Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 10

Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 10
10 BÓKBINDARINN 1915 26. apríl. Stofnfundur Bókbandssveina- félags Reykjavíkur. f áliti undirbúningsnefndar, sem kosin hafði verið á áður höldnum fundi, segir m. a., eftir að færð hafa verið rök að því að ekki komi til mála að endurlífga Bók- bandssveinafélag Íslands. „Skyldi enginn ætla að vér álítum enga þörf á slíkum félagsskap. Þvert á móti. Við leggjum eindregið til, og leggjum mikla áherzlu á, að bókbandssveinar í Reykja- vík hefjist nú handa, og stofni nýtt félag til að gæta hagsmuna sinna, og í sam- ræmi við þá skoðun leggjum vér fyrir fundinn uppkast að lögum fyrir væntan- legt „Bókbandssveinafélag Reykjavíkur". Vér treystum því fastlega að með góðri samvinnu, og fastheldni við sanngjamar kröfur, að oss verði mögulegt að komast að viðunanlegum samningum við vinnu- veitendur, sem vér álítum vonlítið fyrir hvern einstakann". Félagsstofnunin var síðan samþykkt í einu hljóði. f undirbúningsnefndinni voru: Bryjólfur K. Magnússon, form., Lúðvík Jakobsson, sem var framsögumaður hennar, og Bjöm Bogason. 28. apríl. Framhaldsstofnfundur. Sam- þykkt lög og kosin stjóm. Skipuðu hana eftirtaldir: Lúðvík Jakobs- son, formaður, Bjöm Bogason, ritari, Brynj- ólfur Kr. Magnússon, féhirðir. Um tilgang félagsins segir svo í lög- unum: „Tilgangur félagsins er sá, að bæta og vernda vellíðan þeirra manna, er stunda bókbandsiðn, halda uppi jafnrétti þeirra gagnvart vinnuveitendum og öðmm stétt- um og — að svo miklu leyti sem unnt er, tryggja þeim sæmilega lífsstöðu í framtíð- inni. Ennfremur, að styðja af megni að öllu því, er lýtur að fullkomnun og fram- fömm í bókbandsiðn. Og skal félagið, samkvæmt þessum tilgangi, leitast við að koma á samvinnu og samtökum meðal allra, er bókbandsiðn stunda, efla áhuga þeirra með fundum og ræðuhöldum, ná samningum og samkomulagi við vinnu- veitendur og önnur félög, sem hafa svip- að markmið, ef það horfir félaginu til heilla." 10. maí. Félagsfundur. Samþykkt að bera fram efirfarandi kröfur sveina til meistara: 1. Enginn maður fái vinnu við bókband, nema hann sé í Bókbandssveinafélagi Reykjavíkur. 2. Enginn nemandi verði tekinn næstu 3 ár, ella verði námstíminn minnst 5 ár. 3. Einn nemandi sé á móti þremur svein- um og aldrei fleiri en 2 á sömu vinnu- stofu. 4. Kaup sveina verði sem hér segir: 1. árið kr. 21.00, 2. árið kr. 22.00, 3. árið kr. 23.00 og úr því kr. 24.00 á viku. Samningsvinna sé miðuð við hæsta vikukaup. 5. Viku sumarleyfi án skerðingar á kaupi. 6. Lögboðnir helgidagar borgaðir með tilsvarandi tímakaupi. 7. Eftirvinna, til kl. 10 e. m., greiðist með 10 aura og nætur- og helgidagavinna með 20 aura viðbót á klst. 7. júlí. Félagsfundur. Lesið bréf frá Jón- asi Jónssyni frá Hriflu, Agústi Jósefssyni, prentara og form. Dagsbrúnar, og Sig- hvati Brynjólfssyni, lögregluþj., þess efnis að þeir heíðu í hyggju að hefja útgáfu jafnaðarmannablaðs og óskuðu þeir eftir fjárstyrk frá félaginu til þess. Samþ. að veita til þess kr. 60.00 á næstu 12 mán. og var Gísli Guðmundsson kosinn í full- trúaráð blaðsins. (Blað það sem hér um ræðir hóf göngu sína og nefndist Dags- brún).

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.