Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 28
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. E Eina leiðin fyrir okkur til að bæta lífskjör og draga úr atvinnuleysinu er að auka verðmæta-sköpun þjóðarbúsins. Aðgerðir til að auka hagvöxt og skapa ný störf verða því að beinast að því að auka arðbæra fjárfestingu. Svo sagði Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðu- sambands Íslands, þegar hann fylgdi hagspá sambandsins úr hlaði. Þetta er rétt að hafa í huga þegar fagnað er auknum hagvexti á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem er að talsverðu leyti drifinn af einka- neyslu. Á sömu nótum talar Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, þegar hann bendir á að sjálfbær hagvöxtur til lengri tíma krefjist annarra drifkrafta en aukinnar neyslu, það er að segja verulega aukinna fjárfestinga, einkum í útflutningsstarfsemi. Árin 2009 og 2010 náði atvinnuvegafjárfesting botni og var um 7,8 prósent af vergri landsframleiðslu. Fjárfestingin jókst í 9,4 prósent á síðasta ári en er eigi að síður, eins og fram kemur í nýrri Þjóð- hagsspá, langt undir langtímameðaltali. Það er 12,3 prósent þegar miðað er við síðustu 20 ár. Vöxtur frá því að fjárfestingin var lægst árin 2009 og 2010 hefur, sem mörgum kann að koma á óvart, að mestu verið í stóriðju og orkuframkvæmdum tengdum þeim. Þar ber hæst framkvæmdir við stækkun álversins í Straumsvík og Búðarhálsvirkjun. Vöxtur hefur líka verið í almennum fjárfestingum, utan stóriðju, skipa og flugvéla. Það er vel, þótt ekki hafi hann verið nægur, enda verður að huga að fjölbreytni, hvort heldur er áframhaldandi fjár- festing í stóriðju með afleiddum verkefnum, í sjávarútvegi, þar sem menn hafa haldið að sér höndum vegna óvissu um gjaldtöku, eða ferða- þjónustu þar sem uppgangur er – eða öðru. Horft er til frekari orkubeislunar og um leið hverju þau fyrirtæki sem orkuna nýta, einkum álfyrirtækin, skila til þjóðarbúsins. Engin fram- kvæmd hér á landi hefur verið umdeildari en Kárahnjúkavirkjun. Fjarðaál kaupir orku hins mikla mannvirkis. Í samantekt um starfsemi Alcoa Fjarðaáls árið 2011 kemur fram að ál nemur nú um 40 prósent af vöruútflutningi frá Íslandi, sem er svipað hlutfall og útflutningur sjávarafurða. Á síðasta ári var hlutur Fjarða- áls um 17 prósent af heildarvöruútflutningi, en ekkert annað fyrirtæki flytur út meira vöru- magn. Álfyrirtækið flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna á árinu. Um 35 prósent af út- flutningstekjum Fjarðaáls urðu eftir í landinu, um 33 milljarðar króna, meðal annars í formi opinberra gjalda, launa, innkaupa frá innlend- um birgjum á vöru og þjónustu og samfélags- styrkja. Það munar um minna. Fjárfesting hins opinbera, sem einkum eru ýmsar bygginga- og samgönguframkvæmdir, dróst saman að raunvirði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta er fjórða árið í röð sem hún dregst saman, að því er fram kemur í Þjóðhagsspá. Einkum hafa stjórnvöld þó verið gagnrýnd fyrir að styðja ekki nægilega við atvinnuvegafjárfest- ingu. Ef litið er til markmiða ríkisstjórnarinnar, Fjárfestingaáætlunar fyrir Ísland 2013-2015 – nýrra áherslna í atvinnumálum, er markmiðið að styðja við hagvöxt og fjölbreytni í atvinnu- lífi. Áætlunin gerir ráð fyrir því að ríkissjóður endurheimti stóran hluta af þeim fjármunum sem lagðir voru fram til að endurfjármagna bankakerfið og að með nýjum lögum um fisk- veiðistjórnun og veiðigjöld fái þjóðin aukna hlutdeild af arði sjávarauðlinda. Harðar deilur stóðu fram á sumar um aukna skattlagningu á sjávarútvegsfyrirtækin – og sýnist sitt hverjum – en um bankapeningana þarf vart að deila. Þá þarf að endurheimta og verja skynsamlega. Stjórnvöldum ber, auk opinberrar fjárfesting- ar, að stuðla að því að atvinnuvegafjárfestingar séu fýsilegar. Það gerist með hófsamri skatt- lagningu og því, meðal annars, að orkunýt- ingarkostir séu skýrir. Enn skal síðan ítrekað það brýna hagsmunamál að gjaldeyrishöft verði afnumin eins fljótt og unnt er. Nútíma atvinnulíf þrífst ekki við þau. Leið að bættum lífskjörum Auka þarf arðbæra fjárfestingu Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Tjáningarfrelsi Tvær konur í Strassbourg N ýr dómur Mannrétt-indadómstóls Evrópu í máli tveggja blaða- kvenna gegn íslenska ríkinu ætti að öllu jöfnu að hafa veru- lega áhrif á dómaframkvæmd hér á landi og styrkja um leið stöðu tjáningarfrelsisins. Um leið hlýtur dómurinn að kalla á viðbrögð löggjafarvaldsins en ljóst er að tjáningarfrelsinu eru settar of þröngar skorður á mörgum sviðum. En af hverju þarf að minna ís- lenska stjórnsýslu og dómstóla á mikilvægi tjáningarfrelsisins? Rétturinn til tjáningar er staðfestur í öllum mannréttindaskrám Vesturlanda og er tryggður í 73. gr. íslensku stjórnarskrárinnar. Mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um að hver maður skuli vera frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Íslendingar eru aðilar að öllum þessum yfirlýs- ingum og við höfum skuldbundið okkur til að fara eftir þeim eins og á við um Mannréttindadómstól Evrópu. Eigi að síður vefst það sífellt fyrir íslenskum dóm- stólum að átta sig á því að tjáningarfrelsi er grunnstoð mannréttinda því ef þess nýtur ekki við er erfitt að tryggja önnur mannréttindi. Rétturinn til að segja frá og upplýsa tryggir að við getum vitað eitthvað með nokkuð öruggri vissu um það sem fer fram í samfélaginu. Á þann eina hátt getum við skilið hvað er að gerast í kringum okkur og mótað eigin ákvarðanir og athafnir. Þannig má segja að trúfrelsi sé til lítils án tjáningarfrelsis, svo dæmi sé tekið. Notkun tjáningarfrelsis hefur á sér margar hliðar og þáttur fjölmiðla er mikilvægur. Þeir tryggja þann farveg skoðana- og tjáskipta sem öllum samfélögum er nauðsyn. Ef sá farvegur er stíflaður eða hindraður að einhverju leyti hætta upplýsingarnar að streyma og rangfærslur og blekkingar taka við. Öflugir, sterkir og frjálsir fjölmiðlar eru ein af forsendum menningar í okkar samfélagi. Mikilvægt er að fjölmiðlum sé tryggt heilbrigt starfsumhverfi svo þeir geti gegnt hlutverki sínu. Með því að berja stöðugt á þeim með illa grund- uðum málsóknum hefur verið dregið úr getu þeirra til að gegna hlutverki sínu sem vörn almennings fyrir mistökum og vanhæfni stjórnsýslunnar. Um leið hafa blaðamenn mátt sitja undir ómálefnalegri umræðu. Það er einkennandi fyrir um- ræðuna í seinni tíð að reynt er að grafa undan trausti og trú- verðugleika blaðamanna með ómálefnalegri gagnrýni og upphrópunum sem byggjast á misskilningi og vanþekkingu. Þegar niðurstaða dómsins er lesin sést að málsmeðferð í þessum tveimur málum var mjög ábótavant og meira að segja áhöld um að um sanngjarna málsmeðferð sé að ræða. Og það gagnvart tveimur blaðakonum hjá fjárvana fjölmiðlum sem eru að reyna að varpa ljósi á jafn alvarleg vandamál og vændi og mansal. Ekki verður annað séð en að Hæstiréttur Ís- lands sé sérstaklega átalinn fyrir málsmeðferðina sjálfa og getur dómurinn ekki skýlt sér á bak við að hann hafi aðeins verið að dæma eftir lögunum. Blaðamannafélag Íslands taldi mikilvægt að nýta þann rétt að geta skotið málinu til æðra dómsvalds. Því ákvað félagið að leggja til fjármagn svo málinu yrði komið til Strassborgar. Það hefur nú borið þann ávöxt að skýr skilaboð hafa komið sem ekki verða hundsuð. Eða hvað, sagan gæti sagt okkur annað. Mörgum finnst að niður- staða Þorgeirsmálsins svokallað frá 1992 hafi ekki orðið sú lexía sem í dómnum fólst. Í þeim dómi benti Mann- réttindadómstóllinn íslenskum dómurum hæversklega á að málfrelsi sé ekki einungis til að tíunda almælt tíðindi heldur sé það einmitt lögfest til að tryggja fólki rétt til að segja það sem fáheyrt er og sumum kann jafnvel að þykja móðgandi. Einnig væntu menn þess á þeim tíma að í framtíðinni myndu íslenskir dómstólar líta meira á tilefni ummæla og að hverjum þau beindust í stað þess að líta til orðanna sjálfra. Það virðist ekki hafa verið raunin og nú er spurningin hvort þarf að leiða íslenska stjórnsýslu og dómstóla til Strassborgar á 20 ára fresti til að útskýra fyrir þeim merkingu og inntak tjáningarfrelsisins. Hjálmar Jónsson formaður BÍ Sigurður Már Jónsson varaformaður BÍ Frá kr. 34.950 Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin til Mallorca í sumar. Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Mallorca 24. júlí í 14 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á dvölinni stendur. 2 fyrir 1 til Mallorca 24. júlí Verð kr. 34.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 24. júlí í 14 nætur. Netverð á mann. Verð áður kr. 69.900. Verðdæmi fyrir gistingu: kr. 41.000 á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn á Cala D´Or Park 24. júlí í 14 nætur. Verð á mann m.v. tvo fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi kr. 90.000 í 14 nætur. H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Grillpakkar fyrir hópa og samkvæmi Allt í grillmatinn www.noatun.is 28 viðhorf Helgin 13.-15. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.