Fréttatíminn - 01.04.2011, Page 13
um laga eins og allir aðrir. En eins
og staðan er núna eru engin sérstök
ákvæði í lögum um nafn- og mynd-
birtingar gagnvart börnum. Manni
finnst að fjölmiðlar þurfi að beita
þessu valdi af hófsemi; gæta þess
aðallega að hagur barnanna sé ávallt
í fyrirrúmi þegar verið er að fjalla
um mál sem þau varðar.“
Þá ertu að tala um börn yngri en
18 ára?
„Já, við miðum alltaf við að þeir
sem eru undir átján ára séu börn
samkvæmt lögum.“
Á nýafstöðnu málþingi varpaði
Heiða Björg þeirri spurningu fram
hvort réttlætanlegt væri að foreldrar
færu í fjölmiðlaviðtöl til að ræða mál-
efni barna sinna.
„Stundum finnst manni gengið
nærri rétti barns til friðhelgi einka-
lífs. Þarna var verið að fjalla um mál-
efni barnanna, ekki bara málefni for-
eldranna. Þegar búið er að upplýsa
um nöfn foreldranna er í raun búið
að auðkenna börnin. Það verður að
stíga mjög varlega til jarðar þegar
verið er að birta nafn og mynd þar
sem um er að ræða einkamálefni
barna.“
Einhverjir myndu segja á móti að
bann við nafn- og myndbirtingu jafn-
gilti þöggun.
„Það er alls ekki viðhorf Barna-
verndarstofu að þagga beri niður
umræðu um barnaverndarmál, hvort
sem um er að ræða barnaverndar-
mál í heild sinni eða tiltekin mál. Það
er nauðsynlegt að fjölmiðlar standi
vörð um það sem er að gerast á hverj-
um tíma og barnavernd er þar ekki
undanskilin. Hins vegar má velta
fyrir sér hvort umfjöllun um málin
kalli alltaf á að persónulegar upplýs-
ingar séu birtar eða hvort hægt er að
fjalla um tiltekin mál án þess að birta
nöfn eða myndir. Barnaverndarstofa
leggur áherslu á að skilja á milli um-
ræðu um málið annars vegar og ein-
staklinginn hins vegar,“ segir Heiða
Björg.
Svala Ólafsdóttir segir fróðlegt
að sjá hvort tillaga Barnaverndar-
stofu um bann við nafn- og mynd-
birtingu í barnaverndarlögum nái
fram að ganga. „Augu manna eru
að opnast æ meira fyrir því að það
verði að vernda börn sem lenda á
afbrotabrautinni, að ég tali nú ekki
um börn sem fremja alvarleg afbrot.
Þetta er oftast framhald af lífi sem
hefur yfirleitt verið dapurlegt og
einkennst af vanrækslu og persónu-
legum erfiðleikum. Við erum að við-
halda þessari sjálfsmynd og þeirri
upplifun barnanna á tilverunni að
hún sé einskis virði. Ég tel að okk-
ur beri skylda til að gera það sem
við getum til að vernda þessa ungu
borgara þannig að þeir eigi einhverja
möguleika síðar meir.“
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir
hlm@frettatiminn.is
VERKFRÆÐI OG NÁTTÚRU
VÍSINDI Í ÖNDVEGI Í APRÍL
Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.
FETUM VÍSINDAVEGINN
– Opið hús hjá Raunvísindadeild
Laugardagur 2. apríl, kl. 13–16.
Raunvísindastofnun, Tæknigarður,
VRI, VRII og VRIII.
AFL NÁTTÚRUNNAR (force of nature)
– Fjarfundur með David Suzuki
frá Háskóla Bresku Kólumbíu
Mánudagur 4. apríl, kl. 17
í stofu 132 í Öskju.
NEMENDUR RAUNVÍSINDADEILDAR
BJÓÐA FRAMHALDSSKÓLANEMUM Í
HEIMSÓKN
Þriðjudagur 5. apríl, kl. 16–19
í stofu 261 í VRII.
MALDI MASSA GREINING Á PEPTÍÐUM
OG PRÓTEINUM
– Fyrirlestur Per Andrén
Fimmtudagur 7. apríl, kl. 1213
í Hátíðasal HÍ – Aðalbyggingu HÍ.
JARÐFRÆÐI REyKJANESS OG FUGLALÍF
– Rútuferð
Laugardagur 9. apríl og sunnudagur 10.
apríl, brottför frá Öskju kl. 10.
JARÐFRÆÐISTRÆTÓ
Sunnudagur 10. apríl,
brottför frá Öskju kl. 10.
LANDFRÆÐI Á HJÓLUM
– Rýnt í borgar lands lagið
Sunnudagur 10. apríl,
brottför frá Öskju kl. 14.
GRÆNA KORTIÐ OG UMHVERFISVÆN
FERÐA MENNSKA – Fyrirlestur
Mánudagur 11. apríl, kl. 12.30–13.10
í stofu 132 í Öskju.
NÝTT ÍSLAND
– Taktu þátt í landfræði legri tilraun
Mánudagur 11. apríl, kl. 17–19
í stofu 132 í Öskju.
RANNSÓKNIR FRAMHALDSNEMA
Þriðjudagur 12. apríl, kl. 16–19
í stofu 132 í Öskju.
NÁTTÚRULEGT ÓNÆMI VIRKJAÐ
GEGN SÝKL UM – Fyrirlestur um
sameinda líffræði
Miðvikudagur 13. apríl, kl. 12.30–13.10
í sal 132 í Öskju.
MÁLÞING UM FRAMTÍÐ ALMENNINGS
SAMGANGNA
Miðvikudagur 13. apríl, kl. 14.30–17
í Fundarsal Þjóðminjasafnsins.
RANNSÓKNIR Á LÍFRÍKI ÍSLANDS
Miðvikudagur 13. apríl, kl. 16.30–18
í sal 132 í Öskju.
KVIKUINNSKOT Í NEÐRI HLUTA JARÐ
SKORP UNNAR VIÐ UPPTyPPINGA
Fimmtudagur 14. apríl, kl. 12.30–13.10
í sal 132 í Öskju.
EINS ÁRS GOSAFMÆLI EyJAFJALLA
JÖK ULS
– Fyrirlestur og kvikmynda sýning
Fimmtudagur 14. apríl, kl. 17–19
í stofu 132 í Öskju og í miðju rými.
FyRIRLESTUR UM RANNSÓKNIR
Í FERÐAMÁLUM
Föstudagur 15. apríl, kl. 12.30–13.20
í stofu 131 í Öskju.
VORRÁÐSTEFNA JARÐFRÆÐAFÉLAGS
ÍSLANDS
Föstudagur 15. apríl, kl. 9–18
í stofu 132 í Öskju.
VERK OG TÖLVUNARFRÆÐIDAGUR
UNGA FÓLKSINS – Grunnskóla nemum
boðið í heimsókn
Mánudagur 18. apríl, kl. 14–17
í VRII og VRIII.
ORKURÁÐSTEFNAN
– Jarðhiti í brenni depli í samvinnu
við GEORG
Þriðjudagur 19. apríl, kl. 13.15–17.00
í stofu HT 102 í Háskólatorgi.
STAÐA VERKFRÆÐINGA Í
VISTFRÆÐILEGUM HEIMI
– Ráðstefna í samvinnu við VFÍ
Miðvikudagur 27. apríl, kl. 14.30 17.00
í stofu 132 í Öskju.
OFURTÖLVURÁÐSTEFNA
TÖLVUNARFRÆÐINNAR
Fimmtudagur 28. apríl, kl. 13.00–17.00
í Endurmenntun við Dunhaga.
ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA UM JARÐ
SKJÁLFTA ÁHRIF (ISSEE2011)
Föstudagur 29. apríl, kl. 9–17 í sal 132
í Öskju.
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
Nánari upplýsingar um einstaka við burði má finna á www.hi.is/vidburdir
Bröns
alla laugardaga og sunnudaga
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
Verð
aðeins
1.795
með kaffi
eða te
Meira á næstu opnu