Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 01.04.2011, Qupperneq 30
Helgin 1.-3. apríl Lúxusnámskeið Nordicaspa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borða til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 4. apríl Fyrirlestur 2. apríl kl. 12:00 Kr. 34.900 Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Helga Pálsdóttir, 40 ára og 4 barna móðir. Ráðgjafi hjá Allianz – Missti 8 kg á 9 vikum. Að vera orkumeiri og léttari er orðinn lífsstíll hjá mér. Ég gerði þetta af skynsemi og þú getur það líka! – Lifið heil www.lyfja.is ÍS LE N SK A /S IA .I S /L YF 5 43 30 0 3/ 11 15% afsláttur í apríl af 204 stykkja Nicotinell Fruit Verð með afslætti: 2 mg 4.329 kr. 4 mg 6.119 kr. Lægra verð í Lyfju Þ að verður nágrannaslagur, „Derby -leikur“, í úrslitakeppni Útsvars í Ríkissjónvarpinu í kvöld, föstudag. Þar leiða saman hesta sína þau tvö lið sveitarfélaganna sem best hafa staðið sig í keppninni í vetur, Akureyri og Norðurþing. Lið 24 sveit- arfélaga hófu leik. Keppnin verður því flutt frá Reykjavík og fer fram í Hofi, hinu nýja og glæsilega menningarhúsi Norðlendinga á Akureyri. „Þrýstingurinn hefur stigmagnast, maður er hvattur til dáða á götum úti og veitt góð ráð,“ segir Birgir Guð- mundsson, einn þriggja keppenda í Akureyrarliðinu. „Það var klókt hjá Sjónvarpinu að flytja keppnina norður, það eykur spennuna að vera á heima- velli. Eftir að Akureyringar urðu deildarmeistarar í handboltanum á mánudaginn eru menn komnir í sig- urham en liðið fékk bikarinn afhentan við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni í gærkvöld. Það hjálpast því allt að og menn ætlast til framhalds í sigurvím- unni,“ segir Birgir. Hann segir kepp- endur þó hafa það í huga að þetta sé leikur og skemmtiþáttur. Útsvarið hefur notið mikilla vin- sælda. Birgir segir það m.a. vera vegna þess að spurningarnar séu fjöl- breyttar og ekki það þungar að alltaf viti einhverjir heima svarið jafnvel þótt liðin flaski á spurningunum. Fólk hefur því tækifæri til að spreyta sig sjálft heima. Í Gettu betur, spurninga- leik framhaldsskólanna, fylgist fólk hins vegar fremur með liðunum svara. „Ég get ekki sagt að við æfum okk- ur mikið en erum þó með kerfi í leikn- um. Það er t.d. nauðsynlegt að gefa til kynna hvort um sagnorð eða nafnorð er að ræða því það þarf að hafa rétta mynd á orðinu,“ segir Birgir. Hann segir að Hilda Jana Gísladóttir sé flink í leiknum en honum fylgi mikil átök þannig að hún sé lafmóð á eftir. Birgir segir að Norðurþing sé með mjög öflugt lið þannig að leikurinn geti farið á hvorn veginn sem er. Þorgeir Tryggvason, einn þriggja keppenda Norðurþings, segir Húsvík- inga og nærsveitarmenn fylgjast vel með. „Þeir eru spenntir, það koma að minnsta kosti stuðningsyfirlýsingar, en pressan er þó mest á manni sjálf- um.“ Hann segir undirbúning liðsins fyr- ir úrslitaleikinn vera með hefðbundnu sniði. „Við höfum vanið okkur á að hittast einu sinni fyrir hverja keppni þar sem við æfum okkur í spurning- um og leiknum. Kerfið okkar er þó frekar lítilmótlegt, ekki mjög kerfis- bundið, enda er þetta leikur. Maður hefur þó engan sérstakan áhuga á að bregðast vonum stuðningsmanna sinna.“ Hann segist ekki vera sigurviss, leikurinn geti farið á hvorn veginn sem er. „Við reynum að svara rétt þeim spurningum sem við kunnum svör við. Það er það eina sem hægt er að gera. Þetta er spennandi og auka- fiðringur vegna þess að þetta er ná- grannaslagur,“ segir Þorgeir. Hann segist ekki átta sig á því hvort máli skipti að keppt verður á heimavelli Ak- ureyringa. „Ég stakk upp á því, svona í gamni á Facebook, að kannski hefði verið farið bil beggja að halda keppn- ina í Ljósvetningabúð í Kinn eða Þor- geirskirkju í Ljósavatnsskarði – en það verður gaman að vera í Hofi.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  útsvar úrslit ráðast í kvöld Aukafiðringur vegna þess að þetta er nágrannaslagur Akureyri og Norðurþing keppa til úrslita í Hofi á Akureyri. Þrýst- ingur á liðin hefur stigmagnast og þau fá góð ráð á götum úti. Lið Akureyrar, Hilda Jana Gísladóttir, Birgir Guðmundsson og Hjálmar Brynj- ólfsson. Lið Norðurþings, Stefán Þórsson, Þor- geir Tryggvason og Kristveig Sigurðar- dóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.