Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 49
tíska 49Helgin 13.-15. júlí 2012
„Þetta gel er bara snilld! Ég hef notað það í mörg ár, bæði eitt
og líka blandað við Make Up. Húðin fær aukinn ljóma. Elska
þetta gel og nota það daglega. Mæli algjölega með því!“
Ásdís Oddgeirsdóttir
„Þetta er vara sem er alveg ómissandi. Hef alltaf verið í vand
ræðum með að nota meik því ég er með svo þurra húð. Eftir
að ég kynntist Sensai Bronzing gelinu var öllu mínu meiki
hent og nota ég gelið eingöngu og á hverjum degi. Þetta er
sko mitt uppáhalds.“
Guðrún Viðarsdóttir
„Bronzing gelið frá Kanebo er án efa ein mesta snilldar
uppfinning í húðvörum sem framleidd hefur verið fyrir konur og
karla. Það er göldrum líkast því þetta hefur svo margslungna
eiginleika s.s. þetta „Natural Glow“, raka, fallegan lit og hæfi
lega þekju. Yfir sumartímann er þetta nóg eitt og sér og yfir
veturinn er þetta „lifesaver“ fyrir okkur þegar húðin er orðin föl
og litlaus. Einn af mörgum kostum er að gelið smitast ekki í föt
og þess vegna er óhætt að setja það á háls og bringu. Segi
það og skrifa, get ekki verið án þess. Love it! “
Sif Davíðsdóttir
„Bronzing gelið er ómissandi eins og maskarinn! Gefur full
kominn lit og er svo léttur farði á húðina. Mér líður allavega
ekki eins og ég sé með grímu eins og oft þegar ég reyni
að setja á mig meik! Mér finnst húðin alltaf í góðu jafnvægi
því gelið gefur svo mikinn raka. Það er nauðsynlegt þegar
maður til dæmis flýgur mikið eins og ég, þar sem ég vinn
sem flugfreyja á sumrin og bý í Noregi og flakka mikið á milli
til Íslands.“
Birna Ósk Sigurbjartsdóttir
Sensai Bronzing gelið frá Kanebo er framleitt úr 70% vatni og hinu einstaka
Koishimaru silki. Það sveipar húðina frískandi raka og gegnsæjum lit sem
heldur húðinni rakri og geislandi fallegri.
BRONZING GEL
Klæðist aðeins flíkum frá Topshop
Þrátt fyrir að vera ein af
ríkustu táningastjörnunum í
Hollywood kaupir Demi Lo-
vato fötin sín á sama stað og
við hin. Fataskápur hennar
virðist innihalda lítið annað
en föt frá tískurisanum
Top shop þessa dagana.
Hún hefur klæðst fatnaði
frá tísku fyrir tækinu frá
toppi til táar á opin-
berum viðburðum síð-
astliðinn mánuð.
8. júní. 6. júlí. 27. júní. 16. júní.
Lítil eftirspurn eftir
hönnun Kanye
Rapparinn og hönnuðurinn Kanye West
frumsýndi nýju fatalínuna sína Air
Yeezy fyrr í vikunni en hún er unnin í
samstarfi
við fyrir-
tækið Nike.
Línan er ekki
væntanleg
á Banda-
ríkjamarkað
fyrr en í lok
þessa árs en
Kanye ákvað
þó að leyfa
heppnum
aðila að
kaupa sér
bol úr línunni
gegnum upp-
boðsvefinn eBay.
Bolurinn, sem
framleiddur verður
í takmörkuðu magni, var settur á rúmar
12 milljónir íslenskra króna en enn
hefur enginn boðið í bolinn.
Enn hefur enginn boðið
í bol rapparans og
hönnuðarins
Kanye West.
Tavi tekur tímaritið
skrefi framar
Nettímaritið Rookie, sem tánings-
tískubloggarinn Tavi Gevinson hefur
ritstýrt undanfarna mánuði, mun koma
út á prenti í fyrsta sinn undir nafninu
Rookie Yearbook One, í september
næstkomandi. Tavi, sem vakti athygli í
netheimum aðeins þrettán ára gömul,
hefur unnið vel að tímaritinu og er það
nú í flokki með stærri tímaritum á borð
við Vogue og ID. Aðrir ritstjórar tísku-
tímarita, eins og Anna Wintour og Carine
Roitfeld, hafa lýst yfir ánægju sinni og
tilhlökkun vegna þessa. Eftirvæntingin
er mikil eftir blaðinu sem verður 296
síður og efnið verður eingöngu tísku-
tengt.
Tavi Gavinson gefur tískutímaritið
Rookie út á prenti í september.