Fréttatíminn - 01.04.2011, Síða 50
Sá mæti tyrkneski rithöfundur Orhan Pamuk var í vikunni
dæmdur til að greiða sekt fyrir móðgandi ummæli sín um tyrk-
nesku þjóðina. Lengi hafa þjóðrembumenn reynt að koma Pamuk
fyrir rétt en höfðu ekkert í hneykslunaröldu sem reis víða um
alþjóðasamfélagið þegar ráðist var að Nóbelsverðlaunahafanum
með hótunum um dóma og sektir 2005. Tilefnið var kunnugt:
Pamuk sagði milljón Armena hafa farist í Tyrklandi á öðrum
áratug síðustu aldar og að stríðið við frelsishreyfingu Kúrda
hefði kostað þúsundir mannslífa. Það má ekki segja. Þjóðrembu-
menn í Tyrklandi neita að viðurkenna þær þjóðernishreinsanir sem
tíðkuðust með tæknilegri aðstoð þýskra hernaðarráðgjafa á fyrsta
og öðrum áratug síðustu aldar. Þeir neita líka að minnihluti Kúrda
sé til. Málsóknin gegn Pamuk var stöðvuð með samanteknum ráðum
rithöfunda og stjórnmálamanna víða um lönd 2006 en málið var
tekið upp aftur og nemur sektin ríflega 450 þúsund krónum.
Pamuk loksins dæmdur
fyrir sannleikann
Bókardómur L7 Eyrún ósk Jónsdóttir og HELgi svErrisson
s íðla árs í fyrra kom út fallega frá-gengin bók með lausri hlífðarkápu og skreyttum spjöldum með þeirri
sérkennilegu nafngift L7 og undirtitl-
inum Hrafnar, sóleyjar og myrra. Eyrún
Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson eru
höfundar verksins sem er skáldsaga
samin fyrir unglinga. Nú styttist í að
samnefnd kvikmynd verði frumsýnd.
Í sögunni, sem virðist samin samhliða
gerð handrits að kvikmyndinni sem er
væntanleg, segir frá Láru Sjöfn. Hún er
þrettán ára og býr ein ásamt móður sinni
en við upphaf sögunnar eru þær að fylgja
föður og syni til grafar en þeir hafa farist
á sviplegan hátt í bílslysi. Móðirin snýr
aftur til starfa í sveitarfélagi þar sem hún
er háttsett og stúlkan fer aftur í skóla,
en hún er vinalaus og allt líf hennar er í
upplausn: Hún ræður, rétt eins og móð-
irin, ekkert við þrúgandi sorg og fær
lítið liðsinni ættingja, sem koma lítið við
sögu, eða stoðkerfis sem alla jafna er til
taks við svo mikinn missi. Það er galli á
sögunni hvað litið er hjá venjubundnum
úrræðum fyrir þá sem verða fyrir áfalli.
Lára Sjöfn leitar til vandalausra, fólks
sem hún hefur haft lítil kynni af til þessa,
og um síðir dregst hún inn í samfélag
áhugafólks um leikstarfsemi sem heldur
til í bragga í sveitarfélaginu. Þar finnur
hún þann stuðning sem dugar henni til
að takast á við sjálfa sig og sorg móður
sinnar. Henni verður aftur fljótt ljóst,
raunar nokkru seinna en lesanda, að
gegn leikfélaginu vinnur samstarfskona
móður hennar og hefur þar að leiðarljósi
hagsmuni ástmanns síns.
Sagan umbreytist þannig hratt úr
sögu sem rekur þroska persónuleika
ómótaðs unglings í spennusögu þar sem
æsilegir atburðir lenda í fyrirrúmi. Með
þessu vilja höfundar væntanlega slá tvær
flugur í einu höggi, gefa persónusköpun
tækifæri til að leiða einstakling áfram frá
öryggisleysi til öryggis samfara því að
þjónað er hreinni spennuafþreyingu fyrir
lesendur. Gaman verður að sjá hvernig
það tekst til á hvíta tjaldinu en í skáld-
söguformi verður það heldur ósann-
færandi þegar komið er fram yfir hálfa
söguna.
Margt hefði mátt færa til betri vegar í
þessu handriti með einhverju tilleggi les-
ara og ritstjóra af hálfu forlagsins. Hugs-
unarvillur og rökleysur eru víða í text-
anum sem eru til lýta því víða er hann
hraður í atburðarás og höfundar vilja
spenna boga sögunnar hátt. Það er enda
til mikils að vinna: Vandað efni fyrir unga
lesendur við þröskuld fullorðinsáranna
er fátæklegt yfirleitt og flatt og lagt eftir
sömu upplifunum og kvikmyndir geta
svo auðveldlega satt en flestir unglingar
sjá hratt í gegnum, svo veraldarvanir sem
þeir eru. Bókarform skáldsögunnar er
vísast betra til að koma flóknum boðum
á framfæri en hið yfirborðskennda form
kvikmyndasögunnar. Gaman verður að
sjá hvernig sagan af Láru birtist á hvíta
tjaldinu. En bókin er fallega frágengin og
kápuvinnan til fyrirmyndar.
L7 – Hrafnar,
sóleyjar og
myrra
Eyrún Ósk Jónsdóttir og
Helgi Sverrisson
224 bls. 2010 Skrudda.
Þannig er lífið
núna
Meg Rosof
Þýðing Helgi Grímsson
JPV 2011
38 bækur Helgin 1.-3. apríl 2011
Bókardómur Þannig Er Lífið núna mEg rosof
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Alþjóðlegu samtökin IBBY halda hátíð-
legan dag barnabókarinnar hinn 2. apríl
og í hverju landi sem á fulltrúa í samtök-
unum er þessa minnst með einhverjum
hætti. Hér á landi samdi Kristín Helga
Gunnarsdóttir af þessu tilefni smásögu
sem lesin var hátt fyrir börnin í skóla-
stofum landsins í gær, fimmtudag.
Ekki hafa borist neinar fréttir um að
önnur hátíðahöld séu uppi vegna dags
barnabóka hér á landi enda er sumar-
dagurinn fyrsti löngum lagður undir
sumargjafir og hafa þær gjarna verið
bók. Hafa hvorki útgefendur né bóka-
verslanir hert á þeim sið en vika bókar-
innar hefur átt stærri sess í huga þeirra.
Hitt er víst: Það er aldrei nóg lesið. -pbb
Dagur barnabókar
Stóra slysið og eftirmálin Æsilegir atburðir
taka yfir þroskasögu
L7 virðist vera samin samhliða handriti að kvikmynd sem er væntanleg.
Sagan
umbreytist
þannig
hratt úr
sögu sem
rekur
þroska
persónu-
leika
ómótaðs
unglings
í spennu-
sögu
þar sem
æsilegir
atburðir
lenda í
fyrirrúmi.
Orhan Pamuk
Mátti ekki tala um
þjóðernishreins-
anir á Armenum.
Ljósmynd/Nordic
Photos/Getty Images
Allar götur síðan John Hersey birti lýsingar sínar
á ástandinu í Hirosima hafa áhrifamenn á Vestur-
löndum reynt að halda aftur af raun-
sönnum lýsingum á veruleika nýrrar
styrjaldar í álfunni. Þegar hún svo
brast á neituðu margir að horfast
í augu við hryllinginn á Balkan.
Löngu fyrr, 1965, hafði Peter Watk-
ins lýst áhrifum kjarnorkustríðs í
War Game á svo áhrifamikinn hátt
að BBC þorði ekki að sýna myndina.
Beið með það í tuttugu ár. Nær all-
ar myndir um framtíðarstríð í Evr-
ópu – nú eða Ameríku – draga að
einhverju leyti dám af War Game.
Þar er hin almenna uppgjöf þeirra
sem heima eru áhrifaríkust, matar-
skömmtun, fæðuskortur og upp-
lausn á öllum þráðum sem halda
samfélaginu saman.
„Þannig er lífið núna“ eftir bandarísku skáld-
konuna Meg Rosof er ekki ný af nálinni, samin rétt
eftir árþúsundaskiptin og sópaði viðurkenningu
að höfundinum. Meg fæddist 1956 og sló í gegn
með þessari fyrstupersónusögu af móðurleysingja
sem er sendur frá uppahverfi New York, ráðríkum
föður og stjúpu sem hún hatar til móðursystur í
sveitahéraði á Suður-Englandi. Þar ganga frænd-
systkin stúlkunnar nær sjálfala því frænkan er að
berjast fyrir friði, sem kemur fyrir lítið, hernaðar-
ástand leggur undir sig landið og börnin verða að
bjarga sér á eigin spýtur.
Bókin er víða skilgreind sem unglingasaga.
Talsmátinn er líka þannig, kæruleysislegur og
undirtónn falinn, upplýsingar stundum af skorn-
um skammti. Örvænting, matarleysi og unglinga-
kynlíf setur svip sinn á bókina framan af en stúlk-
unni og níu ára frænku hennar er komið fyrir hjá
vandalausum. Á þeim slóðum verður ofbeldið
háskameira og brátt eru þær tvær á flótta um auð-
ar sveitir, fólkið er flúið eða dáið. Náttúran tekur
við landinu og það fellur í órækt, villidýr leggjast
á nái og örlög vandamanna stúlknanna tveggja
eru óljós.
Þetta er vel samin saga, er reyndar að verið að
kvikmynda, en talsniðið á þýðingu Helga Gríms-
sonar er ósannfærandi, laust við slangur og hrá-
leika sem rödd unglingskrakka með anorexíu
heimtar. -pbb
Meg Rosof
Betri næring – betra líf
eftir Kolbrúnu Björns-
dóttur grasalækni
haggast ekki úr
toppsæti aðallista
Eymundssonar þriðju
vikuna í röð. Bókin
situr líka í efsta sæti á
lista Félags íslenskra
bókaútgefenda.
ÖfLug næring
Ísak Hinriksson og Victoria Björk Ferrell í hlutverkum sínum í myndinni L 7, sem verður
frumsýnd síðar á árinu.