Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 13

Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 13
BÓKBINDARINN 13 Björn Bogason (Form. ig21 Varaf.m. 1942—45 Meðstj. 1908 Gjaldk. iyoy—10 Rit. 1915) Stefánsson, ritari; Björn M. Björnsson, gjaldkeri. 11. júní. Félagsfundur. Félagið hefur gengið í Alþýðusamband Islands á ný. 11. nóvember. Félagsfundur. Rætt um húsnæðismál verkalýðsfélaganna. Samþ. að kaupa eitt eða fleiri hlutabréf vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. 6. desember. Félagsfundur. Samþykkt árleg iðgjaldagreiðsla til Styrktarsjóðs verkamanna- og sjómannafélaganna í Rvík. Skorað á menn að kaupa Alþýðu- blaðið. 1921 27. apríl. Aðalfundur. Kosnir í stjórn: Bjöm Bogason, formaður; Bjöm Snorra- son, ritari; Bjöm M. Björnsson, gjaldkeri. 1922 14. janúar. Félagsfundur. Erindi frá vinnuveitendum um 20% kauplækkun. Kosin samninganefnd. 9. febrúar. Félagsfundur. Rætt um stefnu- skrá A. S. I. Stefnuskráin borin undir at- kvæði og samþ. með 5 atkv. gegn 2. Einn greiddi ekki atkvæði. 18. apríl. Stjómarfundur (sá eini sem fundargerð er til um). Formaður lýsir því yfir að hann geri ekki fleiri tilraunir til að boða til aðalfundar í félaginu. Samþykkt að láta fara fram atkvæða- greiðslu meðal meðlimanna um það hvort félagið starfaði áfram eða ekki. Samþykkt var með miklum meirihluta að leggja félagið niður, og er skjal það, sem notað var við atkvæðagreiðsluna, enn varðveitt (ásamt áðurnefndum kjarasamn- ingi). Eru á það skráð nöfn allra meðlima félagsins, sem voru samtals aðeins 11. Þeir, sem voru fylgjandi því að leggja fé- lagið niður, áttu að skrifa já við nafn sitt, hinir nei, sem þeir og gerðu. Að þetta urðu endalok þessa félags- skapar, má vafalaust rekja til sömu or- saka og urðu fyrra félaginu að aldurtila, ásamt því hve fámennur hann var. Rétt er að taka það fram, að þar sem í framanskráðu er getið um kröfur til kjara- bóta, en engar upplýsingar um það hvern- ig þeim hefur reitt af, er ástæðan sú, að þær er hvergi að finna í fundargerðum og aðrar heimildir engar til. 1934 15. febrúar. Stofnfundur Bókbindarafé- lags Reykjavíkur. Svo segir í fundargerð- inni: ,,Fimmtudaginn 15. febr. 1934 var starfs- fólk það er vinnur að bókbandsvinnu í Reykjavík boðað til fundar í „Baðstofu iðnaðarmanna" kl. QV2 e. h. til að ræða um væntanlega félagsstofnun. F’undarstjóri var kosinn Guðgeir Jóns- son, ritari Jónas P. Magnússon. Pétur G. Guðmundsson tók til máls og lýsti tildrögum og nauðsyn á þeirri við- leitni að endurvekja félagsskap meðal þessarar stéttar." Félagið stofnað og lög samþ. I stjórn voru kosnir: Pétur G. Guðmunds- son, formaður; Sveinbjörn Arinbjamar, rit- ari; Jens Guðbjörnsson, gjaldkeri. Um tilgang félagsins segir í lögum þess: „Tilgangur félagsins er að vinna að hagsbótum bókbindara sem iðnaðar- manna og vernda rétt þeirra í atvinnu- málum.

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.