Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 5

Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 5
BÓKBINDARINN 5 morgir til þess að allir gætu þeir haft at- vinnu af iðninni. Þess vegna var það, að þegar þessir fóu menn höfðu stofnað með sér félag og fóru að gera kröfur til atvinnu- rekenda um betri kjör, þá lögðu þeir höf- uðáherzluna á að sporna við frekari of- fjölgun í iðninni. En þar var við ramman reip að draga. Því að hvort tveggja var að atvinnurekendur töldu sér hag í því að hafa nema og svo hitt, að það þótti nánast ósvinna þá að verkamenn væru að mynda félög og ætlast til að þau væru samnings- aðili við atvinnurekendur. Þegar á þetta er litið verður að telja það þrekvirki að félaginu skyldi takast að knýja fram samning á fyrsta starfsári. f þessu sambandi tel ég rétt að geta þess, sem Lúðvík Jakobsson sagði mér eitt sinn er við ræddum þessi mál. Hann sagðist hafa ráðið sig í byggingavinnu vorið 1906, til þess að vera ekki háður neinum bók- bandsiðnrekanda á meðan í þessu samn- ingastappi stóð. Þetta hefur sennilega ekki verið neitt einsdæmi á þessum tímum, því að verkalýðsfélögin voru illa séð og það kom fyrir að einstakir atvinnurekendur gerðu það að skilyrði að verkamenn þeirra væru ekki í verkalýðsfélagi. Við, sem nú lifum, eigum því braut- ryðjendunum mjög mikið að þakka, því að nú er talið sjálfsagt að menn séu í verkalýðsfélagi og að félagið sé samn- ingsaðili. Það hvílir því þung skylda á okkur og eftirkomendum okkar um að halda í horfinu og auka gagnsemi stéttar- félaganna. Ég vona að ekki komi til þess að Bók- bindarafélag fslands leggist niður úr þessu, heldur vænti ég þess fastlega að allir félagsmenn, karlar og konur, leggist á eitt um að efla félagið svo að það geti sinnt fleiri þáttum manndómsbaráttu bók- bindara hér eftir en hingað til. A þann hátt getum við bezt þakkað brautryðjendunum, sem ýttu úr vör fyrir fimmtíu árum. Frá ajmcdishófimt í Röðli n. febr. s.l.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.