Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 31

Bókbindarinn - 01.03.1956, Blaðsíða 31
BÓKBINDARINN 31 yfirgluggum á báðum hliðarveggjum, vænum kolaofnum og bókbindarahúsi þar aftur af, svo ei voru önnur hús á stólnum þar prýðilegri". Unt bókband þar hefur ekki fundizt annað en það, að Þórður biskup pantar 1687 til bókbandsins: 3 hvít alúneruð skinn, 12 bleik börkuð skinn til bóka, 5 svöi-t skinn og 3 rauð, iteiji 10 pergament með ýmislegum lit, hvít, svört, rauð, gul og bleik, 3 bækur tyrkneskan pappír og 6 bækur blápappír, nokkrar sþennur á bækur, helzt af hinum stóru 20 eða 30 stykki, 10 pund álún, 5 pund hornlím, 3 hnyklar seglgam, 2 pund járnsvarf, 1 '/2 pund eirsót (koppcrrög), i)4 sölvglcde. Um bókband við Hrappseyjarprentsmiðju (1773 —1794) er nálega ekkert kunugt. Manntalsbók frá þeim tíma nær aðeins yfir árin 1780—84, og er þar ekki getið um neinn bókbmdara í Hrapps- ey. „Sá maður var í Breiðafirði þegar Jón Þor- láksson var þar, sem Hclgi hét, son Þorkels Sig- urðssonar, er kallaður var laga-móri. Helgi fékkst við bókband og vann um liríð fyrir Boga í Hrapps- ey, þangað til þeir urðu ósáttir, og orti þá Helgi háðkvæði um prentsmiðju Boga og er kallað Skál- eyjarbragur; það er upphaf að honurn: „Prentar- arnir fóru flatt“. Bogi fékk Jón Þorláksson til að svara Skáleyjarbrag. Þar cr þessi vísa: Lagamóri leðurkver lagði mörg í pressu; sjá má gjörla það á þér það fór allt í klcssu. Björn Gottskálksson kvæntist Ragnheiði yngri dóttur Boga Bcnediktssonar og fékk Hrappseyjarprentsmiðju 1793 eða 1794. Björn var skagfirzkur að ætterm og hafði venð utan að o o stunda bókbandsnám, en síðar var hann um hríð fyrir búi Olafs sriftamtmanns á Innrahólmi og bjó lengi í Hrappsey eftir Boga. Svo scm kunnugt cr, var prentsmiðja í Lcirár- görðum 1795 til 1815; þá var hún flutt að Beiti- stöðum og þaðan til Viðeyjar í júlí 1819. Þar starfaði hún til 1844. Unt bókbindara á þcssunt stöðum sýna manntalsbækur þetta: 1796 er Jón Gottskálksson (28 ára) bókbindari í Leirárgörðum Véla- bókbandib A kureyri: Göngnr og réttir. Útg. Norðri. og Jón Vigfússon Scheving bókbandsdrengur (22 ára). Næstu tvö ár eru þeir þar báðir, og árið 1800 er þess aðcins getið um Jón Vigfússon, að hann sé við bókband. 1801 er þar danskur maður, P. Abel Borup bókbmdan (36 ára) og Jón Jó- hannesson bókbandspiltur (14 ára). Borup er þar næstu ár og Jón til 1805. Árið 1906 er þar ekki octið um neinn við bókband. O Unt Þórarin Sveinsson, sem þáttur er um í Blöndu II., segir, að hann ltafi farið á 19. ári að Leirárgörðum til að nenta þar bókband hjá Jóni Gottskálkssyni og siglt þaðan eftir eitt ár 1798 til Kaupmannahafnar og hafi hann þar eflaust lært bókband til fulls, konuð aftur 1812 og vcrið hjá Magnúsi Stephensen á Leirá og Innrahólmi til 1813. Var hann síðan á ýntsum stöðunt, lengst af á Álftancsi. Gröndal ntinnist hans í Dægradvöl sinni, cn lætur lítið yfir bókbandi hans. I Viðey var Eyjólfur Ólafsson bókbmdan (25 ára) árið 1835. 1840—43 var Egill Pálsson þar bókbindari (f. 1822). Hann fluttist þaðan á föð- urleifð sína, Múla í Biskupstungum, stundaði bókband með búskapnum fyrri hluta búskapar- ára sinna. Egill Jónsson var bókbindari í Viðey 1841—44 og er það ár talinn 26 ára, og fluttist

x

Bókbindarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.