Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 9

Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 9
BÓKBINDARINN 9 um, 2 á móti fimm, 3 á móti 9, o. s. frv.)". 27. febrúar. Samsæti í tilefni af þriggja ára afmæli félagsins. 9. júní. Fimmti fundur. Samþykkt fram- lenging á kjarasamningi með þeirri breyt- ingu að kaup hækki í kr. 20.00 á viku. 10. október. Sjöundi fundur. Pétur G. Guðmundsson vekur máls á því, hvort ekki væri rétt, eða jafnvel nauðsynlegt, að stofnaður verði sjóður til að styrkja meðlimi í veikindum eða atvinnuleysi. Ingvar Þorsteinsson (Form. igi i. gjaldk. i<)oy—08) 1910 Aðalfundur. Kosnir í stjórn: Guðbjöm Guðbrandsson, formaður, Brynjólfur K. Magnússon, ritari, Bjöm Bogason, féhirðir. Árstillag ákveðið kr. 3.00. Rætt um Sjúkra- samlag Reykjavíkur. Form. hvetur menn til að gerast meðlimir þess og eftirfarandi tillaga frá Pétri G. Guðmundssyni sam- þykkt samhljóða. „Fundurinn ákveður, að greiða skuli úr sjóði félagsisn, læknisvottorð og inngangs- eyri fyrir hvern félagsmeðlim og konu hans, ef á þarf að halda, sem gengur inn í Sjúkrasamlag Reykjavíkur í fyrsta sinn.” 27. nóvember. Sjötti fundur. Samþykkt að lærlingar mættu sitja fundi félagsins og hefðu þar tillögurétt. Páll Steingrimsson (Meðstj. /g 18) 1911 22. febrúar. Aðalfundur. Kosnir í stjórn: Ingvar Þorsteinsson, formaður, Gísli Guð- mundsson, ritari, og Þorleifur Ó. Gunn- arsson, féhirðir. 30. marz. Þriðji fundur, og jafnframt hinn síðasti, sem haldinn er í Bókbandssveina- félagi Islands. Þegar hér var komið sögu, hafði um nokkurt skeið borið á allmikilli deyfð í störfum félagsins, og lágu til þess ýmsar orsakir. Atvinnuleysi hafði mjög gert vart við sig og hefur það vafalaust haft mikil áhrif í þá átt, að lama samheldni og bar- áttuhug meðlimanna, jafnframt því, að margir þeirra höfðu sett á stofn eigin vinnustofur, og töldu sig því vart eiga sömu hagsmuna að gæta sem hinir, er hjá öðrum unnu. Helzta baráttumál félagsins hafði lengst af verið, og þó einkum er á leið, að vinna bug á atvinnuleysinu, sem sífellt fór vax- andi, og af þeim sökum var í öllum samn- ingaumleitunum megináherzla lögð á það, að takmarka nemendafjölda í iðn- inni, og er það einnig það umræðuefni sem mest ber á í fundargerðum félagsins. Þetta bar þó sáralítinn árangur, þar sem meistarar vildu ógjaman verða af hinn ódýra vinnuafli, sem nemarnir vom.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.