Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 23
Dag nokkurn brugðum við okkur, tveir ritnefndarmenn, í blaða-
mannalíki og lögðum leið okkar í bókbandsvinnustofu ísafoldarprent-
smiðju. Vinna var þar í fullum gangi, og meðal þeirra, sem þar voru
við störf, mdtti sjá tvo af þeim mönnum, sem fyrir 50 árum stofnuðu
Hið íslenzka bókbindarafélag, þá Gísla Guðmundsson og Þórð Magn-
ússon, en það var einmitt erindi okkar að hafa tal af þeim, og fara
viðskipti okkar við þá hér á eftir.
Gísli
Guðmundsson
. . . maður
var léftlyndur
a þeim árum
Við snúum okkur fyrst að Gísla.
„Komdu sæll Gísli, eins og þú sérð þó
erum við komnir hér, tveir sveinstaulor,
og leikum blaðamenn. Erindið er að rekja
garnimar úr ykkur Þórði."
„Ekki skal ég verjast þeirra frétta, sem
ég hef á takteinum, en hætt er þó við að
garnirnar í mér séu nú farnar að fúna
fyrir ellisakir. Hvað viljið þið þá helzt fá
að vita?"
„Hvar og hvenær ertu fæddur?"
„Ég er fæddur 29. maí 1874 að Lamba-
stöðum í Flóa. Foreldrar mínir voru Guð-
mundur Magnússon steinsmiður og Sig-
ríður Gísladóttir frá Núpum í Ölfusi. Þeg-
ar ég var á öðru ári fluttist ég ásamt þeim
til Reykjavíkur og hef átt hér heima síð-
an. Árið 1888 byrjaði ég að læra bók-
band í bókbandsstofu Isafoldar.”
„Og hefurðu verið hér óslitið síðan?"
„Nei, um nokkurt skeið vann ég við
steinsmíði, eins og faðir minn og hefði
sennilega lagt stund á þá atvinnugrein
til frambúðar ef næg vinna við það hefði
verið fyrir hendi, en svo var því miður
ekki. Einnig var ég í vegavinnu á Grjót-
hálsi í Borgarfirði og vann um skeið við
undirstöðu Garðskagavita. Og af því að
maður er nú kominn á raupsaldurinn
sakar ekki að geta þess, að þegar vinnu
þar var lokið, en flóabáturinn ekki í ferð-
um, lögðum við af stað heim gangandi
nokkrir félagar, og segir ekki af ferðum
okkar annað en það, að eftir 8 klukku-
tíma kom ég til Reykjavíkur, en vega-
lengdin er 10 danskar mílur, og var ég
þá einn á ferð, en allvel haldinn því eina
flösku af brennivíni hafði ég tæmt á leið-
inni.
Til gamans má einnig geta þess, að
þegar ég vann við steinsmíðina hafði ég
huga á að gera legstein, og var búinn að
fá loforð kunnáttumanns á því sviði um
aðstoð við það. Ekkert varð þó úr þeirri
aðstoð og smíðaði ég því steininn einn.
Hann er á leiði Guðmundar bróður míns.
Á þessum árum vann ég líka eitt sinn
við að ná á flot togara, sem strandað hafði
á Meðallandssandi.
Eftir að ég tók aftur til við bókbandið
var ég fyrst hjá Halldóri Þórðarsyni og
síðan hjá Arinbimi Sveinbjamarsyni, en
fór svo aftur í Isafold og hér er ég enn.