Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 13.07.2012, Blaðsíða 16
þegar ég var sjö eða átta ára og þurfti alltaf að taka hlé á ákveðnum tímum þegar ég var úti að leika mér. Ég var alltaf á klukkunni því ég vildi tryggja að ég missti ekki af uppáhalds tónlistarþáttunum mínum í útvarpinu sem voru Óskalög sjúklinga, Óskalög sjómanna og Lög unga fólksins, því þá kom músík,“ segir hún. „Ég lærði á píanó í tvö eða þrjú ár en fannst miklu skemmtilegra að syngja. Svo fékk ég kassagítar, þegar ég var unglingur, og pikkaði gripin upp úr bítlabók.“ Hún söng fyrir sjálfa sig, ein inni í herbergi, og sökum feimni passaði hún sig á því að enginn heyrði til hennar. „Einu sinni stóð víst vinkona mín fyrir utan herbergið hjá mér og hlustaði á mig syngja án þess að ég vissi af því. Þegar hún kom hún inn sagði hún að ég yrði að fara að syngja í hljómsveit! Ég svaraði: „Nei, kemur ekki til greina. Ég myndi aldrei þora, ekki að ræða það!“ En hún gaf sig ekki og sagði að ef einhver myndi auglýsa eftir söngkonu yrði ég að sækja um. Og svo einn daginn kom hún með Dagblaðið þar sem hljómsveit var að auglýsa eftir söngvara. „Sigga, hringdu!“, sagði hún. Ég sagði að það kæmi ekki til greina þannig að ég held að hún hafi bara hringt og sagt mér svo að við ættum að mæta á einhvern stað klukkan átta og hitta hljómsveitina og ef ég færi ekki myndi hún hætta að vera vinkona mín,“ segir Sigga og hlær. „Mig langaði ekki að missa hana sem vinkonu – og auðvitað kraumaði löngunin undir niðri. Feimn- in var bara yfirsterkari. En svo lét ég mig hafa það að fara á þessa æfingu og þar var Dr. Gunni aðalmaðurinn í hljómsveitinni. Ég söng þarna eitthvað fyrir þá, ég man ekki hvað, og svo var ég bara ráðin,“ segir hún hlæjandi. „Þessi hljómsveit hét því hrikalega nafni Geðfró! Það kom alveg frá strákunum, ég átti ekkert í því nafni. Mér fannst alltaf svo vandræðalegt að segja þetta nafn því það var svo hrikalega ljótt,“ segir hún og hlær. Úr Geðfró í Meinvillingana Hún segir að hljómsveitin með ljóta nafnið hafi verið mjög dugleg að æfa og koma fram. „Við spil- uðum til dæmis á Félagsstofnun stúdenta þar sem oft voru haldnir tónleikar með nýjum böndum sem voru að koma sér á framfæri. Einhvern tímann þeg- ar ég var þar komu að máli við mig aðrir strákar sem buðu mér að koma með sér í hljómsveit. Sú var meiri popphljómsveit en Geðfró sem var meira í nýbylgjunni og á þeim tíma fannst mér það spenn- andi tilhugsun að geta farið að spila á böllum og svona, og syngja „cover-lög“ þó svo að í dag hefði mér fundist gaman að gera eitthvað nýtt og spenn- andi. Það var úr að þeir buðu mér í sitt band sem hét nú ekki skárra nafni, Meinvillingarnir,“ segir hún og hlær. „Við tókum þátt í Músíktilraunum og lentum bara þó nokkuð ofarlega. Það er svo fyndið hvernig þetta gerist með feril minn, eins og þetta leiði allt hvert af öðru. Ég hef nú alltaf trúað því að ef mann langar eitthvað og óskar sér einhvers þá kemur það til manns, bara spurning um hvenær það kemur.“ „Þegar við erum að taka þátt í Músíktilraunum eru strákar að horfa á, meðal annars Gummi Jóns í Sálinni og Sveinn Kjartansson sem á Stúdíó Sýr- land í dag, og fleiri strákar. Þeir komu síðan til mín daginn eftir og spurðu hvort ég vildi ekki koma á æfingu með þeim. Ég gerði það og við fórum svo að spila út um allt. Svo var okkur boðinn plötusamn- ingur hjá Steinum og gáfum út eina plötu. Þessi hljómsveit hét Kikk. Þegar við vorum í stúdíó- inu kom Björgvin Halldórsson þangað inn, hann var eitthvað að þvælast þar, og hann hringir í mig nokkrum dögum síðar og býður mér að syngja með sér eitt lag. Þá var það lagið Vertu ekki að plata mig. Og þá byrjaði ferillinn fyrir alvöru. Þetta var fyrsta lagið sem ég söng sem sló í gegn,“ segir Sigga. Frægðin óþægileg Hún segir að hún hafi átt erfitt með það á þessum tíma að vera allt í einu orðið þekkt andlit. „Þetta gerðist svo hratt. Ég tók þetta mjög nærri mér. Ég hef alla tíð síðan reynt að halda prívatlífinu mínu svolítið til hliðar. Núna finnst mér það reyndar ekki skipta eins miklu máli og áður en á þessum árum, í kringum 1990, mátti ég ekki fara út í búð án þess að fólk væri að pæla í því og kjamsa á því hvað væri í innkaupakörfunni minni. Ég var farin að fara út í búð á þeim tímum þegar sem fæstir voru að versla. Þetta var mjög mikið áreiti á tímabili. Ég var til dæmis hætt að fara í sund því mér fannst það bara svo óþægilegt.“ Hún segist hafa tekist á við þetta með því að setja upp hálfgerða brynju. „Ég hugsaði með mér að það væru bara tvær Siggur og ég er þannig enn þann dag í dag. Það er bara ég, þessi venjulega Sigga, og svo er það hin, þessi sem er almenningseign, sviðs- konan. Það hefur alltaf verið þannig, eiginlega tvær Siggur. Ég hef viljað hafa einkalífið fyrir mig en þeim sem líkar við sönginn minn fá að eiga hann.“ Hún segir að inn í þetta spili eflaust feimnin sem hún hefur strítt við alla tíð. „Ég get verið alveg ofboðslega feimin. Ég verð feimin í margmenni enn þann dag í dag, til að mynda í boðum þar sem er fullt af fólki. Það eru nú ekki margir sem vita það. En músíkin og söngurinn hefur hjálpa mér mikið við að takast á við þessa feimni. Ég hef einmitt séð það gerast með krakka sem eru feimnir og fara að læra söng, að söngurinn hjálpar þeim.“ Eitt af því sem hún úttalaði sig ekki um við fjöl- miðla á þessum tíma var að hún kom út úr skápn- um. „Mér fannst það ekkert erfitt en hinsvegar var ég ekkert að útvarpa því. Þetta er eðlilegasti hlutur í heimi, fólk er bara eins og það er, og maður á ekki að vera að draga það í einhverja dilka. Þetta var aldrei neitt tiltökumál og mér fannst engin ástæða til að vera útvarpa þessu. Enda vildi ég vera prívat.“ En hvað ætlarðu að halda áfram að syngja lengi? „Ég held ég haldi áfram að syngja eins lengi og ég get og fólk vill hlusta á mig. Það er svo skemmti- legt. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegt, ég þakka fyrir það á hverjum degi.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is tvær nýjar bragðtegundir! E N N E M M / S ÍA / N M 51 72 7 Ný bragðteguNd- bÉarNaise Ný bragðteguNd- sítróNa og Karrí „Það var stór- kostlegt að sjá þau fæðast. Ég gat ekki annað en grátið.“ Hvaða lag af þeim sem þú hefur sungið þykir þér vænst um? Það er rosalega erfitt að setja til um það hvaða lag manni þykir vænst um. Mér þykir mjög vænt um jóladiskinn minn, Desember, sem ég gaf út árið 1993. Mér þykir afskaplega vænt um þann disk í heild og ég lagði mjög mikið í hann. Svo er annar diskur sem mér þykir mjög vænt um, Til eru fræ, sem ég gerði eftir að mamma mín dó árið 2007. Mamma dó úr krabbameini og ég komst í kynni við þann sjúkdóm mjög náið á þessum tíma því ég var mjög mikið með henni og hjá henni. Það var mikil og erfið reynsla. Maður lærir mikið af því að ganga í gegnum svona tímabil og metur hlutina öðruvísi á eftir. Ég gaf út þennan disk í kjölfarið og þar tók ég lagið Til eru fræ af því að það var hennar uppáhaldslag og ég hafði aldrei sungið það. Mér þykir mjög vænt um það í dag. Einnig þykir mér mjög vænt um annað lag sem er á annarri sólóplötunni minni, Sigga, sem kom út árið 1998 og heitir Minning þín og er eftir Gunnar Þórðarson. Ég man að það var svo mikið mál að taka það upp því ég einhvern veginn fann ekki rétta karakterinn í sönginn. Við vorum komin á það að sleppa því bara. En ég er svo þver, ég get verið hrikalega mikill þverhaus stundum, þannig að ég hætti ekki, ég var alla nóttina að syngja það inn og ég fann rétta karakterinn fyrir rest. Mér þykir rosa vænt um þetta lag. Það er ofboðslega fallegt. “Það var bara mjög sniðugt hjá mér að gera þetta svona seint,” segir Sigga Beinteins sem hér er með dóttur sína, Alexöndru Líf, í fanginu. “Ég framleiddi fyrst barnaefnið og svo börnin.” 16 viðtal Helgin 13.-15. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.