Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 3

Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 3
Marz 1956 1. tbl. — 1. árg. T S Gók ÚTGEFANDI: BÓKBINDARAFÉLAG ÍSLANÐS Bókbindarinn RITNEFND: Fylgt úr hlaöi HELGI HRAFN HELGASON SVANUR JÓHANNESSON TRYGGVI SVEINBJÖRNSSON ÁBYRGÐARMAÐUR: TRYGGVI SVEINBJÖRNSSON * MYNDAMÓT: LITRÓF PRENTUN: VÍKINGSPRENT HEFTING: BÓKFELL H.F. Blað þetta er geíið út í tilefni af því, að 50 ár eru liðin síðan fyrstu samtök bókbindara á Islandi voru stofnuð. Eins og sjá má af því, að það er merkt sem 1. tölu- blað 1. árgangs, er þó svo til ætlazt að hér verði ekki staðar numið, heldur hefji Bókbindarafélag fslands hér með útgáfu eigin málgagns, er hafi því hlutverki að gegna, að vera hvort tveggja í senn, hjálpartæki í hags- munabaráttu stéttarinnar og vettvangur alls konar fróð- leiks, er iðn vora varðar. Að öðru leyti skal hér ekki fjölyrt um framtíðarhlut- verk eða -horfur blaðs þessa og engu lofað, enda er það ekki á okkar valdi að gefa nein fyrirheit þar að lútandi. Um efni þessa afmælisblaðs skal heldur ekki rætt. Það verður að kynna sig sjálft. Okkur eru annmarkar þess vel ljósir, en höfum okkur það helzt til afsökunar, að ákvörðun um útkomu þess var seint tekin, en hins vegar ekki talið fært að láta hana dragast úr hófi fram, eftir að afmælisdagurinn var liðinn. Biðjum ykkur þó, góðir félagar, vel að njóta. RITNEFNDIN LAND'jR'ÍKASAFN 217353 ÍSLANOS

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.