Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 24

Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 24
24 BÓKBINDARINN Það mun hafa verið í kringum 4 ár, sem ég var í burtu héðan, svo að samtals er ég búinn að vinna hér í 64 ár." ,,Það er ekki svo lítið, enda muntu hafa orðið allmikilla breytinga var á þessum tíma, bæði hvað vinnubrögð og vinnu- tíma snertir?" „Já, því er ekki að neita. 1 mínu ung- dæmi var ekki um annað að ræða en handverkfæri. Til dæmis þekktust þá ekki pappasöx og var það erfitt og seinlegt verk að skera alla pappa með „former- hníf", þó að upplög bókanna hafi að vísu verið minni þá en nú. Vinnutíminn var frá kl. 7 á morgnana til kl. 8 á kvöldin og eftirvinnukaup var þá óþekkt fyrirbæri. Eigi að síður átti maður það til að fara beint úr vinnunni á kvöldin á ball úti á Seltjarnarnesi, því maður var léttlyndur á þeim cirum, og þaðan í vinnuna kl. 7 á morgnana, vaðandi þara og þöngla upp í mjóalegg í miðbænum. Þá var maður skotinn í minnst 6—7 stelpum á sama tíma, en varð bara að gæta þess að þær vissu ekki hver um aðra." „Hvenær gekkstu svo í hjónaband?” „Ég giftist fyrst þegar ég var 21 árs Þór- unni Gísladóttur. Það hjónaband stóð þó ekki nema í 2 ár. Þegar ég var 26 ára giftist ég aftur, Gróu Sigurðardóttur, og skildum við eftir 8 ár. Og í þriðja sinn giftist ég, þegar ég var 37 ára, Sigríði Loftsdóttur frá Eyrarbakka, sem ég missti fyrir 5 árum. Guðmundur Gíslason, sem nú er verk- stjóri hér á vinnustofunni, er kjörsonur okkar." „Þú munt hafa helgað sönglistinni all- mikinn hluta af ævi þinni?" „Já, þegar ég var á 15. árinu byrjaði ég að syngja með söngfélaginu Svan á Seltjarnarnesi og á 16. árinu í Dómkirkju- kórnum og syng þar enn. Auk þess hef ég sungið í mörgum öðrum kórum, m. a. í söngfélaginu „14. janúar", Kátum pílt- um, Hlín (sem skipað var mönnum úr st. Verðandi) og Karlakór K.F.U.M. Einnig hef ég sungið einsöng við ýms tækifæri, svo sem við jarðarfarir og á skemmtunum." Því miður hefur Gísli ekki tíma til að ræða lengur við okkur og þökkum við honum því fyrir upplýsingarnar og kveðj- um hann. Þó að hann sé nú orðinn 82 ára gamall mundu fáir trúa því sem sjá hann eða heyra, og má geta þess, að hann hef- ur til þessa dags gyllt allar þær bækur sem bundnar hafa verið í einkaband í bókbandsvinnustofu Isafoldar á undan- fömum árum, og munu fáir á hans aldri leika það eftir honum. ÞórSur Magnússon . . . lífið hefur verið eifl æfinfýri Síðan snúum við okkur að Þórði og höf- um við hann sama formála og við Gísla. „Ég er fæddur 17. febrúar árið 1881 hér í Reykjavík, og er því nýlega orðinn 75 ára. Foreldrar mínir voru Magnús Magn- ússon steinsmiður og Magnhildur Hall- dórsdóttir. Þau áttu heima í Ingólfsstræti 7 og er ég fæddur þar og hef átt heima þar síðan. Að vísu er það ekki sama hús- ið, því að þá var þar torfbær. Þegar ég var barn að aldri byrjaði ég að vinna á stakkstæðum Eyþórs Felixson- ar kaupmanns og var þar til ársins 1897, en þá hóf ég bókbandsnám í bókbands-

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.