lognaðist út af eftir nætur­ langa drykkju á næturklúbbi í London og var dröslað út í bíl til að sofa úr sér. Hann vakn­ aði hins vegar ekki aftur og dó þarna í köldum bílnum 33 ára gamall; úr áfengis­ eitrun. Young­bræður kláruðu hins vegar Back in Black sem varð þriðja mest selda plata sög­ unnar; á eftir Dark Side of the Moon með Pink Floyd og Thriller með Michael Jackson. Music Hall-skemmtanir Ringós Alki dagsins er Ringo Starr; hann fæddist þennan dag, 7. júlí, árið 1940 og er því 72 ára í dag. Hann hefur sagt frá því í viðtölum þegar hann og eig­ inkona hans, Barbara Bach, fóru bæði í með­ ferð 1988 og þau hafa ver­ ið edrú síð­ an; að því er best er vitað. Hér syngur R ingo lag sem hann gerði vinsælt 1974 og fjallar um dóp og brennivín. Þetta er tekið upp á tónleikum 2001; en Ringo ferðast reglulega um heiminn með All­ Starr band sitt og flytur dagskrá sem minnir ef til vill meira á Mu­ sic Hall­skemmtanir æsku hans en rock&roll. Þruglaði samhengislaust klukkustundum saman Bill Haley fæddist þennan dag, 6. júlí, árið 1925. Með hljómsveit sinni Haley’s Co­ mets víkkaði hann út áhangendahóp rock & roll; textar hans voru ekki eins tvíræðir og taktur­ inn ekki eins rykkj­ óttur og dónlegur og hann þótti vera hjá öðr­ um rokkurum; eink­ um þeim svörtu. Bill Haley varð fyrstur til að koma rokk­lagi á lista í Bretlandi, fyrstur rokkara til að selja plötu í yfir milljón eintökum (Shake, Rattle and Roll) og lag hans Rock A round the Clock er líklega það lag sem tryggast er tengt upphafsárum rokksins. En þegar aðrar stjörnur rokksins fóru að skína af krafti; og ekki síst eft­ ir að Elvis sló í gegn; var eins og dofnaði yfir dýrðarljóma Bill Ha­ leys. Hann hélt þó áfram að ferðast um heiminn allt fram yfir fimmtugt þar til hann gat ekki meir. Hann var þá orðinn helsjúkur af alkóhólisma; bjó í herbergi inn af sundlaugar­ geymslu á heimili eiginkonu sinn­ ar (hún hafði hent honum út en hann komst ekki lengra); drakk og hringdi í gamla kunningja á síð­ kvöldum til að þrugla samhengis­ laust klukkustundum saman. Undir lokin var augljóst að drykkjan hafði skaðað hann varanlega; hann virk­ aði stundum fullur þótt hann hefði ekki drukkið. Hann gat ekki hætt að drekka þrátt fyrir hvatningu lækna. Bill Haley dó úr hjartaáfalli sem rekja mátti til ofneyslu áfengis 55 ára gamall árið 1981. Alkaafmælisbörnin hans Smára Þeir sem hafa drukkið og dópað sig yfir móðuna miklu eru, eðli málsins samkvæmt, hugleiknir formanni SÁÁ. Gunnar Smári Egilsson hefur að undanförnu birt á Facebook-vegg hóps félaga og velunnara SÁÁ athyglisverða mola um þau frægðarmenni sem hafa orðið undir í glímunni við Bakkus konung. Kennir þar margra grasa. Jakob Bjarnar Grétarsson heyrði ofan í Gunnar Smára og skoðaði þetta merkilega dagatal hans. Framhald á næstu opnu 18 úttekt Helgin 13.-15. júlí 2012 Heilsueldhúsið heilsurettir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.