Bókbindarinn - 01.03.1956, Síða 21

Bókbindarinn - 01.03.1956, Síða 21
BÓKBINDARINN 21 að minnast og margt að þakka, ekki að- eins þeim er fyrstir hófu merkið, heldur einnig hinum sem síðan hafa borið það. Þó liðin séu rösk 60 ár frá upphafi verkalýðshreyfingarinnar á fslandi og mikið hafi áunnizt, er verkalýðshreyfingin þó enn mjög ung að árum og á óleyst sín stærstu verkefni: að skapa alþýðunni trygg lífskjör í landi sem hún stjórnar sjálf. Til þess að bók verði góð bók — kjör- gripur, er ekki nægjanlegt að hún sé gyllt í sniðum og bókbindarinn hafi vandað sig við verkið, nei, það verða allir að leggjast á eitt: rithöfundurinn, prentarinn og bók- bindctrinn. Þá er von um árangur. Eins er þessu varið með verkalýðshreyf- inguna. Það nægir ekki að fáir einstak- lingar leggi sig fram og vandi verk sitt. Hún verður því aðeins hlutverki sínu vax- in, að allir einstaklingar í samtökunum leggi sig fram og geri sitt bezta. Það er von mín að bókbindarar og samtök þeirra verði ávallt í hópi þeirra, sem vinna verk sitt bezt á þessu sviði sem öðrum, sem eru til heilla þjóð vorri. Fyrst þú ert að rúnna munar big ekkert uni að berja fyrir mig buffið uni leið. (Bokbinderi-Arbetaren) PÉTUR GEORG: B rúðkaupsljóð til systur minnar Elsku systir! Er þú leggur út á fjöldans breiðu vegi sendi ég þér létt og lítið ljóð á þínum heiðursdegi. Óska ég þess af öllu hjarta, að þér gefi mannsins sonur marga snáða upp að ala: eyrarkalla og þvottakonur. Þó að örbirgð á þig sæki og öfugt snúist gæfuhjólin, þess ég óska að þú hafir alltaf nóg að borða — um jólin. Skyldi verða héðan hafinn hann, sem lengst og mest þér unni, auðnist þér að inna af hendi afborganir af líkkistunni. Ef að síðar að þér steðja örlög margra vinnujálka vona ég að þér verði fengin vindsæl stofa á hanabjálka. Og er þú hættir loks að lifa, lúin, grett og syndum hlaðin, eg skal biðja Ama að skrifa ávísun á betri staðinn. ___________________________________

x

Bókbindarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.