Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 33
ferðir Björgunarsveit endurvakin undir eyjafjöllum
Ferðafélagið Útivist og verslunin
Íslensku Alparnir hafa tekið höndum
saman um styrk til björgunarsveitar-
innar Bróðurhöndin undir Eyjafjöllum.
Björgunarsveitin hefur nú verið
endurvakin af vöskum Eyfellingum,
en starfsemi hennar hafði verið í lægð
um allnokkurt skeið. Styrkurinn er í
formi gjafabréfs á vörur frá versluninni
Íslensku Alparnir.
Að sögn Skúla H. Skúlasonar fram-
kvæmdastjóra Útivistar er það mikið
fagnaðarefni að fá virka björgunarsveit
undir Eyjafjöllum. Er þar einkum horft
til gönguleiðarinnar yfir Fimm-
vörðuháls en umferð göngumanna
um hálsinn hefur aukist mikið eftir
eldgosið árið 2010. Útivist hefur um
langt skeið látið sig varða öryggismál
á gönguleiðinni, rekur þar gönguskála
og stendur þar ár hvert fyrir fjölda
ferða undir leiðsögn. Alltof algengt er
að göngumenn sem ferðast þar á eigin
vegum eru vanbúnir til slíkrar ferðar,
bæði hvað varðar fatnað og öryggis-
búnað, auk þess sem margir hafa ekki
til að bera þá þekkingu sem þarf til
slíkra ferða. Því er full þörf á að björg-
unarsveit sé til taks í næsta nágrenni
og Útivist vill með þessu leggja ofurlítið
lóð á vogarskálarnar til að styrkja við
starfsemi sveitarinnar.
Guðmundur Gunnlaugsson eigandi
verlsunarinnar Íslensku Alparnir segir
það ánægjulegt að geta stutt við stofn-
un nýrrar björgunarsveitar. Verslunin
býður mikið og gott úrval að búnaði til
fjallamennsku og vonast til að gjöfin
nýtist starfsemi björgunarsveitarinnar
sem best. Starfsemi björgunarsveita
er grunnstoð í fjallamennsku og útivist
á Íslandi og fjölmargir kynnast þessu
áhugamáli í gegnum starfsemi þeirra.
Útivist og verslunin Íslensku Alparnir styrkja björgunarsveit
Við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi.
Mynd Fanney Gunnarsdóttir
Eftir lagfæringar. Mynd: Óskar Andri
Við upphaf lagfæringa. Mynd: Óskar
Andri
Ferðaklúbbsins 4x4.
Að sögn Skúla H. Skúlasonar
hjá Útivist, hafa bæði Útivist og
Ferðaklúbburinn 4x4 að mark-
miði sínu að stuðla að góðri
umgengni við náttúruna sam-
hliða því að vera vettvangur
fyrir áhugafólk um ferðalög um
hana og sveið marga að sjá þau
ummerki sem þarna var að finna
og var auðsótt mál að fá félaga
með í leiðangurinn.
Í umræðunum sem spunnust
í nóvember kom meðal annars
fram sú hugmynd hjá Þorleifi
Eggertssyni að hvetja alla jeppa-
ferðalanga á hálendinu til að
fjárfesta í hrífu og hafa með sér
á ferð um landið. Þeir gætu hæg-
lega fest hana á bílinn með skófl-
unni og járnkarl inum. Síðan er
hægt að taka stopp í um 10 mín-
útur á dag á ferðum sínum og
laga sjáanlegar skemmdir sem
á veginum verða: Að þetta væri
bæði góð hvíld frá akstri og um
leið hin besta hreyfing. Ferða-
langar allir verða að sameinast
um að verjast utanvegaakstri og
vera góð fyrirmynd.
Lokað á gervislóða. Mynd: Óskar Andri
ferðir 33Helgin 13.-15. júlí 2012