Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 10
sambúð. „Ég heyrði það á fólki að sumir héldu að við værum að giftast svo ég gæti verið hér lengur, en það var sko alls ekki ástæðan. Ég þurfti þess ekkert. Ég þurfti ekkert að komast frá Mexíkó. Ég kem frá vel stæðri fjölskyldu og hafði það mjög gott þar. Það var bara Friddi sem gerði það að verkum að ég vildi vera áfram á Íslandi,“ segir hún og hlær. „Um leið og fólk kynntist mér betur sá það náttúru- lega hver raunverulega ástæðan var,“ bætir hún við. Missti fóstur 2011 Friðfinnur var á Íslandi á meðan Paulina var í Mexíkó að ljúka námi sínu. „Þá fórum við að plana fjölskyldu. Stuttu eftir að ég kom aftur til Íslands, í desember 2010, varð ég ófrísk en ég missti fóstrið í febrúar. Þá kom í ljós að ég hefði í raun ekki átt að geta orðið ófrísk með náttúrulegum hætti því ég var með blöðrur á eggjastokkunum. Við reyndum samt áfram í ár með hjálp kvensjúkdómalæknis og lyfja en loks var okkur sagt að við yrðum að leita til Art Medica og fá hjálp. Við gerðum það og eftir meðferð í mánuð var tæknisæðing framkvæmd og það tókst svona vel,“ segir hún. Alls frjóvguðust fimm egg í tæknisæðingunni en að sögn Guðmundar Arasonar, frjósemislæknis á Art Medica, er afar sjaldgæft á heimsvísu að slíkt gerist og einsdæmi hér á landi, eins og áður sagði. Tæknisæðing fer þannig fram að konunni er gefið hormón til að örva vöxt og þroska eggbúa. Síðan eru sæðisfrumur settar upp í leghol konunnar með örfínum plastlegg. Í annarri sónarskoðun á Art Medica kom í ljós að fóstrin voru fimm og var hjón- unum í framhaldi vísað til fæðingalæknis á kvenna- deild Landspítala Íslands, Huldu Hjartardóttur yfirlæknis. Hún staðfesti með sónarskoðun að fóstrin væru fimm og þau döfnuðu vel og virtust öll heilbrigð. „Það voru bæði góðar og slæmar fréttir,“ segir Paulina. „Auðvitað vildum við að börnin væru öll heilbrigð en við vorum líka smá að vona að við myndum ekki þurfa að taka þessa ákvörðun sjálf,“ segir hún. Þau höfðu um mánuð til að taka ákvörðun um framhaldið. „Ég held, að ef við hefðum ekki komist í samband við þetta fólk sem hafði samband við okkur í gegnum Fréttatímann, hefðum við látið undan þrýstingi lækna og fækkað fóstrunum í tvö,“ segir Paulina. „Við hefðum aldrei orðið fyllilega sátt við það og hefðum alltaf hugsað: Hvað ef við hefðum eignast þrjú?“ Erfitt andlega og líkamlega Rúm vika er liðin síðan Paulina fór í aðgerðina þar sem fóstrunum var fækkað. Hún segir það hafa verið erfiða stund. „Þetta var mjög sárt, bæði and- lega og líkamlega, en ég vissi að sá möguleiki var ekki raunverulega fyrir hendi að eignast þau öll því það hefði verið of mikil áhætta, bæði fyrir mig og börnin,“ segir hún. Friðfinnur bætir við: „Ég var alveg að því kominn að biðja læknana að hætta við þegar að þessu kom.“ Paulina fékk staðdeyfingu og tók aðgerðin um 15 mínútur. „Ég var hjá henni og hélt í höndina á henni en fylgdist með því sem fram fór á sónarskjánum sem læknarnir notuðu til að staðsetja fóstrin,“ segir Friðfinnur. „Það var hræðilegt að fylgjast með þessu en ég vildi samt gera það til að vera viss um að það yrðu engin mistök gerð,“ segir hann. Fóstr- unum tveimur var eytt með því að sprauta efni í hjarta þeirra. Farið er með sprautunál í gegnum kvið konunnar og legvegg. „Við eigum myndband af sónarn- um þar sem öll fimm fóstrin eru lif- andi. Það er mjög dýrmætt,“ segir Friðfinnur. „Við fengum líka að sjá þegar við fórum í sónar nú í vik- unni að þrjú fóstrin eru heilbrigð og virðast vaxa eðlilega en tvö eru látin,“ segir Friðfinnur. „Við höfum fengið að eiga sónarmynd af öllum þeim skiptum sem við höfum farið í sónar, en við vildum ekki fá mynd í þetta skipti,“ bætir Paulina við. „Það er of erfitt. Við ætlum bara að bíða þangað til börnin þrjú eru orðin stærri.“ Paulina er undir ströngu eftir- liti á Kvennadeild Landspítalans þar sem þríburameðganga er talin áhættusöm meðganga. Enn sem komið er gengur allt vel og eru hjónin bjartsýn um framhaldið, eru búin að reikna það út að þríburarnir muni koma til með að nota sjö þúsund bleyjur fyrsta árið. „Það eru nokkrir bleyjupakkar,“ segir Friðfinnur og dæsir í gríni. „Svo er allt hitt: þrír bílstólar, þríburakerra, þrjú barnarúm... Þetta verður ævintýri,“ segir hann og brosir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is „Ég kem frá vel stæðri fjöl- skyldu og hafði það mjög gott þar. Það var bara Friddi sem gerði það að verkum að ég vildi vera áfram á Íslandi.“ ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI 398 kr. 12 stk. 498 kr. 8 stk. 298 kr. 3 stk. 10 viðtal Helgin 13.-15. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.