Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 32

Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 32
82 BÓKBINDARINN llókfcll h.f.: Bækur Islcndingasagnaútgáfunnar hann þá mcð prentsmiðjunni til Rcykjavíkur. Bókbantlsstofa prentsmiðjunnar var þá lögð niður, en Egill kom sér upp sjálfstæðri bókbandsstofu, og segir dr. Jón Helgason biskup, að hann hafi fyrstur manna- í Reykjavík orðið til þess að reka bókbandsiðn sem iðnmcistari, enda fjölgaði bóka- mönnum hér þegar lærði skólinn fluttist lungað frá Bessastöðum og prestaskólinn var settur á stofn ári síðar. Árið 1848 auglýsir hann 14. 11. í Þjóð- ólfi skrifbækur til sölu, 6. 1. 1849 ýmsar bæktir til sölu og fari verð bandsins eftir gæðum. Hann taki líka við gömlum bókum til bands. 5. 11. 1852 kosta Gröndals kvæði ínnfest í kápu 19 sk. og mnbundm í gyllt, velskt band 32 sk. 10. 6. 1852 kostar Vídalínspostilla óbundin 3 rd., inn- bundin gyllt á kjöl 4 rd. 32 sk. og 4 rd. 48 sk. Ollum ber saman um, að Egill hafi vcnð góður bókbindari. Gröndal segir um hann: „hann var beztur bókbindari hér á landi, næstur Kristófer, og lét ekkcrt til þess vanta; hann var þá mesti rcglu- maður og vandaði sem bezt allt, sem hann snerti." Brynjólfur Oddsson (f. 2. 9. 1824, d. 11. 8. 1887) fór til bókbandsnáms til Egils 1848 og var hjá honum til 1853. Þá setti hann upp hókbands- stofu í Stöðlakoti í Reykjavík, en flutti þaðan 1856. Var á Isafirði 1859—68, en fluttist þá aft- ur til Reykjavíkur og stundaði þar bókband til dauðadags. Hann mátti telja aðalbókb ndara bæj- arins, eftir að Egill var fallin frá, var vandvirkur, cn eigi jafnoki Egils. Hann hatt fyrir prestaskól- ann. Hann var allgott skáld. Nokkrir piltar lærðu bókband hjá Brynjólfi, og urðu þeirra nafnkennd- astir bókbindarar þeir Halldór Þórðarson og Arin- björn Sveinbjarnarson. Tveir danskir bókbindarar ráku litlar bókbands- stofur í Reykjavík samtímis Brynjólfi Oddssyni. Hét annar Gemyntc. Hjá honum lærði bókband Magnús Vigfússon, síðar dyravörður í Stjórnar- ráðinu, og Oddur Gíslason frá Lokinhömrum. H:nn hét Jcnscn, og rak hann nokkur ár bók- bandsstofu með Árna Þorvarðssyni bróður Þor- varðs prentsmiðjustjóra. Báðir þessir dönsku menn hurfu síðan til Danmerkur. Sigfús Eymundsson (f. 24. 5. 1837. d. 20. 10. 1911) var um tíma við bókbandsnám í Reykjavík, sigldi haustið 1857 til Khafnar og hélt þar áfram náminu 2 ár hjá kngl. hirðbókbindara Ursin og varð fullnuma í íðn sinm. Ánð 1866 kom hann til Rvíkur og stundaði bókband, ljósmyndagerð o. fl. Með honum vann 11111 skcið Friðnk Guð- mundsson bókbindari. Prentsmiðja Isafoldar hóf rekstur bókbands- stofu 1886. Forstöðumaður hennar til 1895 var Þórarinn B. Þorláksson, síðar listmálari (f. 14. 2. 1867, d. 10. 6. 1924). Hafði hann lært bókhand hjá Halldóri Þórðarsyni. Hjá Þórarni lærðu nokkr- ír nafnktinnir bókbindarar, svo sem Gísli Guð- mundsson, sem unnið hefur á bókbandsstofu Ísa- foldar síðan 1888, og Sigurður Jónsson, er sjálf- ur rak bókbandsstofu um langt skeið. Hjá Sig- urði lærði m. a. Sigurður Sigurðsson, sem settist að á Akureyri og rak þar bókband og bókaverzl- un til dauðadags. Góður bókbindari. Á bókbandsstofu ísafoldar lærði og Þórður Magnússon, sem veitt hefur henni forstöðu síð- an 1904.1) Hjá Arinbirni Sveinbjarriarsyni lærðu margir bókband, m. a. Guðm. Gamalíelsson, Runólfur Guðjónsson og Brynjólfur Magnússon eigandi Nýja bókbandsins, sem hann stofnaði 1915. 1) Guðmundur Gíslason hefur vcnð verkstjóri þar síðan 1947.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.