Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 35
BOKBIND ARINN
35
sjóar kindum dýraríkisins“, segir Björn Halldórs-
son.
Um bókbandið á síðari tímum segir Pétur G.
Guðmundsson:
„Bókbandsiðninni hefur naumast farið fram,
iðnfræðilega séð, á síðari tímum að sama skapi
sem hún hefur aukizt að mannfjölda og afkasta-
gctu.
Lengst af hefur bókband verið hreint hand-
verk, unnið með fábrotnum handverkfærum.
Seinustu 50—60 árin hafa þó verið smátt og
sniátt tekin í notkun fullkomnari og afkasta-
mciri tæki.
Fyrstu gyllingavél flutti Sigfús Eymundsson
ínn. Um svipað leyti og cftir það var farið að
nota skurðarvélar, bókavalsa og pappasöx.
Afkastamestu tækin, brotvél og saumvél,
keypti Ársæll Árnason til bókbandsstofu sinnar.
Samhliða aukning vinnuvéla hefur bókband í
Reykavík færzt í þá átt að vera verksmiðjuiðn-
aður, cinkum á síðari árum. Fyrr á tímum voru
bækur að jafnaði sendar óbundnar á markaðinn
(heftar). Á síðustu tímum færist í vöxt að bóka-
útgefendur láta binda rneira og minna af upp-
lögum bókanna áður en þær eru afgreiddar til
sölu. Þesskonar bókband er nú að mcstu stundað
á bókbandsstofum bæjarins.
Nokkrir bókbindarar, einkum eldri menn,
stunda einkabókband.
Iðnsaga íslands kom út árið 1945 og hefur ör-
fáum setningum, sem miðaðar voin við þann
tíma, venð sleppt úr greininm.
Hclztu bókbandsvinnustofur, sem síðan hafa
verið settar á stofn, eða hér hefur ckki verið getið
eru þessar:
Sveinabókbandið. Stofnað 1922. Verkstjóri Pét-
ur Magnússon.
Bókbandsstofa prentsmiðjunnar Eddu. Verk-
stjóri Magnús O. Magnússon.
Vélabókbandið á Akureyri stofnað 1943 af
P. O. B. Verkstjóri Vigfús Björnsson.
Bókfcll h.f. Stofnað 1943. Verkstjóri Aðalsteinn
Sigurðsson.
Bókbandsstofa Prentsm. Hafnarfjarðar. Stofn-
uð 1946. Verkstjóri Eystcinn Einarsson.
% 4 ■iY : L
J 1 V-y ¥1
*•> 1 Mt fmv
Frá afmcdisbófinx í RöSli.