Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 4

Fréttatíminn - 13.07.2012, Síða 4
 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 8.900 34.900 16.900 Er frá Þýskalandi Öll börn á Íslandi sem þjást af sykursýki greinast. OYSTER PERPETUAL GMT-MASTER II Michelsen_255x50_H_0612.indd 1 01.06.12 07:22 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Dæmalaust gott veður um lanD allt, heiðríkt, en víða Dálítil gola. höfuðborgarsvæðið: Hafgola og nánast Heiðríkt. Hiti 15-16 stig. skýjað framan af, en léttir til þegar líður á Daginn. n- og nv-átt. höfuðborgarsvæðið: skýjað með kÖflum, en sólríkt aftur síðdegis Úrkoma austast frá miðjum Degi. annars þurrt en sólarlítið. höfuðborgarsvæðið: n-gola og nokkuð bjart. enn nokkuð Hlýtt. Dregur fyrir sólu, en áfram hlýtt í dag föstudag er áfram gert ráð fyrir að heiðríkja verði á landinu. Veik skil fara hins vegar suður yfir landið aðfararnótt laugardagsins og sums staðar verður lítilsháttar væta frá þeim um tíma, en síðan rofar aftur til þegar kemur fram á daginn. meiri gjóla verður, en verið hefur undan- farna daga og vindur af n eða nV. á sunnudag er gert ráð fyrir háum og þunnum skýjum yfir landinu, en þurrt verður, utan austurlands þar sem rignir um tíma. 15 14 15 16 19 14 12 13 12 17 15 14 11 10 16 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Isavia fer nú yfir hvað fór úr- skeiðis þegar tveir menn komust inn á flugvallarsvæðið í Keflavík og upp í flugvél Flugleiða. ekki tókst þeim það ætlunarverk sitt að komast úr landi sem laumu- farþegar. Hins vegar er ljóst að í eftirlitinu eru brotalamir, segir á heimasíðu innanríkis- ráðuneytisins en ögmundur jónasson innanríkisráðherra segir að mikilvægt sé að öryggi sé í samræmi við settar reglur og hefur hann óskað eftir greinar- gerð frá Flugmálastjórn þegar at- hugun hennar er lokið. Isavia mun skila skýrslu til Flugmálastjórnar sem annast yfirumsjón og eftirlit með öryggis- málum á flugvöllum og öllum flugrekstri og svarar til Alþjóða- flugmálastofnunar um sín verk. „Isavia annast öryggiseftirlitið,“ segir enn fremur á síðu ráðuneytisins, „en aðkoma lögreglunnar á suðurnesjum er fyrst og fremst rannsóknarhlutverk.“ - jh Æ fleiri börn greinast með sykur-sýki hér á landi og er fjölgunin um 3 prósent á milli ára að sögn Ragnars Bjarnasonar, yfirlæknis á Barna- spítala Hringsins. „Þessi þróun hefur orðið á öllum Vesturlöndum og hefur verið undan- farna áratugi,“ segir Ragnar. Þrátt fyrir fjölda rannsókna sem gerðar hafa verið á sykursýki barna um allan heim hefur ekkert komið í ljós sem getur skýrt þessa þróun, að sögn Ragnars. „Þetta virðist á einhvern hátt tengt vestrænu líferni en þó ekki á sama hátt og sykursýki 2 sem tengist offitu,“ segir Ragnar. Alls eru 120 börn greind með sykursýki hér á landi. Árlega greinast 16-17 börn, oftast um fimm ára aldur en einnig greinist nokkur hluti barna um unglingsaldurinn, að sögn Ragnars. Aðeins líða í mesta lagi fáeinar vik- ur frá því að fyrstu einkenni koma fram og þangað til börn greinast. „Öll börn á Íslandi sem þjást af sykursýki greinast,“ segir Ragn- ar. Sjúkdómurinn leiðir fólk til dauða á mjög skömmum tíma fái það ekki meðhöndlun. Að- spurður segir Ragnar að árangur meðferðar við sykursýki sé mjög góður hér á landi. Jón Sólmundarson er formaður Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, og faðir unglingsdrengs með sykursýki. Hann segir þjónustu við börn með sykursýki á Íslandi framúrskarandi. „Hún er eins og best gerist í heiminum. Á Barnaspítalanum er teymi sérfræðinga sem fylgist mjög vel með börn- unum,“ segir hann. Að sögn Ragnars er ábyrgðin á meðferð sykursýkisjúklings mestmegnis á höndum sjúklingsins sjálfs eða fjölskyldu hans þó svo að hún sé í samvinnu við sérfræðinga. Jón segir að stuðningur foreldrasamfélagsins sé mjög mikilvægur, jafnt fyrir foreldra sem börnin sjálf og Dropinn sinni þar veigamiklu hlutverki. „Dropinn heldur reglulega fræðslufundi fyrir foreldra og börn. Annað hvort ár eru jafnframt haldnar sumarbúðir fyrir börn sem eru nýafstaðnar. Unglingarnir hittast einnig í sumarbúðum, annað hvort ár hér á landi og annað hvort ár með öðrum sykursjúkum ung- lingum erlendis,“ segir Jón. Hann segir að sumarbúðirnar séu mjög mikilvægur þáttur í fræðslu barna um sjúk- dóminn. „Þau hittast og fræðast hvort af öðru um sjúkdóminn en það er ekki síður mikil- vægt að þau skemmta sér vel og koma ánægð og glöð heim,“ segir hann. Í sumarbúðunum er læknir og hjúkrunarfræðingur sem sjá um eftirlit með börnunum allan sólarhringinn og eru þau því í mjög öruggum höndum. sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Sykursjúkum börnum fjölgar stöðugt Börnum sem greinast með sykursýki hér á landi fjölgar um þrjú prósent milli ára og hefur sú þróun varað í nokkurn tíma á Vesturlöndum án þess að hægt sé að greina orsakirnar. alls eru 120 íslensk börn með sykursýki og greinast 16-17 árlega.  sykursýki engin skýring á Fjölgun tilFella Unglingarnir sem voru í sumarbúðum Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki. Sumarbúðirnar eru mikilvægur þáttur í fræðslu barna og unglinga um sjúkdóminn. Ljósmynd Skessuhornagnes setur arftaka sinn í embætti agnes m. sigurðardóttir, biskup íslands, fer á heimaslóð um helgina en á sunnudaginn messar biskup í ísafjarðarkirkju og setur nýjan prófast Vestfjarða, séra magnús erlingsson sóknarprest á Ísafirði, í embætti. agnes var prófastur Vestfjarða áður en hún var kjörin biskup og jafnframt sóknarprestur bolvíkinga. messan hefst klukkan 11. kór ísafjarðarkirkju syngur en organisti er hulda bragadóttir, að því er fram kemur á vef Skutuls. Eftir messuna verður kaffi í safnaðar- heimilinu með nýjum biskupi og nýjum prófasti. - jh skorradalsviður í almannagjá „Við lögðum metnað okkar í að hafa ís- lenskt efni í þessari brú og erum ákaflega stolt af því að megnið af því efni sem notað var er greni úr skorradal. Þetta eru engar renglur því dekkið er klætt með sjö á hálfs sentímetra þykkum plönkum,“ segir ólafur örn haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, í viðtali við Skessuhorn en timbur í dekk nýrrar brúar í almannagjá kemur allt frá skógrækt ríkisins í skorradal. ólafur sagði brúna þurfa að vera trausta og því séu svo þykkir plankar í dekkinu. „Þarna fara margir um,“ segir hann í viðtalinu, „og á góðri viku getur fjöldi ferðamanna sem fer um brúna verið um tuttugu þúsund.“ - jh Brotalamir í eftirliti á flugvallarsvæðinu 4 fréttir Helgin 13.-15. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.